„Held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 14:31 Auðunn og Kristinn í leikmyndinni sem smíðuð var fyrir myndbandið. Thelma Torfa/RÚV „Þetta var svolítið stór framleiðsla. Þessi hugmynd kom upp í mars þegar platan sjálf kom út og akkúrat þegar samkomubannið var allt að fara í gang,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, leikstjóri ríflega átta mínútna tónlistarmyndbands Auðar sem sýnt var í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Þar tók Auður heila stuttskífu sem ber nafnið Ljós og kom út á dögunum með þessum vinsæla tónlistarmanni. Það má með sanni segja að tæknin hafi verið nýtt til hins ítrasta og vakti myndbandið mikla athygli hjá landanum. „Gísli var búinn að bjóða Auðunni að koma og taka lagið. Ég var búinn að koma áður með honum og gera einhver atriði en okkur langaði að taka einhver aukaskref og gera þetta stærra núna. Ég og Auðunn settumst niður og rissuðum upp þessa hugmynd og úr varð að byrja í Gísla settinu og vinna okkur út frá því og vera með einhverja töfra hvernig við kæmum okkur út úr settinu.“ Kristinn segir að verkefnið hafi síðan verið sett á ís en fyrir um tveimur vikum tóku þeir þráðinn upp á nýjan leik. „Við höfum verið að vinna að þessu núna í tvær vikur. Ég get eiginlega ekki gefið upp hvenær þetta fer úr því að vera bein útsending yfir í upptöku og held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu. Það er gaman fyrir fólk að reyna finna það út sjálft. Við ætlum síðan að gefa út bakvið tjöldin myndband eftir einhvern tíma og þá kemur þetta í ljós,“ segir Kristinn sem staðfestir samt sem áður að myndbandið var að vissu leyti tekið upp í síðustu viku. Kristinn er mjög efnilegur leikstjóri. Saga Sig Lítið sem ekkert sofið í tvær vikur „Þetta var mjög erfitt verkefni og ekki mikið sofið í þessar tvær viku. Þetta var mjög góður hópur sem vann að þessu. Við vorum fjögur sem mynduðu ákveðið kjarnateymi. Ég, Auðunn, Andri Haraldsson myndatökumaður sem er algjör galdramaður og á hann mjög mikið í þessu varðandi allt útlit, lýsingu og myndatökuna og svo Thelma Torfadóttir sem er algjör neglu framleiðandi,“ segir Kristinn og bætir við. „Þetta verkefni er í raun tveir heimar að mætast sem eru reynsluboltarnir á RÚV og við yngra bjartsýna liðið sem heldur að þetta sé ekkert mál. Það náði að blandast mjög vel saman. Leikmyndardeildin á RÚV kom mjög sterkt inn í þetta og á alveg mjög stórt hrós skilið.“ Í myndbandinu má til að mynda sjá Auður stækka sófann og borðið í setti Vikunnar og ganga út úr sjónvarpi. Teymið hefur undirbúið frumsýningu myndbandsins síðan í mars. „Þetta er allt leikmynd en við erum samt einnig með brellumeistara en hann vann í raun bara að því að fela hluti sem áttu ekki að sjást. Sófaatriðið, sjónvarpið og þegar hann fer inn í vegginn er allt smíðað.“ Tónlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Sjá meira
„Þetta var svolítið stór framleiðsla. Þessi hugmynd kom upp í mars þegar platan sjálf kom út og akkúrat þegar samkomubannið var allt að fara í gang,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, leikstjóri ríflega átta mínútna tónlistarmyndbands Auðar sem sýnt var í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Þar tók Auður heila stuttskífu sem ber nafnið Ljós og kom út á dögunum með þessum vinsæla tónlistarmanni. Það má með sanni segja að tæknin hafi verið nýtt til hins ítrasta og vakti myndbandið mikla athygli hjá landanum. „Gísli var búinn að bjóða Auðunni að koma og taka lagið. Ég var búinn að koma áður með honum og gera einhver atriði en okkur langaði að taka einhver aukaskref og gera þetta stærra núna. Ég og Auðunn settumst niður og rissuðum upp þessa hugmynd og úr varð að byrja í Gísla settinu og vinna okkur út frá því og vera með einhverja töfra hvernig við kæmum okkur út úr settinu.“ Kristinn segir að verkefnið hafi síðan verið sett á ís en fyrir um tveimur vikum tóku þeir þráðinn upp á nýjan leik. „Við höfum verið að vinna að þessu núna í tvær vikur. Ég get eiginlega ekki gefið upp hvenær þetta fer úr því að vera bein útsending yfir í upptöku og held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu. Það er gaman fyrir fólk að reyna finna það út sjálft. Við ætlum síðan að gefa út bakvið tjöldin myndband eftir einhvern tíma og þá kemur þetta í ljós,“ segir Kristinn sem staðfestir samt sem áður að myndbandið var að vissu leyti tekið upp í síðustu viku. Kristinn er mjög efnilegur leikstjóri. Saga Sig Lítið sem ekkert sofið í tvær vikur „Þetta var mjög erfitt verkefni og ekki mikið sofið í þessar tvær viku. Þetta var mjög góður hópur sem vann að þessu. Við vorum fjögur sem mynduðu ákveðið kjarnateymi. Ég, Auðunn, Andri Haraldsson myndatökumaður sem er algjör galdramaður og á hann mjög mikið í þessu varðandi allt útlit, lýsingu og myndatökuna og svo Thelma Torfadóttir sem er algjör neglu framleiðandi,“ segir Kristinn og bætir við. „Þetta verkefni er í raun tveir heimar að mætast sem eru reynsluboltarnir á RÚV og við yngra bjartsýna liðið sem heldur að þetta sé ekkert mál. Það náði að blandast mjög vel saman. Leikmyndardeildin á RÚV kom mjög sterkt inn í þetta og á alveg mjög stórt hrós skilið.“ Í myndbandinu má til að mynda sjá Auður stækka sófann og borðið í setti Vikunnar og ganga út úr sjónvarpi. Teymið hefur undirbúið frumsýningu myndbandsins síðan í mars. „Þetta er allt leikmynd en við erum samt einnig með brellumeistara en hann vann í raun bara að því að fela hluti sem áttu ekki að sjást. Sófaatriðið, sjónvarpið og þegar hann fer inn í vegginn er allt smíðað.“
Tónlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Sjá meira