Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 17:57 Hagar opnuðu verslun Bónuss á Korputorgi í mars 2009. vísir/eyþór Landsréttur dæmdi í dag í máli Haga hf. gegn Korputorgi ehf. og SMI ehf. þeim síðarnefndu í vil. Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 26. júní 2019 og var Korputorg og SMI sýknað af kröfum Haga auk þess sem Högum er gert að greiða hvoru félaginu fyrir sig 1.250.000 krónur. Hagar og SMI gerðu með sér leigusamning 1. september 2007 um hluta af verslunarmiðstöð sem fyrirhugað var að byggja við Blikastaðarveg 2-8 í Reykjavík, sem síðar varð Korputorg. Hagar hafa rekið matvöruverslun í nafni Bónus í húsnæðinu frá því það var tekið í notkun. Í leigusamningnum sem gerður var milli Haga og SMI er mælt fyrir um að Hagar skuli eiga forkaupsrétt að hinu leigða húsnæði. Húsnæðið var á þessum tíma í eigu Stekkjarbrekkna ehf. sem var dótturfélag SMI. Árið 2014 voru Stekkjarbrekkur sameinaðar SMI. Það var svo í desember 2013 sem allt húsnæðið að Blikastöðum 2-8 var seld Korputorgi ehf. en í kaupsamningnum er tekið fram að það sé forsenda hans að allir leigusamningar sem seljandi, SMI ehf., hefur gert við leigutaka muni halda gildi sínu og færast óbreyttir til kaupanda. Að sögn SMI fyrir dómi voru kaupin liður í uppgjöri félagsins við lánadrottna og var kaupandinn, Korputorg ehf., í eigu Davíðs Freys Albertssonar og Maríu Rúnarsdóttur sem einnig voru hluthafar í SMI og stjórnendur í báðum félögunum. Högum var því ekki boðið að nýta sér forkaupsréttinn þar sem ekki hafi verið um eiginleg fasteignakaup að ræða heldur lið í endurskipulagningu á SMI auk þess sem ekki hafi verið um að ræða sölu á húsnæðinu til þriðja aðila. Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli Haga hf. gegn Korputorgi ehf. og SMI ehf. þeim síðarnefndu í vil. Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 26. júní 2019 og var Korputorg og SMI sýknað af kröfum Haga auk þess sem Högum er gert að greiða hvoru félaginu fyrir sig 1.250.000 krónur. Hagar og SMI gerðu með sér leigusamning 1. september 2007 um hluta af verslunarmiðstöð sem fyrirhugað var að byggja við Blikastaðarveg 2-8 í Reykjavík, sem síðar varð Korputorg. Hagar hafa rekið matvöruverslun í nafni Bónus í húsnæðinu frá því það var tekið í notkun. Í leigusamningnum sem gerður var milli Haga og SMI er mælt fyrir um að Hagar skuli eiga forkaupsrétt að hinu leigða húsnæði. Húsnæðið var á þessum tíma í eigu Stekkjarbrekkna ehf. sem var dótturfélag SMI. Árið 2014 voru Stekkjarbrekkur sameinaðar SMI. Það var svo í desember 2013 sem allt húsnæðið að Blikastöðum 2-8 var seld Korputorgi ehf. en í kaupsamningnum er tekið fram að það sé forsenda hans að allir leigusamningar sem seljandi, SMI ehf., hefur gert við leigutaka muni halda gildi sínu og færast óbreyttir til kaupanda. Að sögn SMI fyrir dómi voru kaupin liður í uppgjöri félagsins við lánadrottna og var kaupandinn, Korputorg ehf., í eigu Davíðs Freys Albertssonar og Maríu Rúnarsdóttur sem einnig voru hluthafar í SMI og stjórnendur í báðum félögunum. Högum var því ekki boðið að nýta sér forkaupsréttinn þar sem ekki hafi verið um eiginleg fasteignakaup að ræða heldur lið í endurskipulagningu á SMI auk þess sem ekki hafi verið um að ræða sölu á húsnæðinu til þriðja aðila.
Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira