Töldu meiri smithættu af því að vísa fólki af samstöðufundinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2020 13:53 Mikill fjöldi var samankominn á Austurvelli í gær vegna ástandsins vestanhafs. Víðir Reynisson segir að það hafi ekki verið samkvæmt sóttvararreglum en lögreglan hafi metið það svo að smithætta myndi aukast yrði fólki vísað af svæðinu. Vísir/Egill/Vilhelm „Auðvitað er þetta ekki samkvæmt þeim reglum sem eru í gildi þar sem mikill mannfjöldi kom saman. Það var mat lögreglunnar þegar þetta er orðið að það að fara að dreifa mannfjöldanum, biðja fólk að fara eitthvað, hefði ekki þjónað markmiðum sóttvarna. Það er að segja að ýta fólki þétt saman meðan það er að fara,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman í gær á samstöðufundi á Austurvelli vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Við vissum af þessum fundi fyrir fram og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í góðum samskiptum við skipuleggjendur fundarins og þeir áttu ekki von á að þarna kæmu fleiri en 200 manns í sínum undirbúningi,“ segir Víðir. Hann segir þó að skipuleggjendur hafi verið með viðbúnað til að hægt væri að halda fjarlægð, dreifðu grímum og voru með fólk á staðnum sem stýrði umferð. „Lögreglan kom á staðin og var þarna í gær fyrst og fremst til að sýna samstöðu. Síðan mæta miklu fleiri en gert er ráð fyrir,“ segir Víðir. „Svo er tilefni fundarins auðvitað mjög alvarlegt og lögreglan hefur verið að sýna samstöðu með þessu gegn kynþáttafordómum.“ Aðgangsstýring nauðsynleg í framhaldinu Lögregla og skipuleggjendur fundarins minntu fólk á að halda fjarlægð en Víðir segir að ekki hafi verið hægt að ráða við mannfjöldann. „Skipuleggjendur reyndu hvað þeir gátu til að uppfylla skilyrðin en þau réðu ekki við það hversu margir vildu koma og sýna samstöðu og þannig fór sem fór.“ Hann segir að mannfjöldinn hafi verið mun meiri en hann hefði viljað sjá en mat lögreglunnar var að skynsamlegast væri að leiðbeina fólki, reyna að nýta allt plássið á svæðinu og dreifa mannfjöldanum eins og hægt var um Austurvöll. „Allir eru sammála að þetta er ekki það sem menn hefðu viljað í fjölda en sýnir alvarleika málsins sem þarna var fjallað um og þá miklu samstöðu sem ríkir mjög víða gegn kynþáttafordómum.“ Víðir segir að margt hafi lærst af viðburðinum. „Þegar einhverjar svona samkomur eru skipulagðar þarf að passa betur upp á þetta og ég held að við viljum öll læra af þessu og munum gera það.“ Hann segir að skipuleggjendur verði að huga að þessum málum og að lögreglan hafi jafnframt lært af þessu. „Við munum væntanlega þá bregðast öðruvísi við í undirbúningi á þessum uppákomum eða samkomum sem við vitum að standa fyrir dyrum út um allt, alls konar hátíðir og svona.“ „Ég hugsa að það verði skarpari kröfur frá okkur um að þegar menn standa fyrir uppákomum að það sé hægt að aðgangsstýra þeim þannig að þegar hámarksfjölda er náð að þá er ekki fleirum hleypt inn á svæðið. Eitt af því sem við sjáum í þessu er að ef svona samkoma er aftur boðuð á Austurvelli þá þyrfti einhvern vegin að tryggja það að inn á það svæði færu ekki fleiri en leyfilegt er hverju sinni.“ Almenningur þarf að sýna ábyrgð Hann segir að vel gæti verið að hægt sé að skipuleggja viðburði þannig að passað sé upp á 200 manna regluna en að fleiri komi saman. Þá þyrfti að skipta fólki í hólf, passa að enginn samgangur sé milli þeirra og að fólkið í hverju hólfi komi og fari á ákveðnum stað sem aðrir komist ekki í gegn um líkt og gert verður á íþróttaviðburðum. „Það eru til alls konar leiðir til að virða sóttvarnarráðstafanir en þarna fór þetta ekki eins og við vildum en ég held það skilji allir að málið var brýnt og allir vilja sýna samstöðu með þessu. Við hefðum kannski getað séð þetta fyrir að málefni sem að er okkur mörgum mjög mikilvægt að sýna samstöðu með að það hefði mátt búast við meiri mannfjölda en 200 þó svo að ráðstafanir hafi miðað við það.“ Þá segir hann að fólk þurfi að vera vakandi sjálft fyrir því hvort of margir séu á hverjum stað. Ábyrgðin sé ekki síður í höndum almennings. „Eins og allt sem við höfum gert í faraldrinum hingað til þá erum við að setja viðmið og við erum að setja fram leiðbeiningar og öll þjóðin og allt samfélagið okkar þekkir þessar leiðbeiningar og þekkir þessar reglur og við verðum sjálf að sýna ábyrgð að þegar við komum á stað og sjáum að þar er miklu meira fólk en má vera þá bætumst við ekki bara í hópinn heldur hverfum frá. Reykjavík Lögreglumál Dauði George Floyd Tengdar fréttir „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06 Fjölmenni á samstöðumótmælum á Austurvelli Mörghundruð manns hafa nú safnast saman á samstöðumótmælum á Austurvelli sem hófust klukkan 16:30. 3. júní 2020 17:18 „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki samkvæmt þeim reglum sem eru í gildi þar sem mikill mannfjöldi kom saman. Það var mat lögreglunnar þegar þetta er orðið að það að fara að dreifa mannfjöldanum, biðja fólk að fara eitthvað, hefði ekki þjónað markmiðum sóttvarna. Það er að segja að ýta fólki þétt saman meðan það er að fara,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman í gær á samstöðufundi á Austurvelli vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Við vissum af þessum fundi fyrir fram og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í góðum samskiptum við skipuleggjendur fundarins og þeir áttu ekki von á að þarna kæmu fleiri en 200 manns í sínum undirbúningi,“ segir Víðir. Hann segir þó að skipuleggjendur hafi verið með viðbúnað til að hægt væri að halda fjarlægð, dreifðu grímum og voru með fólk á staðnum sem stýrði umferð. „Lögreglan kom á staðin og var þarna í gær fyrst og fremst til að sýna samstöðu. Síðan mæta miklu fleiri en gert er ráð fyrir,“ segir Víðir. „Svo er tilefni fundarins auðvitað mjög alvarlegt og lögreglan hefur verið að sýna samstöðu með þessu gegn kynþáttafordómum.“ Aðgangsstýring nauðsynleg í framhaldinu Lögregla og skipuleggjendur fundarins minntu fólk á að halda fjarlægð en Víðir segir að ekki hafi verið hægt að ráða við mannfjöldann. „Skipuleggjendur reyndu hvað þeir gátu til að uppfylla skilyrðin en þau réðu ekki við það hversu margir vildu koma og sýna samstöðu og þannig fór sem fór.“ Hann segir að mannfjöldinn hafi verið mun meiri en hann hefði viljað sjá en mat lögreglunnar var að skynsamlegast væri að leiðbeina fólki, reyna að nýta allt plássið á svæðinu og dreifa mannfjöldanum eins og hægt var um Austurvöll. „Allir eru sammála að þetta er ekki það sem menn hefðu viljað í fjölda en sýnir alvarleika málsins sem þarna var fjallað um og þá miklu samstöðu sem ríkir mjög víða gegn kynþáttafordómum.“ Víðir segir að margt hafi lærst af viðburðinum. „Þegar einhverjar svona samkomur eru skipulagðar þarf að passa betur upp á þetta og ég held að við viljum öll læra af þessu og munum gera það.“ Hann segir að skipuleggjendur verði að huga að þessum málum og að lögreglan hafi jafnframt lært af þessu. „Við munum væntanlega þá bregðast öðruvísi við í undirbúningi á þessum uppákomum eða samkomum sem við vitum að standa fyrir dyrum út um allt, alls konar hátíðir og svona.“ „Ég hugsa að það verði skarpari kröfur frá okkur um að þegar menn standa fyrir uppákomum að það sé hægt að aðgangsstýra þeim þannig að þegar hámarksfjölda er náð að þá er ekki fleirum hleypt inn á svæðið. Eitt af því sem við sjáum í þessu er að ef svona samkoma er aftur boðuð á Austurvelli þá þyrfti einhvern vegin að tryggja það að inn á það svæði færu ekki fleiri en leyfilegt er hverju sinni.“ Almenningur þarf að sýna ábyrgð Hann segir að vel gæti verið að hægt sé að skipuleggja viðburði þannig að passað sé upp á 200 manna regluna en að fleiri komi saman. Þá þyrfti að skipta fólki í hólf, passa að enginn samgangur sé milli þeirra og að fólkið í hverju hólfi komi og fari á ákveðnum stað sem aðrir komist ekki í gegn um líkt og gert verður á íþróttaviðburðum. „Það eru til alls konar leiðir til að virða sóttvarnarráðstafanir en þarna fór þetta ekki eins og við vildum en ég held það skilji allir að málið var brýnt og allir vilja sýna samstöðu með þessu. Við hefðum kannski getað séð þetta fyrir að málefni sem að er okkur mörgum mjög mikilvægt að sýna samstöðu með að það hefði mátt búast við meiri mannfjölda en 200 þó svo að ráðstafanir hafi miðað við það.“ Þá segir hann að fólk þurfi að vera vakandi sjálft fyrir því hvort of margir séu á hverjum stað. Ábyrgðin sé ekki síður í höndum almennings. „Eins og allt sem við höfum gert í faraldrinum hingað til þá erum við að setja viðmið og við erum að setja fram leiðbeiningar og öll þjóðin og allt samfélagið okkar þekkir þessar leiðbeiningar og þekkir þessar reglur og við verðum sjálf að sýna ábyrgð að þegar við komum á stað og sjáum að þar er miklu meira fólk en má vera þá bætumst við ekki bara í hópinn heldur hverfum frá.
Reykjavík Lögreglumál Dauði George Floyd Tengdar fréttir „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06 Fjölmenni á samstöðumótmælum á Austurvelli Mörghundruð manns hafa nú safnast saman á samstöðumótmælum á Austurvelli sem hófust klukkan 16:30. 3. júní 2020 17:18 „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06
Fjölmenni á samstöðumótmælum á Austurvelli Mörghundruð manns hafa nú safnast saman á samstöðumótmælum á Austurvelli sem hófust klukkan 16:30. 3. júní 2020 17:18
„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58