Ung gráðug kona Kristjana Björk Barðdal skrifar 26. maí 2020 09:00 Daglega stuða mig svo margir hlutir í samfélagi okkar sem halda mér við efnið, halda mér við jafnréttisbaráttuna. Ég vil að að næsta kynslóð alist upp í betri útgáfu af því samfélagi sem við ólumst upp í, og kyn okkar á ekki að breyta því hvaða tækifæri við fáum í lífinu. Á miklum tímamótum fyrir nokkrum árum settist ég niður með kollega mínum vegna þess að við vildum bæði sama hlutinn og vorum að fara yfir stöðu mála. Hann byrjar á því að segja mér hvað hann vill og ég hlusta, spennt að fá að segja frá mínu. Síðan kemur að mér, ég vil mjög svipaða hluti og hann og segi frá þeim. Mér hefur aldrei liðið jafn óþægilega og á meðan ég talaði og fylgdist með honum stara á mig agndofa. Um leið og ég hafði lokið mér af byrjaði hann að hrauna yfir allt sem ég hafði sagt. Ég hlustaði en það eina sem ég heyrði var setning sem hann endurtók aftur og aftur og aftur. Þú ert gráðug. Það versta við þetta allt saman var það að á þessum tímapunkti trúði ég því sem hann sagði og í hvert skipti sem ég geri eitthvað meira en ég er vön eða sækist eftir einhverju meiru bergmálar þetta í hausnum á mér. Engin kona á nokkurn tímann að trúa þessari setningu því við getum allt sem við viljum. Til þess að gera það þurfum við bakland og það er það sem félag ungra athafnakvenna er, skothelt bakland sem stendur með okkur öllum sama hvað og byggir félagskonur upp. Félagið skiptir miklu máli fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi. Eftir alla viðburði á vegum félagsins líður manni eins og maður sé óstöðvandi og finn ég alltaf fyrir miklum stuðningi og mikilli hvatningu frá félagskonum. Þetta er eitthvað sem allar konur eiga að upplifa og þess vegna vil ég ná til enn fleiri kvenna á öllum aldri, allstaðar í samfélaginu. Ég vil hvetja konur til þess að gera það sem þær vilja hvort sem það er að mennta sig í iðngreinum, skara fram úr í íþróttum, líta út eins og þær vilja, sækjast eftir rétti sínum eða vera stoltar af því að vera þær sjálfar. Ég hlakka til áframhaldandi fjölbreyttra viðburða á næsta starfsári. Ég trúi því að viðburðir félagsins stuðli að vitundarvakningu og fræðslu frá mismunandi áttum ásamt því að taka á rauntíma umræðu samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Daglega stuða mig svo margir hlutir í samfélagi okkar sem halda mér við efnið, halda mér við jafnréttisbaráttuna. Ég vil að að næsta kynslóð alist upp í betri útgáfu af því samfélagi sem við ólumst upp í, og kyn okkar á ekki að breyta því hvaða tækifæri við fáum í lífinu. Á miklum tímamótum fyrir nokkrum árum settist ég niður með kollega mínum vegna þess að við vildum bæði sama hlutinn og vorum að fara yfir stöðu mála. Hann byrjar á því að segja mér hvað hann vill og ég hlusta, spennt að fá að segja frá mínu. Síðan kemur að mér, ég vil mjög svipaða hluti og hann og segi frá þeim. Mér hefur aldrei liðið jafn óþægilega og á meðan ég talaði og fylgdist með honum stara á mig agndofa. Um leið og ég hafði lokið mér af byrjaði hann að hrauna yfir allt sem ég hafði sagt. Ég hlustaði en það eina sem ég heyrði var setning sem hann endurtók aftur og aftur og aftur. Þú ert gráðug. Það versta við þetta allt saman var það að á þessum tímapunkti trúði ég því sem hann sagði og í hvert skipti sem ég geri eitthvað meira en ég er vön eða sækist eftir einhverju meiru bergmálar þetta í hausnum á mér. Engin kona á nokkurn tímann að trúa þessari setningu því við getum allt sem við viljum. Til þess að gera það þurfum við bakland og það er það sem félag ungra athafnakvenna er, skothelt bakland sem stendur með okkur öllum sama hvað og byggir félagskonur upp. Félagið skiptir miklu máli fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi. Eftir alla viðburði á vegum félagsins líður manni eins og maður sé óstöðvandi og finn ég alltaf fyrir miklum stuðningi og mikilli hvatningu frá félagskonum. Þetta er eitthvað sem allar konur eiga að upplifa og þess vegna vil ég ná til enn fleiri kvenna á öllum aldri, allstaðar í samfélaginu. Ég vil hvetja konur til þess að gera það sem þær vilja hvort sem það er að mennta sig í iðngreinum, skara fram úr í íþróttum, líta út eins og þær vilja, sækjast eftir rétti sínum eða vera stoltar af því að vera þær sjálfar. Ég hlakka til áframhaldandi fjölbreyttra viðburða á næsta starfsári. Ég trúi því að viðburðir félagsins stuðli að vitundarvakningu og fræðslu frá mismunandi áttum ásamt því að taka á rauntíma umræðu samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar