Fá 163 milljónir í bætur verði ráðist í endurbyggingu eftir stórbruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 18:53 Um stórbruna var að ræða, líkt og sjá má. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt. Eigendurnir höfðu krafist þess að fá 295 milljónir frá tryggingafélaginu til þess að endurbyggja húsið. Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga þess bruna. Þann 31. maí sama ár kviknaði svo aftur í húsinu þegar enn stóðu yfir endurbætur vegna fyrri brunans. Í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Sjóvá mat tjónið við seinni brunann á 183,8 milljónir en tryggingarfélagið ákvað að bæturnar skyldu skertar um 50 prósent þar sem umbúnaður fasteignarinnar hafi ekki verið í samræmi við gildandi brunavarnarreglur, því myndi Sjóvá greiða alls 91,9 milljónir í bætur til eiganda hússins. Þetta gat eigandi hússins ekki sætt sig við og stefndi hann Sjóvá til greiðslu 295 milljóna króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið undir með tryggingarfélaginu að eigandi hússins hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að tryggja ekki fullnægjandi brunavarnir í húsinu, en þó tekið fram að 50 prósent bótaskerðing teljist óhæfilega mikil, enda hafi tryggingafélagið ekki lagt fram nein gögn sem styðji svo mikla skerðingu. Eigandinn verði þó að bera ábyrgð á því að hafa ekki tryggt að brunavarnir húsnæðisins hafi verið komið fyrir með skikkanlegum hætti, því taldi héraðsdómur rétt að skerða bæturnar um 25 prósent. Í dómi Héraðsdóms segir að Sjóvá þurfi að greiða eigandanum vátryggingabætur upp á 163,6 milljónir en þó hlutfallslega samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Þannig er tekið fram að þrátt fyrir að eigandinn hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina, hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma endurbyggingina, sem sé skilyrði fyrir því að réttur til greiðslu bótanna stofnist honum til handa. Þá þarf Sjóvá að greiða fimm milljónir í málskostnað vegna málsins. Akureyri Dómsmál Slökkvilið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt. Eigendurnir höfðu krafist þess að fá 295 milljónir frá tryggingafélaginu til þess að endurbyggja húsið. Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga þess bruna. Þann 31. maí sama ár kviknaði svo aftur í húsinu þegar enn stóðu yfir endurbætur vegna fyrri brunans. Í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Sjóvá mat tjónið við seinni brunann á 183,8 milljónir en tryggingarfélagið ákvað að bæturnar skyldu skertar um 50 prósent þar sem umbúnaður fasteignarinnar hafi ekki verið í samræmi við gildandi brunavarnarreglur, því myndi Sjóvá greiða alls 91,9 milljónir í bætur til eiganda hússins. Þetta gat eigandi hússins ekki sætt sig við og stefndi hann Sjóvá til greiðslu 295 milljóna króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið undir með tryggingarfélaginu að eigandi hússins hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að tryggja ekki fullnægjandi brunavarnir í húsinu, en þó tekið fram að 50 prósent bótaskerðing teljist óhæfilega mikil, enda hafi tryggingafélagið ekki lagt fram nein gögn sem styðji svo mikla skerðingu. Eigandinn verði þó að bera ábyrgð á því að hafa ekki tryggt að brunavarnir húsnæðisins hafi verið komið fyrir með skikkanlegum hætti, því taldi héraðsdómur rétt að skerða bæturnar um 25 prósent. Í dómi Héraðsdóms segir að Sjóvá þurfi að greiða eigandanum vátryggingabætur upp á 163,6 milljónir en þó hlutfallslega samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Þannig er tekið fram að þrátt fyrir að eigandinn hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina, hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma endurbyggingina, sem sé skilyrði fyrir því að réttur til greiðslu bótanna stofnist honum til handa. Þá þarf Sjóvá að greiða fimm milljónir í málskostnað vegna málsins.
Akureyri Dómsmál Slökkvilið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent