Mennirnir tveir sem voru handteknir eru með virk smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2020 19:46 Mennirnir verða fluttir á farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Vísir/Friðrik Þór Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra. Alls voru þrír handteknir í gær, en tveir þeirra reyndust smitaðir. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir að mennirnir verði á Selfossi í nótt. Á morgun verður þeim komið í farsóttarhúsið þar sem þeir verða í einangrun. „Á morgun þá hitta þeir lækni og það verður farið yfir málið með þeim. Þeir eru ekki orðnir veikir en þurfa að komast undir læknishendur til skoðunar.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Alvarlegasta brotið á sóttkví Víðir segir að málið sé langalvarlegasta brot á sóttkví sem komið hefur upp hér á landi síðan samfélagslegum takmörkunum var komið á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann segir að mennirnir geti átt von á sektum vegna brots á sóttkví. „Það má reikna með því að þeir þurfi að ganga frá þeim málum þegar fram í sækir,“ segir Víðir. Hann segir málið vera á frumstigi, en að brotið á sóttkví sé rannsakað samhliða öðrum brotum sem mennirnir eru grunaðir um, það er að segja búðarhnuplinu. Vita hverjir hinir mennirnir eru en ekki hvar Víðir segir að nú sé þriggja annarra manna leitað vegna málsins. Þeir komu til landsins ásamt þeim þremur sem voru handteknir. „Þeir voru sex saman sem komu til landsins og við erum að reyna að ná til þeirra þriggja sem voru ekki með í þessu verkefni þeirra. Bæði viljum við ná til þeirra því þeir eiga að vera í sóttkví, en ekki síst vegna þess að við teljum hættu á því að þeir séu hugsanlega veikir líka,“ segir Víðir. Hann segir vitað um hvaða menn ræðir, en ekki sé vitað hvar þeir haldi sig nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra. Alls voru þrír handteknir í gær, en tveir þeirra reyndust smitaðir. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir að mennirnir verði á Selfossi í nótt. Á morgun verður þeim komið í farsóttarhúsið þar sem þeir verða í einangrun. „Á morgun þá hitta þeir lækni og það verður farið yfir málið með þeim. Þeir eru ekki orðnir veikir en þurfa að komast undir læknishendur til skoðunar.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Alvarlegasta brotið á sóttkví Víðir segir að málið sé langalvarlegasta brot á sóttkví sem komið hefur upp hér á landi síðan samfélagslegum takmörkunum var komið á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann segir að mennirnir geti átt von á sektum vegna brots á sóttkví. „Það má reikna með því að þeir þurfi að ganga frá þeim málum þegar fram í sækir,“ segir Víðir. Hann segir málið vera á frumstigi, en að brotið á sóttkví sé rannsakað samhliða öðrum brotum sem mennirnir eru grunaðir um, það er að segja búðarhnuplinu. Vita hverjir hinir mennirnir eru en ekki hvar Víðir segir að nú sé þriggja annarra manna leitað vegna málsins. Þeir komu til landsins ásamt þeim þremur sem voru handteknir. „Þeir voru sex saman sem komu til landsins og við erum að reyna að ná til þeirra þriggja sem voru ekki með í þessu verkefni þeirra. Bæði viljum við ná til þeirra því þeir eiga að vera í sóttkví, en ekki síst vegna þess að við teljum hættu á því að þeir séu hugsanlega veikir líka,“ segir Víðir. Hann segir vitað um hvaða menn ræðir, en ekki sé vitað hvar þeir haldi sig nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40
Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent