Hundruð starfa vegna milljarða króna framkvæmda á varnarsvæðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júní 2020 19:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir brýnt að viðhalda mannvirkjum, sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. Vísir/EPA Framkvæmdir fyrir rúmlega tuttugu og einn milljarð króna standa nú yfir eða eru í undirbúningi á varnarsvæðinu í Keflavík. Framkvæmdirnar eru að mestu fjármagnaðar af Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum en áætlað er að þeim ljúki árið 2023. Framlag Íslands er tæpur einn og hálfur milljarður. Utanríkisráðherra segir lítið viðhald hafa verið á þeim 140 varnartengdu mannvirkjum landsins undanfarna áratugi. Um sé að ræða uppsafnaða viðhaldsþörf. „Ávinningur Íslendinga er fyrst og fremst sá að við erum að tryggja öryggi og varnir landsins. Það er vandséð að við gætum gert það án þess að vera í samvinnu við aðra aðila,“ segir Guðlaugur Þór. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum og endurbótum á flugskýli 831, viðhaldi og endurbótum á flugbrautum, -hlöðum, akstursbrautum og ljósakerfi. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi vegna kórónuveirufaraldursins og segir ráðherra heppilegt að farið sé í framkvæmdirnar núna, enda skapi þær hundruð starfa. Aðalmálið sé þó að viðhalda þessum mannvirkjum sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. „Við kannski áttum okkur ekki á því að margt af því sem við nýtum hér á Íslandi, ljósleiðarinn til dæmis, hafnir, flugbrautir og margt fleira, er nokkuð sem hefur verið byggt upp í tengslum við og fjármagnað af Atlantshafsbandalaginu og út af tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin,“ bætir ráðherra við. Framkvæmdirnar voru ræddar á þingi í gær, þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fjölmörg verkefni brýnni en að auka útgjöld til vígbúnaðar. „Reynsla Suðurnesja og fleiri byggðarlaga á Íslandi af því að treysta á erlendan her sem vinnuveitanda er vægast sagt blendin. Herinn fór þegar honum sýndist og skildi eftir byggðarlög í sárum. Þar á meðal mína gömlu heimabyggð þegar herinn hvarf fyrirvaralaust af Heiðarfjalli og lagði niður stóran vinnustað.“ NATO Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Framkvæmdir fyrir rúmlega tuttugu og einn milljarð króna standa nú yfir eða eru í undirbúningi á varnarsvæðinu í Keflavík. Framkvæmdirnar eru að mestu fjármagnaðar af Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum en áætlað er að þeim ljúki árið 2023. Framlag Íslands er tæpur einn og hálfur milljarður. Utanríkisráðherra segir lítið viðhald hafa verið á þeim 140 varnartengdu mannvirkjum landsins undanfarna áratugi. Um sé að ræða uppsafnaða viðhaldsþörf. „Ávinningur Íslendinga er fyrst og fremst sá að við erum að tryggja öryggi og varnir landsins. Það er vandséð að við gætum gert það án þess að vera í samvinnu við aðra aðila,“ segir Guðlaugur Þór. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum og endurbótum á flugskýli 831, viðhaldi og endurbótum á flugbrautum, -hlöðum, akstursbrautum og ljósakerfi. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi vegna kórónuveirufaraldursins og segir ráðherra heppilegt að farið sé í framkvæmdirnar núna, enda skapi þær hundruð starfa. Aðalmálið sé þó að viðhalda þessum mannvirkjum sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. „Við kannski áttum okkur ekki á því að margt af því sem við nýtum hér á Íslandi, ljósleiðarinn til dæmis, hafnir, flugbrautir og margt fleira, er nokkuð sem hefur verið byggt upp í tengslum við og fjármagnað af Atlantshafsbandalaginu og út af tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin,“ bætir ráðherra við. Framkvæmdirnar voru ræddar á þingi í gær, þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fjölmörg verkefni brýnni en að auka útgjöld til vígbúnaðar. „Reynsla Suðurnesja og fleiri byggðarlaga á Íslandi af því að treysta á erlendan her sem vinnuveitanda er vægast sagt blendin. Herinn fór þegar honum sýndist og skildi eftir byggðarlög í sárum. Þar á meðal mína gömlu heimabyggð þegar herinn hvarf fyrirvaralaust af Heiðarfjalli og lagði niður stóran vinnustað.“
NATO Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira