Arnfríður hæfust í Landsrétt Sylvía Hall skrifar 16. júní 2020 11:37 Fimm sóttu um embætti dómara við Landsrétt. Vísir/Vilhelm Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Arnfríður og Ástráður Haraldsson þóttu standa fremst umsækjenda en Arnfríður hafi verið færust til þess að ráða ágreiningsmálum til lykta. Fimm sóttu um embættið, þau Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. apríl. Í janúar á þessu ári ritaði Ástráður bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann vakti athygli á því að tveir umsækjendur væru þegar skipaðir dómarar við réttinn þegar tvö embætti voru auglýst til umsóknar í desember á síðasta ári. Áskildi hann sér þann rétt að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara yrðu metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Þá var Ása Ólafsdóttir prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands metin hæfust. Ástráður hefur áður sótt um embætti landsréttardómara, en hann var einn þeirra sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Í umsögn dómefndar segir að þegar matsþættir séu virtir í heild séu Arnfríður og Ástráður fremst en niðurstaðan sé sú að Arnfríður sé hæfust. „Hún hefur mesta reynslu þeirra af dómstörfum og hefur m.a. starfað sem landsréttardómari og verið forseti Félagsdóms um árabil. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnsýslustörfum og verulega reynslu af stjórnun auk þess sem hún hefur lokið háskólanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun,“ segir í umsögninni. „Síðast en ekki síst hefur Arnfríður sýnt í störfum sínum sem dómari að hún hefur gott vald jafnt á einkamála- sem sakamálaréttarfari og á auðvelt með að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“ Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt. Arnfríður og Ástráður Haraldsson þóttu standa fremst umsækjenda en Arnfríður hafi verið færust til þess að ráða ágreiningsmálum til lykta. Fimm sóttu um embættið, þau Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Helgi Sigurðsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. apríl. Í janúar á þessu ári ritaði Ástráður bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann vakti athygli á því að tveir umsækjendur væru þegar skipaðir dómarar við réttinn þegar tvö embætti voru auglýst til umsóknar í desember á síðasta ári. Áskildi hann sér þann rétt að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara yrðu metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Þá var Ása Ólafsdóttir prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands metin hæfust. Ástráður hefur áður sótt um embætti landsréttardómara, en hann var einn þeirra sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Í umsögn dómefndar segir að þegar matsþættir séu virtir í heild séu Arnfríður og Ástráður fremst en niðurstaðan sé sú að Arnfríður sé hæfust. „Hún hefur mesta reynslu þeirra af dómstörfum og hefur m.a. starfað sem landsréttardómari og verið forseti Félagsdóms um árabil. Einnig hefur hún mikla reynslu af stjórnsýslustörfum og verulega reynslu af stjórnun auk þess sem hún hefur lokið háskólanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun,“ segir í umsögninni. „Síðast en ekki síst hefur Arnfríður sýnt í störfum sínum sem dómari að hún hefur gott vald jafnt á einkamála- sem sakamálaréttarfari og á auðvelt með að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt.“
Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09
Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37