Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. júní 2020 19:46 Bryndís, Ragnhildur og Atli eru foreldrar barna í hverfinu. Vísir/Baldur Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2011 fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd 9 ára barns fyrir samskonar athæfi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur til lögreglu eftir dóminn. Síðast á föstudaginn eftir að hann snerti sig í glugganum ber að neðan og horfði á börn sem voru að leik. Í samtali við fréttastofu segir faðir þriggja ára barns sem var á staðnum að hann hafi strax tilkynnt atvikið til lögreglu. Þá urðu tveir níu ára drengir vitni af manninum bera sig í tvígang í lok síðasta árs. Þeir sögðu foreldrum sínum frá sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Tekin var skýrsla af drengjunum í Barnahúsi. Mæður drengjanna segja atvikin hafa tekið mikið á þá. Þeir þori til að mynda ekki að ganga fram hjá íbúðinni og þurfi til fylgd í skólann. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn.Stöð 2 „Þá breyttist hegðunin hans í skólanum. Það var haft samband við mig og spurt hvort það væri eitthvað sem hefði gerst. Hegðunin varð allt í einu mjög undarleg og það benti til þess að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á hann,“ segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir, móðir annars drengsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mál mannsins til skoðunar en ekki fengust frekari upplýsingar. Foreldrarnir segjast ráðalausir. Þetta hafi ítrekað gerst í fjölda ára en enginn virðist geta gert neitt þar sem maðurinn geri þetta inni á heimili sínu. „Mér finnst það ekki boðlegt að börnin í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvelli án þess að þurfa að lenda í svona atviki. Þetta er búið að vera í það langan tíma og að það skuli ekkert hafa gerst í þessu máli, það er náttúrulega bara alveg forkastanlegt,“ segir Ragnhildur. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2011 fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd 9 ára barns fyrir samskonar athæfi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur til lögreglu eftir dóminn. Síðast á föstudaginn eftir að hann snerti sig í glugganum ber að neðan og horfði á börn sem voru að leik. Í samtali við fréttastofu segir faðir þriggja ára barns sem var á staðnum að hann hafi strax tilkynnt atvikið til lögreglu. Þá urðu tveir níu ára drengir vitni af manninum bera sig í tvígang í lok síðasta árs. Þeir sögðu foreldrum sínum frá sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Tekin var skýrsla af drengjunum í Barnahúsi. Mæður drengjanna segja atvikin hafa tekið mikið á þá. Þeir þori til að mynda ekki að ganga fram hjá íbúðinni og þurfi til fylgd í skólann. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn.Stöð 2 „Þá breyttist hegðunin hans í skólanum. Það var haft samband við mig og spurt hvort það væri eitthvað sem hefði gerst. Hegðunin varð allt í einu mjög undarleg og það benti til þess að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á hann,“ segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir, móðir annars drengsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mál mannsins til skoðunar en ekki fengust frekari upplýsingar. Foreldrarnir segjast ráðalausir. Þetta hafi ítrekað gerst í fjölda ára en enginn virðist geta gert neitt þar sem maðurinn geri þetta inni á heimili sínu. „Mér finnst það ekki boðlegt að börnin í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvelli án þess að þurfa að lenda í svona atviki. Þetta er búið að vera í það langan tíma og að það skuli ekkert hafa gerst í þessu máli, það er náttúrulega bara alveg forkastanlegt,“ segir Ragnhildur.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira