Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 19:06 Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra í dag vegna skimunar fyrir Covid-19 á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar á fræðslufundi ÍE, Glíman við Covid-19. Mótefnamælingar hófust fyrr í mánuðinum og var í verkefninu safnað sýnum sem komu í blóðrannsóknir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi 12. maí að mótefnamælingar væru þrískiptar. „Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni,“ sagði Már þann 12. maí. Við litum svo á að um 22.000 manns hafi verið útsettir fyrir veirunni með því að bæta við 0,9 prósent teljum við að 55.000 íslendingar hafi verið útsettir fyrir veirunni og skynsamlegt hefði verið að setja í sóttkví, sagði Kári. Allar upplýsingar úr mælingunum verða færðar í gagnabanka fyrir sóttvarnayfirvöld til þess að hægt verði að taka á næstu bylgjum faraldursins. Í spurningahluta fræðslufundarins sagði Kári að enn ætti eftir að greina frá niðurstöðum úr mótefnamælingum einstaklinga, þeir megi þó vænta þeirra á næstu 2-3 vikum. „Við þurftum að fiska eftir mótefni í mjög stórum hundraðshluta þjóðarinnar áður en við vorum viss um hvað við vorum að sjá. Við erum búin að skima margfalt fleiri en hefur verið gert á meðal nokkurrar þjóðar fyrir mótefnum. Við erum komin með mjög haldgóðar upplýsingar um mótefnamyndun og um hvað mótefna þýða,“ sagði Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar á fræðslufundi ÍE, Glíman við Covid-19. Mótefnamælingar hófust fyrr í mánuðinum og var í verkefninu safnað sýnum sem komu í blóðrannsóknir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi 12. maí að mótefnamælingar væru þrískiptar. „Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni,“ sagði Már þann 12. maí. Við litum svo á að um 22.000 manns hafi verið útsettir fyrir veirunni með því að bæta við 0,9 prósent teljum við að 55.000 íslendingar hafi verið útsettir fyrir veirunni og skynsamlegt hefði verið að setja í sóttkví, sagði Kári. Allar upplýsingar úr mælingunum verða færðar í gagnabanka fyrir sóttvarnayfirvöld til þess að hægt verði að taka á næstu bylgjum faraldursins. Í spurningahluta fræðslufundarins sagði Kári að enn ætti eftir að greina frá niðurstöðum úr mótefnamælingum einstaklinga, þeir megi þó vænta þeirra á næstu 2-3 vikum. „Við þurftum að fiska eftir mótefni í mjög stórum hundraðshluta þjóðarinnar áður en við vorum viss um hvað við vorum að sjá. Við erum búin að skima margfalt fleiri en hefur verið gert á meðal nokkurrar þjóðar fyrir mótefnum. Við erum komin með mjög haldgóðar upplýsingar um mótefnamyndun og um hvað mótefna þýða,“ sagði Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira