Ung gráðug kona Kristjana Björk Barðdal skrifar 26. maí 2020 09:00 Daglega stuða mig svo margir hlutir í samfélagi okkar sem halda mér við efnið, halda mér við jafnréttisbaráttuna. Ég vil að að næsta kynslóð alist upp í betri útgáfu af því samfélagi sem við ólumst upp í, og kyn okkar á ekki að breyta því hvaða tækifæri við fáum í lífinu. Á miklum tímamótum fyrir nokkrum árum settist ég niður með kollega mínum vegna þess að við vildum bæði sama hlutinn og vorum að fara yfir stöðu mála. Hann byrjar á því að segja mér hvað hann vill og ég hlusta, spennt að fá að segja frá mínu. Síðan kemur að mér, ég vil mjög svipaða hluti og hann og segi frá þeim. Mér hefur aldrei liðið jafn óþægilega og á meðan ég talaði og fylgdist með honum stara á mig agndofa. Um leið og ég hafði lokið mér af byrjaði hann að hrauna yfir allt sem ég hafði sagt. Ég hlustaði en það eina sem ég heyrði var setning sem hann endurtók aftur og aftur og aftur. Þú ert gráðug. Það versta við þetta allt saman var það að á þessum tímapunkti trúði ég því sem hann sagði og í hvert skipti sem ég geri eitthvað meira en ég er vön eða sækist eftir einhverju meiru bergmálar þetta í hausnum á mér. Engin kona á nokkurn tímann að trúa þessari setningu því við getum allt sem við viljum. Til þess að gera það þurfum við bakland og það er það sem félag ungra athafnakvenna er, skothelt bakland sem stendur með okkur öllum sama hvað og byggir félagskonur upp. Félagið skiptir miklu máli fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi. Eftir alla viðburði á vegum félagsins líður manni eins og maður sé óstöðvandi og finn ég alltaf fyrir miklum stuðningi og mikilli hvatningu frá félagskonum. Þetta er eitthvað sem allar konur eiga að upplifa og þess vegna vil ég ná til enn fleiri kvenna á öllum aldri, allstaðar í samfélaginu. Ég vil hvetja konur til þess að gera það sem þær vilja hvort sem það er að mennta sig í iðngreinum, skara fram úr í íþróttum, líta út eins og þær vilja, sækjast eftir rétti sínum eða vera stoltar af því að vera þær sjálfar. Ég hlakka til áframhaldandi fjölbreyttra viðburða á næsta starfsári. Ég trúi því að viðburðir félagsins stuðli að vitundarvakningu og fræðslu frá mismunandi áttum ásamt því að taka á rauntíma umræðu samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kristjana Björk Barðdal Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Daglega stuða mig svo margir hlutir í samfélagi okkar sem halda mér við efnið, halda mér við jafnréttisbaráttuna. Ég vil að að næsta kynslóð alist upp í betri útgáfu af því samfélagi sem við ólumst upp í, og kyn okkar á ekki að breyta því hvaða tækifæri við fáum í lífinu. Á miklum tímamótum fyrir nokkrum árum settist ég niður með kollega mínum vegna þess að við vildum bæði sama hlutinn og vorum að fara yfir stöðu mála. Hann byrjar á því að segja mér hvað hann vill og ég hlusta, spennt að fá að segja frá mínu. Síðan kemur að mér, ég vil mjög svipaða hluti og hann og segi frá þeim. Mér hefur aldrei liðið jafn óþægilega og á meðan ég talaði og fylgdist með honum stara á mig agndofa. Um leið og ég hafði lokið mér af byrjaði hann að hrauna yfir allt sem ég hafði sagt. Ég hlustaði en það eina sem ég heyrði var setning sem hann endurtók aftur og aftur og aftur. Þú ert gráðug. Það versta við þetta allt saman var það að á þessum tímapunkti trúði ég því sem hann sagði og í hvert skipti sem ég geri eitthvað meira en ég er vön eða sækist eftir einhverju meiru bergmálar þetta í hausnum á mér. Engin kona á nokkurn tímann að trúa þessari setningu því við getum allt sem við viljum. Til þess að gera það þurfum við bakland og það er það sem félag ungra athafnakvenna er, skothelt bakland sem stendur með okkur öllum sama hvað og byggir félagskonur upp. Félagið skiptir miklu máli fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi. Eftir alla viðburði á vegum félagsins líður manni eins og maður sé óstöðvandi og finn ég alltaf fyrir miklum stuðningi og mikilli hvatningu frá félagskonum. Þetta er eitthvað sem allar konur eiga að upplifa og þess vegna vil ég ná til enn fleiri kvenna á öllum aldri, allstaðar í samfélaginu. Ég vil hvetja konur til þess að gera það sem þær vilja hvort sem það er að mennta sig í iðngreinum, skara fram úr í íþróttum, líta út eins og þær vilja, sækjast eftir rétti sínum eða vera stoltar af því að vera þær sjálfar. Ég hlakka til áframhaldandi fjölbreyttra viðburða á næsta starfsári. Ég trúi því að viðburðir félagsins stuðli að vitundarvakningu og fræðslu frá mismunandi áttum ásamt því að taka á rauntíma umræðu samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun