Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Andri Eysteinsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 31. maí 2020 19:49 Lundúnarbúar flykktust á Trafalgartorg og sýndu samstöðu með mótmælendum í Bandaríkjunum. Getty/Hollie Adams Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. Fimmtu nóttina í röð fjölmenntu Bandaríkjamenn út á götur til að mótmæla dauða Floyd sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mótmælendur kröfðust réttlætis og vilja þeir útrýma kynþáttafordómum meðal lögreglumanna. Mótmælt var í hátt í hundrað borgum víðs vegar um landið þrátt fyrir að útgöngubann væri í gildi í mörgum þeirra. „Við verðum að takast á við þetta á hverjum degi. Á hverjum degi eru ungir svartir menn fórnarlömb kerfisins,“ segir Tru Williams íbúi í Sacramento sem er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum þar í borg. Mótmælin fóru víðast hvar rólega af stað en spennan magnaðist hratt og fljótlega tók að sjóða upp úr. Víða var kveikt í byggingum og rúður og bílar eyðilagðir. „Þetta var erfið nótt í New York, það er enginn vafi. Við sáum hluti sem við viljum aldrei sjá og sem við viljum vera viss um að eigi sér ekki stað í framtíðinni,“ segir Bill de Blasio borgarstjóri í New York. Íbúar eru ekki allir sáttir við skemmdarverkin sem fylgja mótmælunum. „Við getum mótmælt á friðsamlegan hátt. Allar þessar íkveikjur eru óþarfar,“ segir Aapri Cummings íbúi í New York. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Mótmælendur voru margir með grímur til að verja sig gegn kórónuveirunni. Margir óttast að mótmælin geti haft það í för með sér að veiran taki að breiðast meira út. Tugir lögregluþjóna og mótmælanda slösuðust í nótt en nokkrir hafa látið lífið í átökum síðustu daga. Þá safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag og er verið er að undirbúa mótmæli á Austurvelli á miðvikudaginn. „Við gerum þetta auðvitað vegna þess að líf svartra skiptir máli, við verðum að styðja það. Það er ekki gott að fólki sé mismunað vegna hörundslitar. Við erum jú öll manneskjur,“ segir Soumaya Yusuf íbúi í Kaupmannahöfn sem mætti á Ráðhústorgið þar í borg í dag ásamt fleiri mótmælendum. Bandaríkin Bretland Danmörk Dauði George Floyd Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. Fimmtu nóttina í röð fjölmenntu Bandaríkjamenn út á götur til að mótmæla dauða Floyd sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mótmælendur kröfðust réttlætis og vilja þeir útrýma kynþáttafordómum meðal lögreglumanna. Mótmælt var í hátt í hundrað borgum víðs vegar um landið þrátt fyrir að útgöngubann væri í gildi í mörgum þeirra. „Við verðum að takast á við þetta á hverjum degi. Á hverjum degi eru ungir svartir menn fórnarlömb kerfisins,“ segir Tru Williams íbúi í Sacramento sem er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum þar í borg. Mótmælin fóru víðast hvar rólega af stað en spennan magnaðist hratt og fljótlega tók að sjóða upp úr. Víða var kveikt í byggingum og rúður og bílar eyðilagðir. „Þetta var erfið nótt í New York, það er enginn vafi. Við sáum hluti sem við viljum aldrei sjá og sem við viljum vera viss um að eigi sér ekki stað í framtíðinni,“ segir Bill de Blasio borgarstjóri í New York. Íbúar eru ekki allir sáttir við skemmdarverkin sem fylgja mótmælunum. „Við getum mótmælt á friðsamlegan hátt. Allar þessar íkveikjur eru óþarfar,“ segir Aapri Cummings íbúi í New York. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Mótmælendur voru margir með grímur til að verja sig gegn kórónuveirunni. Margir óttast að mótmælin geti haft það í för með sér að veiran taki að breiðast meira út. Tugir lögregluþjóna og mótmælanda slösuðust í nótt en nokkrir hafa látið lífið í átökum síðustu daga. Þá safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag og er verið er að undirbúa mótmæli á Austurvelli á miðvikudaginn. „Við gerum þetta auðvitað vegna þess að líf svartra skiptir máli, við verðum að styðja það. Það er ekki gott að fólki sé mismunað vegna hörundslitar. Við erum jú öll manneskjur,“ segir Soumaya Yusuf íbúi í Kaupmannahöfn sem mætti á Ráðhústorgið þar í borg í dag ásamt fleiri mótmælendum.
Bandaríkin Bretland Danmörk Dauði George Floyd Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira