Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 12:32 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. Fyrirhugað er að skima um þúsund manns fyrir kórónuveirunni í dag en sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun. Tveir hafa verið lagðir inn á spítala, annar þeirra á gjörgæslu. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Fyrirhugað er að um þúsund manns verða skimaðir í dag en alls hafa um sextán þúsund skráð sig. Skimun hófst á ný snemma í morgun. „Það komu 510 manns í skimun hjá okkur í gær. Við vonumst til þess að geta náð þúsund manns í dag. Við reiknum með því að ljúka við að rýna í þessi sýni sem komu inn í gær í lok dags í dag og við ættum fljótlega eftir helgina að hafa býsna góða yfirsýn yfir það hversu víða veiran hefir dreifst sér í íslensku samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður verða sendar til sóttvarnalæknis sem tekur ákvörðun um tilkynningu á niðurstöðum. „Ef að niðurstöðurnar sýna okkur að þetta er út um allt í samfélaginu reikna ég með að aðgerðunum verði breytt í samræmi við það,“ segir Kári. Kári segir íslensk yfirvöld hafa staðið sig frábærlega og að forvitnilegt sé að bera saman aðgerðir íslenskra yfirvalda og aðgerðir yfirvalda annarra landa. „Í Danmörku höfðu þeir engin viðbrögð fyrr en þeir allt í einu lokuðu öllu sem er býsna klaufalegt og ber vott um svolitla angist eða panik. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessu íslenska teymi hvað það hefur haldið ró sinni, tekið yfirvegaðar ákvarðanir og ekki látið ýta sér í að gera nokkurn skapaðan hlut sem er ekki skynsamlegur. Þannig að ég er mjög montinn af okkar fólki,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. Fyrirhugað er að skima um þúsund manns fyrir kórónuveirunni í dag en sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun. Tveir hafa verið lagðir inn á spítala, annar þeirra á gjörgæslu. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Fyrirhugað er að um þúsund manns verða skimaðir í dag en alls hafa um sextán þúsund skráð sig. Skimun hófst á ný snemma í morgun. „Það komu 510 manns í skimun hjá okkur í gær. Við vonumst til þess að geta náð þúsund manns í dag. Við reiknum með því að ljúka við að rýna í þessi sýni sem komu inn í gær í lok dags í dag og við ættum fljótlega eftir helgina að hafa býsna góða yfirsýn yfir það hversu víða veiran hefir dreifst sér í íslensku samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður verða sendar til sóttvarnalæknis sem tekur ákvörðun um tilkynningu á niðurstöðum. „Ef að niðurstöðurnar sýna okkur að þetta er út um allt í samfélaginu reikna ég með að aðgerðunum verði breytt í samræmi við það,“ segir Kári. Kári segir íslensk yfirvöld hafa staðið sig frábærlega og að forvitnilegt sé að bera saman aðgerðir íslenskra yfirvalda og aðgerðir yfirvalda annarra landa. „Í Danmörku höfðu þeir engin viðbrögð fyrr en þeir allt í einu lokuðu öllu sem er býsna klaufalegt og ber vott um svolitla angist eða panik. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessu íslenska teymi hvað það hefur haldið ró sinni, tekið yfirvegaðar ákvarðanir og ekki látið ýta sér í að gera nokkurn skapaðan hlut sem er ekki skynsamlegur. Þannig að ég er mjög montinn af okkar fólki,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Sjá meira
Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38
Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54