Fá 163 milljónir í bætur verði ráðist í endurbyggingu eftir stórbruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 18:53 Um stórbruna var að ræða, líkt og sjá má. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt. Eigendurnir höfðu krafist þess að fá 295 milljónir frá tryggingafélaginu til þess að endurbyggja húsið. Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga þess bruna. Þann 31. maí sama ár kviknaði svo aftur í húsinu þegar enn stóðu yfir endurbætur vegna fyrri brunans. Í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Sjóvá mat tjónið við seinni brunann á 183,8 milljónir en tryggingarfélagið ákvað að bæturnar skyldu skertar um 50 prósent þar sem umbúnaður fasteignarinnar hafi ekki verið í samræmi við gildandi brunavarnarreglur, því myndi Sjóvá greiða alls 91,9 milljónir í bætur til eiganda hússins. Þetta gat eigandi hússins ekki sætt sig við og stefndi hann Sjóvá til greiðslu 295 milljóna króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið undir með tryggingarfélaginu að eigandi hússins hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að tryggja ekki fullnægjandi brunavarnir í húsinu, en þó tekið fram að 50 prósent bótaskerðing teljist óhæfilega mikil, enda hafi tryggingafélagið ekki lagt fram nein gögn sem styðji svo mikla skerðingu. Eigandinn verði þó að bera ábyrgð á því að hafa ekki tryggt að brunavarnir húsnæðisins hafi verið komið fyrir með skikkanlegum hætti, því taldi héraðsdómur rétt að skerða bæturnar um 25 prósent. Í dómi Héraðsdóms segir að Sjóvá þurfi að greiða eigandanum vátryggingabætur upp á 163,6 milljónir en þó hlutfallslega samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Þannig er tekið fram að þrátt fyrir að eigandinn hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina, hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma endurbyggingina, sem sé skilyrði fyrir því að réttur til greiðslu bótanna stofnist honum til handa. Þá þarf Sjóvá að greiða fimm milljónir í málskostnað vegna málsins. Akureyri Dómsmál Slökkvilið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt. Eigendurnir höfðu krafist þess að fá 295 milljónir frá tryggingafélaginu til þess að endurbyggja húsið. Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga þess bruna. Þann 31. maí sama ár kviknaði svo aftur í húsinu þegar enn stóðu yfir endurbætur vegna fyrri brunans. Í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Sjóvá mat tjónið við seinni brunann á 183,8 milljónir en tryggingarfélagið ákvað að bæturnar skyldu skertar um 50 prósent þar sem umbúnaður fasteignarinnar hafi ekki verið í samræmi við gildandi brunavarnarreglur, því myndi Sjóvá greiða alls 91,9 milljónir í bætur til eiganda hússins. Þetta gat eigandi hússins ekki sætt sig við og stefndi hann Sjóvá til greiðslu 295 milljóna króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið undir með tryggingarfélaginu að eigandi hússins hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að tryggja ekki fullnægjandi brunavarnir í húsinu, en þó tekið fram að 50 prósent bótaskerðing teljist óhæfilega mikil, enda hafi tryggingafélagið ekki lagt fram nein gögn sem styðji svo mikla skerðingu. Eigandinn verði þó að bera ábyrgð á því að hafa ekki tryggt að brunavarnir húsnæðisins hafi verið komið fyrir með skikkanlegum hætti, því taldi héraðsdómur rétt að skerða bæturnar um 25 prósent. Í dómi Héraðsdóms segir að Sjóvá þurfi að greiða eigandanum vátryggingabætur upp á 163,6 milljónir en þó hlutfallslega samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Þannig er tekið fram að þrátt fyrir að eigandinn hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina, hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma endurbyggingina, sem sé skilyrði fyrir því að réttur til greiðslu bótanna stofnist honum til handa. Þá þarf Sjóvá að greiða fimm milljónir í málskostnað vegna málsins.
Akureyri Dómsmál Slökkvilið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira