Ósátt við að Ísland sé auglýst með peysum sem ekki eru prjónaðar hér á landi Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2020 12:40 Fátt er íslenskara en lopapeysan. En það þyrfti að segja Þuríði formanni Handprjónasambandsins tvisvar og aftur þá að þessi peysa sé prjónuð á Íslandi en ekki í Kína. Í gær var keyrð af stað herferð sem gengur út á að auglýsa íslenskar afurðir. Heilsíðuauglýsing birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni: „Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér“. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum er sú nöturlega staðreynd að ein fyrirsætan á myndinni, en á auglýsingunni getur að líta mynd af fjögurra manna fjölskyldu, er í peysu frá Farmers Market. Þuríði Einarsdóttur, sem er formaður Handprjónasambandsins, henni er ekki skemmt: Þuríður Einarsdóttir segir að hér sé alltof langt gengið. „Konan er í peysu sem í fljótu bragði gæti litið út eins og lopapeysa. En þessa peysu má finna á sölusíðunni hjá Farmers Market og það þarf að sýna mér fram á eitthvað annað það ef á að sannfæra mig um að þessi peysa sé ekki prjónuð í Kína eða Litháen,“ segir Þuríður. Pínlegt samhengi Atvinnulífið er líf okkar allra, segir í texta herferðarinnar: „Til að samfélagið okkar virki þurfa ótal þættir að koma saman. Atvinnulífið er þéttriðið net af framleiðslu, verslun og þjónustu, samofið lífinu í landinu. Við eigum allt okkar undir að halda því gangandi. Í hvert sinn sem þú velur íslenskar vörur í búðinni eða kaupir þjónustu af íslensku fyrirtæki hefur þú jákvæð áhrif um allt samfélagið.“ Í auglýsingunni er dregin upp sú mynd að vísitölufjölskyldan fer Gullna hringinn og þá tekur atvinnulífið kipp. „Þegar stelpan í sjoppunni við Geysi fer í klippingu á Selfossi kemur annar kippur…“ Fjölmörg virt íslensk samtök standa að auglýsingaherferðinni, öll þau helstu og standa þau á herðum sjálfu Stjórnarráði Íslands: Veljum íslenskt ... þegar hentar. Þuríður segir þetta skjóta skökku við. Fátt er íslenskara en lopapeysan. Hún segir það auðvitað svo að framleidd séu föt erlendis sem við svo kaupum. „En þegar það er komið út í að láta þetta líta út sem íslenskt en er ekki um leið og verið er að hvetja fólk til að kaupa íslenskt, þá er langt gengið.“ Vont að þau viti ekki betur Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem gerir auglýsinguna. Þuríður hefur sett sig í samband við teiknarann. „Já, stúlkuna sem gerir þessa auglýsingu. Hún var með stílista í þessu. Sá sem velur fötin þetta. Hún vissi ekki betur en að fólkið væri í íslenskum fötum,“ segir Þuríður og segir það eiginlega verra ef eitthvað er. Að við séum komin þangað að fólk viti ekki betur þegar íslenska lopapeysan er annars vegar. Henni þykir það ekki gott til afspurnar. Og allt þetta tiltæki reyndar hið pínlegasta. Uppfært 5. júlí kl. 10:50 Upphafleg fyrirsögn var „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem fréttastofu hefur borist er umrædd peysa ekki framleidd í Kína og er fyrirsögnin því misvísandi. Beðist er velvirðingar á þessu. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Prjónaskapur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Í gær var keyrð af stað herferð sem gengur út á að auglýsa íslenskar afurðir. Heilsíðuauglýsing birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni: „Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér“. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum er sú nöturlega staðreynd að ein fyrirsætan á myndinni, en á auglýsingunni getur að líta mynd af fjögurra manna fjölskyldu, er í peysu frá Farmers Market. Þuríði Einarsdóttur, sem er formaður Handprjónasambandsins, henni er ekki skemmt: Þuríður Einarsdóttir segir að hér sé alltof langt gengið. „Konan er í peysu sem í fljótu bragði gæti litið út eins og lopapeysa. En þessa peysu má finna á sölusíðunni hjá Farmers Market og það þarf að sýna mér fram á eitthvað annað það ef á að sannfæra mig um að þessi peysa sé ekki prjónuð í Kína eða Litháen,“ segir Þuríður. Pínlegt samhengi Atvinnulífið er líf okkar allra, segir í texta herferðarinnar: „Til að samfélagið okkar virki þurfa ótal þættir að koma saman. Atvinnulífið er þéttriðið net af framleiðslu, verslun og þjónustu, samofið lífinu í landinu. Við eigum allt okkar undir að halda því gangandi. Í hvert sinn sem þú velur íslenskar vörur í búðinni eða kaupir þjónustu af íslensku fyrirtæki hefur þú jákvæð áhrif um allt samfélagið.“ Í auglýsingunni er dregin upp sú mynd að vísitölufjölskyldan fer Gullna hringinn og þá tekur atvinnulífið kipp. „Þegar stelpan í sjoppunni við Geysi fer í klippingu á Selfossi kemur annar kippur…“ Fjölmörg virt íslensk samtök standa að auglýsingaherferðinni, öll þau helstu og standa þau á herðum sjálfu Stjórnarráði Íslands: Veljum íslenskt ... þegar hentar. Þuríður segir þetta skjóta skökku við. Fátt er íslenskara en lopapeysan. Hún segir það auðvitað svo að framleidd séu föt erlendis sem við svo kaupum. „En þegar það er komið út í að láta þetta líta út sem íslenskt en er ekki um leið og verið er að hvetja fólk til að kaupa íslenskt, þá er langt gengið.“ Vont að þau viti ekki betur Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem gerir auglýsinguna. Þuríður hefur sett sig í samband við teiknarann. „Já, stúlkuna sem gerir þessa auglýsingu. Hún var með stílista í þessu. Sá sem velur fötin þetta. Hún vissi ekki betur en að fólkið væri í íslenskum fötum,“ segir Þuríður og segir það eiginlega verra ef eitthvað er. Að við séum komin þangað að fólk viti ekki betur þegar íslenska lopapeysan er annars vegar. Henni þykir það ekki gott til afspurnar. Og allt þetta tiltæki reyndar hið pínlegasta. Uppfært 5. júlí kl. 10:50 Upphafleg fyrirsögn var „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem fréttastofu hefur borist er umrædd peysa ekki framleidd í Kína og er fyrirsögnin því misvísandi. Beðist er velvirðingar á þessu.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Prjónaskapur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira