Haukur Helgi fer í nýtt lið Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 07:30 Haukur Helgi Pálsson til varnar gegn Galatasaray í janúar. VÍSIR/GETTY Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, mun finna sér nýtt félag til að spila fyrir á næstu leiktíð eftir að samningur hans við Unics Kazan í Rússlandi rann út. Haukur kom til Unics Kazan síðasta sumar en á samfélagsmiðlum félagsins kemur fram að hann sé á förum frá félaginu, og honum óskað velfarnaðar. @haukurpalsson . ! pic.twitter.com/H8lJQPMeTM— BC UNICS Kazan (@unicsbasket) June 14, 2020 Í samningi Hauks við rússneska félagið var möguleiki á eins árs framlengingu en það var ekki að heyra á Hauki í apríl að hann hefði mikinn áhuga á að vera áfram í Kazan, jafnvel þó að það að fara frá félaginu væri ef til vill áhættusamt á miklum óvissutímum vegna kórónuveirufaraldursins: „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, í apríl, greinilega ekki yfir sig hrifinn af þjálfara Unics Kazan. Unics var í 4. sæti hinnar austur-evrópsku VTB-deildar þegar leiktíðin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið var sömuleiðis komið í átta liða úrslit EuroCup þegar þeirri keppni var aflýst vegna faraldursins. Körfubolti Tengdar fréttir Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. 17. apríl 2020 07:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, mun finna sér nýtt félag til að spila fyrir á næstu leiktíð eftir að samningur hans við Unics Kazan í Rússlandi rann út. Haukur kom til Unics Kazan síðasta sumar en á samfélagsmiðlum félagsins kemur fram að hann sé á förum frá félaginu, og honum óskað velfarnaðar. @haukurpalsson . ! pic.twitter.com/H8lJQPMeTM— BC UNICS Kazan (@unicsbasket) June 14, 2020 Í samningi Hauks við rússneska félagið var möguleiki á eins árs framlengingu en það var ekki að heyra á Hauki í apríl að hann hefði mikinn áhuga á að vera áfram í Kazan, jafnvel þó að það að fara frá félaginu væri ef til vill áhættusamt á miklum óvissutímum vegna kórónuveirufaraldursins: „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, í apríl, greinilega ekki yfir sig hrifinn af þjálfara Unics Kazan. Unics var í 4. sæti hinnar austur-evrópsku VTB-deildar þegar leiktíðin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið var sömuleiðis komið í átta liða úrslit EuroCup þegar þeirri keppni var aflýst vegna faraldursins.
Körfubolti Tengdar fréttir Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. 17. apríl 2020 07:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. 17. apríl 2020 07:00