Skökk skilaboð fyrirsagna draga úr jafnrétti á vinnumarkaði! Ásdís Eir Símonardóttir skrifar 24. júní 2020 12:00 Það vakti athygli í gær að Viðskiptablaðið breytti umtalaðri fyrirsögn úr „Byrjuðum saman á busaballinu“ yfir í „Stýrir nýjum 8 milljarða króna sjóði“. Viðtalið sem fékk þessa góðu endurskírn var við Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur og fjallar um krefjandi og spennandi verkefni sem hún á fyrir höndum ásamt því að fjallað er um hennar feril og persónu. Upphaflega fyrirsögnin fór öfugt ofan í marga, enda viðtalið bæði áhugavert og skemmtilegt og hæglega hægt að smíða nokkrar lokkandi fyrirsagnir úr viðfangsefni sem tengdust Margréti sjálfri, nýju áskoruninni sem hún stendur frammi fyrir, ferli hennar eða áhugamálum. Í staðinn var ákveðið að draga fram hvernig hún kynntist manninum sínum. Við höfum fjölmörg önnur dæmi um fjölmiðlaumfjöllun um konur þar sem fyrirsagnir eða myndbirting beinir kastljósi að tengdum karlmönnum frekar en afreki þeirra sjálfra. Þessi tilhneiging fjölmiðla var fönguð með beittum hætti í frábæru atriði áramótaskaupsins þegar fréttastjóri gagnrýnir blaðamann fyrir að nota mynd af samstarfsmanni við frétt um konu í viðskiptalífinu. Hann grípur til varna, bendir á að hann sé mjög femíniskur því hann hafi skrifað tvær fréttir um konuna hans Gunna Sigvalds í dag. „Ertu að tala um Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra?“ Stöðug skilaboð sem fyrirsagnir af þessu tagi senda hafa áhrif (ómeðvitað eða ekki) á viðhorf fólks, og það er hvorki það sem jafnréttisbaráttan né atvinnulífið þarf á að halda. Við sem störfum við mannauðsmál erum mjög meðvituð um að jöfn tækifæri karla og kvenna á vinnumarkaði gerast ekki af sjálfu sér. Það heimtir mikla vinnu og mörg sívökul augu að koma auga á ómeðvitaða fordóma sem við öll búum yfir, útrýma kynbundnum launamun og ójafnrétti þegar kemur að starfsumhverfi, tækifærum og framgangi í starfi. Íslenskur vinnumarkaður á enn of langt í land til að við getum sátt við unað. Ég vil því hrósa Viðskiptablaðinu fyrir að hafa hlustað á gagnrýnisraddir og gert breytingar. Lykillinn að raunverulegum árangri í jafnréttismálum er ekki að pakka í vörn þegar maður fær ábendingar, heldur miklu fremur að stuðla að menningu þar sem fólk hjálpast að með því að benda hvort öðru á ómeðvitaðar skekkjur og það sem betur má fara. Höfundur er formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli í gær að Viðskiptablaðið breytti umtalaðri fyrirsögn úr „Byrjuðum saman á busaballinu“ yfir í „Stýrir nýjum 8 milljarða króna sjóði“. Viðtalið sem fékk þessa góðu endurskírn var við Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur og fjallar um krefjandi og spennandi verkefni sem hún á fyrir höndum ásamt því að fjallað er um hennar feril og persónu. Upphaflega fyrirsögnin fór öfugt ofan í marga, enda viðtalið bæði áhugavert og skemmtilegt og hæglega hægt að smíða nokkrar lokkandi fyrirsagnir úr viðfangsefni sem tengdust Margréti sjálfri, nýju áskoruninni sem hún stendur frammi fyrir, ferli hennar eða áhugamálum. Í staðinn var ákveðið að draga fram hvernig hún kynntist manninum sínum. Við höfum fjölmörg önnur dæmi um fjölmiðlaumfjöllun um konur þar sem fyrirsagnir eða myndbirting beinir kastljósi að tengdum karlmönnum frekar en afreki þeirra sjálfra. Þessi tilhneiging fjölmiðla var fönguð með beittum hætti í frábæru atriði áramótaskaupsins þegar fréttastjóri gagnrýnir blaðamann fyrir að nota mynd af samstarfsmanni við frétt um konu í viðskiptalífinu. Hann grípur til varna, bendir á að hann sé mjög femíniskur því hann hafi skrifað tvær fréttir um konuna hans Gunna Sigvalds í dag. „Ertu að tala um Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra?“ Stöðug skilaboð sem fyrirsagnir af þessu tagi senda hafa áhrif (ómeðvitað eða ekki) á viðhorf fólks, og það er hvorki það sem jafnréttisbaráttan né atvinnulífið þarf á að halda. Við sem störfum við mannauðsmál erum mjög meðvituð um að jöfn tækifæri karla og kvenna á vinnumarkaði gerast ekki af sjálfu sér. Það heimtir mikla vinnu og mörg sívökul augu að koma auga á ómeðvitaða fordóma sem við öll búum yfir, útrýma kynbundnum launamun og ójafnrétti þegar kemur að starfsumhverfi, tækifærum og framgangi í starfi. Íslenskur vinnumarkaður á enn of langt í land til að við getum sátt við unað. Ég vil því hrósa Viðskiptablaðinu fyrir að hafa hlustað á gagnrýnisraddir og gert breytingar. Lykillinn að raunverulegum árangri í jafnréttismálum er ekki að pakka í vörn þegar maður fær ábendingar, heldur miklu fremur að stuðla að menningu þar sem fólk hjálpast að með því að benda hvort öðru á ómeðvitaðar skekkjur og það sem betur má fara. Höfundur er formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun