Hafró leggur til minni veiði á helstu stofnum Heimir Már Pétursson skrifar 16. júní 2020 11:15 Bjarni Sæmundsson rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknarstofnun leggur til minni veiði á helstu nytjastofnum á næsta fiskveiðiári. Töluverður niðurskurður er í ráðgjöf um veiðar á þorski, gullkarfa og hlýra en aukning í ýsu og síld. Hafrannsóknarstofnun leggur til sex prósenta skerðingu á þorskveiðum á næsta fiskveiðiári miðað við yfirstandandi fiskveiðiár.Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun leggur til að heimilt verði að veiða sex prósentum minna af þorski á næsta fiskveiðiári eða rúm 256 þúsund tonn í stað rúmlega 272 þúsund tonna á yfirstandandi fiskveiðiári. Hins vegar leggur stofnunin til níu prósenta aukningu í heimildum til ýsuveiða þannig að veiða megi tæplega fjörtíu og fimm þúsund og fjögur hundruð tonn. En gert sé ráð fyrir að veiðistofn ýsu stækki á næstu tveimur árum. Þá leggur Hafró til tveggja prósenta minni veiði á ufsa, eða um sjötíu og átta þúsund og og sex hundruð tonn. Árgangar gullkarfa hefur verið með lakasta móti allt frá árinu 2009 að sögn vísindamanna Hafrannsóknarstofnunar og þar af leiðandi hafi hrygningarstofninn minnkað á undanförnum árum. Lagt er til að veiðin á næsta fiskveiðiári sem hefst í ágúst verði níu prósentum minni en í ár eða rúmlega þrjátíu og átta þúsund og þrjú hundruð tonn. Hins vegar leggur stofnunin til aukningu á veiðiheimildum grálúðu um tíu prósent og veidd verði allt að 23.530 tonn. Stofn sumargotssíldarinnar hefur minnkað um 60 prósent á undanförnum áratug en nú eru horfur á að stofninn sé að jafna sig.Vísir/Vilhelm Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Engu að síður leggur Hafró til þriggja prósenta aukningu í veiðiheimildum á síldinni og veidd verði allt að þrjátíu og fimm þúsund og fimm hundruð tonn, enda fari nýliðun batnandi. Ástand hlýrastofnsins er alvarlegt að sögn Hafró sem leiggur aðeins til veiðar á rúmum þrjú hundruð tonnum og að heimilt verði að sleppa hlýra umfram veiðiheimildir. Þá hafi stofn keilu verið verulega ofmetinn síðustu ár og því leggur Hafró til umfangsmikla lækkun veiðiheimilda, eða um 41% frá fyrra ári. Efnahagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Fylgni er á milli sjálfbærra stofna og markvissrar fiskiveiðistjórnunar á vísindalegum grunni samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn. Niðurstöðurnar eru sagðar í samræmi við reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun. 12. febrúar 2020 09:15 Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun leggur til minni veiði á helstu nytjastofnum á næsta fiskveiðiári. Töluverður niðurskurður er í ráðgjöf um veiðar á þorski, gullkarfa og hlýra en aukning í ýsu og síld. Hafrannsóknarstofnun leggur til sex prósenta skerðingu á þorskveiðum á næsta fiskveiðiári miðað við yfirstandandi fiskveiðiár.Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun leggur til að heimilt verði að veiða sex prósentum minna af þorski á næsta fiskveiðiári eða rúm 256 þúsund tonn í stað rúmlega 272 þúsund tonna á yfirstandandi fiskveiðiári. Hins vegar leggur stofnunin til níu prósenta aukningu í heimildum til ýsuveiða þannig að veiða megi tæplega fjörtíu og fimm þúsund og fjögur hundruð tonn. En gert sé ráð fyrir að veiðistofn ýsu stækki á næstu tveimur árum. Þá leggur Hafró til tveggja prósenta minni veiði á ufsa, eða um sjötíu og átta þúsund og og sex hundruð tonn. Árgangar gullkarfa hefur verið með lakasta móti allt frá árinu 2009 að sögn vísindamanna Hafrannsóknarstofnunar og þar af leiðandi hafi hrygningarstofninn minnkað á undanförnum árum. Lagt er til að veiðin á næsta fiskveiðiári sem hefst í ágúst verði níu prósentum minni en í ár eða rúmlega þrjátíu og átta þúsund og þrjú hundruð tonn. Hins vegar leggur stofnunin til aukningu á veiðiheimildum grálúðu um tíu prósent og veidd verði allt að 23.530 tonn. Stofn sumargotssíldarinnar hefur minnkað um 60 prósent á undanförnum áratug en nú eru horfur á að stofninn sé að jafna sig.Vísir/Vilhelm Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Engu að síður leggur Hafró til þriggja prósenta aukningu í veiðiheimildum á síldinni og veidd verði allt að þrjátíu og fimm þúsund og fimm hundruð tonn, enda fari nýliðun batnandi. Ástand hlýrastofnsins er alvarlegt að sögn Hafró sem leiggur aðeins til veiðar á rúmum þrjú hundruð tonnum og að heimilt verði að sleppa hlýra umfram veiðiheimildir. Þá hafi stofn keilu verið verulega ofmetinn síðustu ár og því leggur Hafró til umfangsmikla lækkun veiðiheimilda, eða um 41% frá fyrra ári.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Fylgni er á milli sjálfbærra stofna og markvissrar fiskiveiðistjórnunar á vísindalegum grunni samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn. Niðurstöðurnar eru sagðar í samræmi við reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun. 12. febrúar 2020 09:15 Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Fylgni er á milli sjálfbærra stofna og markvissrar fiskiveiðistjórnunar á vísindalegum grunni samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn. Niðurstöðurnar eru sagðar í samræmi við reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun. 12. febrúar 2020 09:15
Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent