Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2020 12:23 Úr verslun Bónuss í Skeifunni um tólfleytið. Vísir/EinarÁ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. Með nýju samkomubanni er treyst á að almenningur taki tilmælum varðandi samkomur og fjarlægðir milli fólks. Til dæmis í matvöruverslunum. Frá blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun.Vísir/Vilhelm „Lögreglan er auðvitað alltaf viðbúin en við treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn en það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir,“ sagði Víðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fregnir hafa borist af örtröð í matvöruverslunum í gær og það sem af er degi. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum var tilkynnt um samkomubann til fjögurra vikna. Með þeim eru samkomur fleiri en hundrað bannaðar með lögum. Viðtalið við þau Víði, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni má sjá að neðan. Þá eru fjarlægðartakmörk í gildi hvað varðar samkomur þar sem færri en 100 koma saman. „Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast örtröð í búðum. Við höfum fréttir af því núna að það sé mikið að gera í verslunum,“ segir Víðir. Þessi mynd var tekin í Bónus Ögurhvarfi rétt fyrir klukkan eitt.Vísir/Sindri Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði á Borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi að nóg af mat væri til í landinu næstu vikurnar. Fólk þyrfti alls ekki að örvænta. Undir þetta tekur Víðir. „Það er til nóg af vöru í landinu. Það er til nóg af mat. Við þurfum ekkert að hafa miklar áhyggjur. Við öndum með nefinu, förum saman í gegnum þetta. Þetta verður nokkrar vikur sem verða svona strembnar. En sumarið kemur og þá verður allt bjartara,“ segir Víðir. Verslun Neytendur Wuhan-veiran Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. Með nýju samkomubanni er treyst á að almenningur taki tilmælum varðandi samkomur og fjarlægðir milli fólks. Til dæmis í matvöruverslunum. Frá blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun.Vísir/Vilhelm „Lögreglan er auðvitað alltaf viðbúin en við treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn en það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir,“ sagði Víðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fregnir hafa borist af örtröð í matvöruverslunum í gær og það sem af er degi. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum var tilkynnt um samkomubann til fjögurra vikna. Með þeim eru samkomur fleiri en hundrað bannaðar með lögum. Viðtalið við þau Víði, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni má sjá að neðan. Þá eru fjarlægðartakmörk í gildi hvað varðar samkomur þar sem færri en 100 koma saman. „Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast örtröð í búðum. Við höfum fréttir af því núna að það sé mikið að gera í verslunum,“ segir Víðir. Þessi mynd var tekin í Bónus Ögurhvarfi rétt fyrir klukkan eitt.Vísir/Sindri Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði á Borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi að nóg af mat væri til í landinu næstu vikurnar. Fólk þyrfti alls ekki að örvænta. Undir þetta tekur Víðir. „Það er til nóg af vöru í landinu. Það er til nóg af mat. Við þurfum ekkert að hafa miklar áhyggjur. Við öndum með nefinu, förum saman í gegnum þetta. Þetta verður nokkrar vikur sem verða svona strembnar. En sumarið kemur og þá verður allt bjartara,“ segir Víðir.
Verslun Neytendur Wuhan-veiran Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira