Vissi ekki af áformum útgerðarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2020 19:44 Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af áformum fimm útgerðarfélaga, um að draga kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka, þegar hann lét hörð orð falla um kröfur félaganna á Alþingi fyrr í vikunni. Hann fagnar ákvörðun útgerðarfélaganna um að falla frá kröfum sínum. Á þingfundi á þriðjudaginn voru ráðherrar harðorðir í garð þeirra sjö útgerðarfyrirtækja sem gert höfðu kröfur upp á rúma tíu milljarða á hendur ríkinu vegna skaða sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta. Sjá einnig: Útgerðin fái reikninginn, ekki skattgreiðendur Daginn eftir barst yfirlýsing frá fimm útgerðarfélaganna þar sem því er lýst yfir að þau dragi kröfur sínar til baka. Í Morgunblaðinu í gær sagði stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýni ráðherranna hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun félagsins um að falla frá kröfum sínum. Stjórn félagsins hafi á þriðjudaginn fallist á ósk aðaleiganda félagsins sem barst deginum áður um að hætta við málshöfðunina. Einum ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið greint frá þeirri ákvörðun. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vekur athygli á þessu á Facebook í dag þar sem hún gefur sér, að sökum þessa, hafi ríkisstjórnin haft vitneskju um málið. áður en þau fluttu ræður sínar á Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um áform fyrirtækjanna. „Ég hafði ekki haft neinar spurnir af því. Ég hafði hins vegar heyrt mikla gagnrýni og ég veit að sú gagnrýni hafði verið viðvarandi í langan tíma og allir þeir sem áttu hlutdeild að þessari málssókn vissu af þeirri gagnrýni,“ segir Bjarni. Honum þyki ánægjulegt að félögin hafi fallið frá kröfum sínum. „Ég vonast til þess að það verði endalok þessarar skaðabótakröfu. Menn sýndu fram á að lögum hefði ekki verið fylgt og það er útaf fyrir sig alvarlegt mál en mér fannst engin sanngirni í því að það gæti endað með skaðabótakröfu úr ríkissjóði fyrir þessum fjárhæðum. Það fannst mér bara alls ekki geta gengið upp.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af áformum fimm útgerðarfélaga, um að draga kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka, þegar hann lét hörð orð falla um kröfur félaganna á Alþingi fyrr í vikunni. Hann fagnar ákvörðun útgerðarfélaganna um að falla frá kröfum sínum. Á þingfundi á þriðjudaginn voru ráðherrar harðorðir í garð þeirra sjö útgerðarfyrirtækja sem gert höfðu kröfur upp á rúma tíu milljarða á hendur ríkinu vegna skaða sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta. Sjá einnig: Útgerðin fái reikninginn, ekki skattgreiðendur Daginn eftir barst yfirlýsing frá fimm útgerðarfélaganna þar sem því er lýst yfir að þau dragi kröfur sínar til baka. Í Morgunblaðinu í gær sagði stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýni ráðherranna hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun félagsins um að falla frá kröfum sínum. Stjórn félagsins hafi á þriðjudaginn fallist á ósk aðaleiganda félagsins sem barst deginum áður um að hætta við málshöfðunina. Einum ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið greint frá þeirri ákvörðun. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vekur athygli á þessu á Facebook í dag þar sem hún gefur sér, að sökum þessa, hafi ríkisstjórnin haft vitneskju um málið. áður en þau fluttu ræður sínar á Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um áform fyrirtækjanna. „Ég hafði ekki haft neinar spurnir af því. Ég hafði hins vegar heyrt mikla gagnrýni og ég veit að sú gagnrýni hafði verið viðvarandi í langan tíma og allir þeir sem áttu hlutdeild að þessari málssókn vissu af þeirri gagnrýni,“ segir Bjarni. Honum þyki ánægjulegt að félögin hafi fallið frá kröfum sínum. „Ég vonast til þess að það verði endalok þessarar skaðabótakröfu. Menn sýndu fram á að lögum hefði ekki verið fylgt og það er útaf fyrir sig alvarlegt mál en mér fannst engin sanngirni í því að það gæti endað með skaðabótakröfu úr ríkissjóði fyrir þessum fjárhæðum. Það fannst mér bara alls ekki geta gengið upp.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira