Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 19. júní 2020 09:00 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er ekki til þess fallið að bæta umgjörðina utan um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra manna að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þær sem frumvarpið leggur til muni fremur ýkja og ýfa fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Við höfum áður beint sjónum okkar að 8. grein frumvarpsins en nú tökum við til umfjöllunar álit okkar á Dyflinnarreglugerðinni og 11.grein frumvarpsins. Dyflinnarreglugerðin Dyflinnarreglugerðin hefur verið fastur liður í umræðunni um málefni flóttafólks- og hælisleitenda undanfarin ár. Frumvarp það sem hér er til umræðu virðist leggja upp með þá áætlun að beita Dyflinnarreglugerðinni þegar þess er nokkur kostur til að hafna bersýnilega tilhæfulausum umsóknum, að mati yfirvalda, hratt og örugglega. Að okkar mati gengur þetta gegn anda reglugerðarinnar. Dyflinnarreglugerðin var ekki gerð til að gefa ríkjum ástæðu til að varpa ábyrgð sinni á straumi flóttamanna yfir á önnur ríki hvenær sem kostur gefst. Mikilvægt er að undirstrika að Dyflinnarreglugerðin er heimild. Stjórnvöld mega sýna fólki í neyð mannúð þó að þau hafi fengið alþjóðlega vernd í landi sem er ófært um að veita þeim möguleika á mannsæmandi lífi. Þess vegna finnst okkur skjóta skökku við ef hin nýju lög draga úr mannúð Íslands gagnvart fólki í slíkri stöðu. 11. grein frumvarpsins Í greinargerð frumvarpsins um 11.gr. er tekið fram að ástæða ,,þykir til að breyta íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar svo að löggjöfin sjálf verði ekki aðalástæða þess að fólk leitar hingað til lands eftir alþjóðlegri vernd en þannig má draga úr frekari fjölgun umsókna." Einnig segir í 2. kafla greinargerðinnar: ,,Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur." Í þessu samhengi bendum við á þrjú mikilvæg atriði. 1) Í fyrsta lagi furðum við okkur á viðhorfi og vinnubrögðum frumvarpsflytjanda. Það er gríðarlega mikið til af gögnum, skýrslum og vitnisburðum um slæmar og ómannsæmandi aðstæður flóttafólks sem er með landvistarleyfi í löndum eins og Grikklandi, Ítalíu, Ungverjalandi eða Búlgaríu. Við getum ekki ímyndað okkur að yfirvöld hafi ekki nægar upplýsingar um aðstæður í þessum löndum og því verðum við að telja að þau kjósi að horfa framhjá þeim. Að horft sé framhjá mannréttindum fólks á flótta auk þess að virða ekki hugsjónir um samstarf innan álfunnar allrar í málaflokknum eru að okkar mati óásættanleg vinnubrögð. 2) Við setjum spurningarmerki við þau viðhorf sem birtast í greinargerðinni um nauðsyn breytinga á „íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar (...)" Íslensk löggjöf á að bregðast við raunverulegri þörf umsækjanda um alþjóðlega vernd sem er í samræmi við kröfur mannréttinda fyrst og síðast óháð viðmiðum nágrannaþjóða. 3) Í starfi okkar innan kirkjunnar leita til okkar margir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki. Þegar við hlustum á sögur þessara einstaklinga skiljum við hve margvíslegar ástæður eru fyrir því að þeir koma hingað til Íslands þrátt fyrirað hafa landvistarleyfi í Grikklandi eða á Ítalíu. Sumar ástæðurnar eru, að okkar mati, svo alvarlegar og sterkar að við teljum að umsóknirnar ættu að verða teknar til efnismeðferðar. Þess vegna fullyrðum við að mikilvægt sé að sérhver umsókn um vernd skuli eiga möguleika á efnismeðferð. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur, þar sem horft er til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka til frekari skoðunar. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er ekki til þess fallið að bæta umgjörðina utan um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra manna að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þær sem frumvarpið leggur til muni fremur ýkja og ýfa fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Við höfum áður beint sjónum okkar að 8. grein frumvarpsins en nú tökum við til umfjöllunar álit okkar á Dyflinnarreglugerðinni og 11.grein frumvarpsins. Dyflinnarreglugerðin Dyflinnarreglugerðin hefur verið fastur liður í umræðunni um málefni flóttafólks- og hælisleitenda undanfarin ár. Frumvarp það sem hér er til umræðu virðist leggja upp með þá áætlun að beita Dyflinnarreglugerðinni þegar þess er nokkur kostur til að hafna bersýnilega tilhæfulausum umsóknum, að mati yfirvalda, hratt og örugglega. Að okkar mati gengur þetta gegn anda reglugerðarinnar. Dyflinnarreglugerðin var ekki gerð til að gefa ríkjum ástæðu til að varpa ábyrgð sinni á straumi flóttamanna yfir á önnur ríki hvenær sem kostur gefst. Mikilvægt er að undirstrika að Dyflinnarreglugerðin er heimild. Stjórnvöld mega sýna fólki í neyð mannúð þó að þau hafi fengið alþjóðlega vernd í landi sem er ófært um að veita þeim möguleika á mannsæmandi lífi. Þess vegna finnst okkur skjóta skökku við ef hin nýju lög draga úr mannúð Íslands gagnvart fólki í slíkri stöðu. 11. grein frumvarpsins Í greinargerð frumvarpsins um 11.gr. er tekið fram að ástæða ,,þykir til að breyta íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar svo að löggjöfin sjálf verði ekki aðalástæða þess að fólk leitar hingað til lands eftir alþjóðlegri vernd en þannig má draga úr frekari fjölgun umsókna." Einnig segir í 2. kafla greinargerðinnar: ,,Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur." Í þessu samhengi bendum við á þrjú mikilvæg atriði. 1) Í fyrsta lagi furðum við okkur á viðhorfi og vinnubrögðum frumvarpsflytjanda. Það er gríðarlega mikið til af gögnum, skýrslum og vitnisburðum um slæmar og ómannsæmandi aðstæður flóttafólks sem er með landvistarleyfi í löndum eins og Grikklandi, Ítalíu, Ungverjalandi eða Búlgaríu. Við getum ekki ímyndað okkur að yfirvöld hafi ekki nægar upplýsingar um aðstæður í þessum löndum og því verðum við að telja að þau kjósi að horfa framhjá þeim. Að horft sé framhjá mannréttindum fólks á flótta auk þess að virða ekki hugsjónir um samstarf innan álfunnar allrar í málaflokknum eru að okkar mati óásættanleg vinnubrögð. 2) Við setjum spurningarmerki við þau viðhorf sem birtast í greinargerðinni um nauðsyn breytinga á „íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar (...)" Íslensk löggjöf á að bregðast við raunverulegri þörf umsækjanda um alþjóðlega vernd sem er í samræmi við kröfur mannréttinda fyrst og síðast óháð viðmiðum nágrannaþjóða. 3) Í starfi okkar innan kirkjunnar leita til okkar margir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki. Þegar við hlustum á sögur þessara einstaklinga skiljum við hve margvíslegar ástæður eru fyrir því að þeir koma hingað til Íslands þrátt fyrirað hafa landvistarleyfi í Grikklandi eða á Ítalíu. Sumar ástæðurnar eru, að okkar mati, svo alvarlegar og sterkar að við teljum að umsóknirnar ættu að verða teknar til efnismeðferðar. Þess vegna fullyrðum við að mikilvægt sé að sérhver umsókn um vernd skuli eiga möguleika á efnismeðferð. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur, þar sem horft er til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka til frekari skoðunar. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar