Kári telur rétt og skynsamlegt að bjóða ferðamenn velkomna Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 13:14 Kári Stefánsson hefur staðið í ströngu vegna skimunarmála í tengslum við Covid-19. Hér má sjá hann þramma ábúðarfullan niður tröppur stjórnarráðsins en í humátt á eftir fylgir aðstoðarmaður hans, Þóra Kristín Ástgeirsdóttir. visir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur fráleitt annað en að opna landið fyrir ferðamönnum. Með tilteknum skilyrðum. Hann telur áhættuna ásættanlega. „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Kári í grein sem hann skrifar og birti á Vísi nú fyrir stundu. „Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans,“ segir niðurlagi greinarinnar en hann færir rök fyrir því að skynsamlegt og rétt sé að opna landið sem og að skima ferðamenn sem hafi á því vit að vilja koma til Íslands. Kári segir að prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann hafi gagnrýnt hugmyndir um opnun landsins en það hljóti svo að vera því þau eru þar með að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra, eins og Kári orðar það. „Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku.“ Kári tekur það sérstaklega fram að skimunarverkefnið, sem hefur verið umdeilt meðal þeirra sem vilja fara varlega, sé á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur fráleitt annað en að opna landið fyrir ferðamönnum. Með tilteknum skilyrðum. Hann telur áhættuna ásættanlega. „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Kári í grein sem hann skrifar og birti á Vísi nú fyrir stundu. „Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans,“ segir niðurlagi greinarinnar en hann færir rök fyrir því að skynsamlegt og rétt sé að opna landið sem og að skima ferðamenn sem hafi á því vit að vilja koma til Íslands. Kári segir að prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann hafi gagnrýnt hugmyndir um opnun landsins en það hljóti svo að vera því þau eru þar með að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra, eins og Kári orðar það. „Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku.“ Kári tekur það sérstaklega fram að skimunarverkefnið, sem hefur verið umdeilt meðal þeirra sem vilja fara varlega, sé á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15