Talið inn í búðirnar og út úr þeim Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 14:26 Örtröð hefur verið í matvöruverslunum í morgun. Vísir/Einar Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Sagði hann að sömuleiðis verði farið vel yfir fjölda starfsfólks í hverri verslun á hverjum tíma. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þar kom fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, svo sem tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Þá þurfa verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Á upplýsingafundinum klukkan 14 kom fram að það verði á könnu starfsfólks verslunarinnar eða þá öryggisfyrirtækja ef það á við að telja viðskiptavini við innganga verslana. Andrés sagði að litið væri þannig á að hver verslun í Kringlunni og Smáralind sé sér verslun. Reglurnar miðist því við hverja verslun fyrir sig. Andrés segist hafa almennar áhyggjur af ástandinu fyrir atvinnulífði. Áhrifin verði gífurleg. Samstarfið við stjórnvöld er þétt, en fyrsta atriðið í þeirri viðleiðni og því samstarfi er frumvarp fyrir þinginu sem verði væntanlega afgreitt í dag. Verslun Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Sagði hann að sömuleiðis verði farið vel yfir fjölda starfsfólks í hverri verslun á hverjum tíma. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þar kom fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, svo sem tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Þá þurfa verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Á upplýsingafundinum klukkan 14 kom fram að það verði á könnu starfsfólks verslunarinnar eða þá öryggisfyrirtækja ef það á við að telja viðskiptavini við innganga verslana. Andrés sagði að litið væri þannig á að hver verslun í Kringlunni og Smáralind sé sér verslun. Reglurnar miðist því við hverja verslun fyrir sig. Andrés segist hafa almennar áhyggjur af ástandinu fyrir atvinnulífði. Áhrifin verði gífurleg. Samstarfið við stjórnvöld er þétt, en fyrsta atriðið í þeirri viðleiðni og því samstarfi er frumvarp fyrir þinginu sem verði væntanlega afgreitt í dag.
Verslun Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10
Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56