Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2020 12:19 Willum Þór Þórsson er formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Meirihluti fjárlaganefndar gerir í nefndaráliti sem dreift var á Alþingi í gær grein fyrir þremur tillögum að breytingum við frumvarp um fjáraukalög 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi. Sveitarfélögin sex sem fá samkvæmt tillögunni samtals 150 milljóna framlag úr ríkissjóði eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð. Ástæðan byggir á því að í nýlegri úttekt Byggðastofnunar kemur fram að umrædd sveitarfélög hafi treyst mjög á ferðaþjónustu og því hafi niðursveiflan af völdum kórónuveirufaraldursins komið sérstaklega illa við þau. Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í maí var veitt 250 milljóna framlag til Suðurnesja. „Svo er bara verið að vinna jöfnum höndum að því að meta stöðuna eins og hún er að þróast hjá sveitarfélögum víða um land,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Allt að 4,5 milljarðar vegna endurgreiðslu pakkaferða Þá gerir meirihlutinn breytingartillögu sem kveður á um heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að heimila Ferðaábyrgðasjóði sem er í vörslu Ferðamálastofu, til að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Heimildin miðist við allt að 4,5 milljarða króna, enda stofnist í því sambandi endurgreiðslukrafa á hendur ferðaskipuleggjendum eða smásölum. „Það er nú til að bregðast við þessari stöðu sem upp kemur, að endurgreiða ferðir sem að ekki hefur verið hægt að standa við,“ segir Willum. Ferðaábyrgðarsjóður hafi þannig það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi ferðaskipuleggjenda eða smásala og tryggja um leið hagsmuni neytenda. Með þessu fer fjáraukalagafrumvarpið upp í um það bil 70 milljarða að umfangi, en halda ber til haga að milljarðarnir 4,5 sem gert er ráð fyrir vegna þessa eru ekki bein útgjaldaaukning heldur fjárheimild sem síðan er gert ráð fyrir að ferðaskipuleggjendur greiði ríkinu til baka. Loks leggur meiri hlutinn til að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að auka heimild um framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um allt að 200 milljónir, úr 500 milljónum í 700. Fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu er það þriðja fyrir árið 2020 vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, og það umfangsmesta til þessa. Munar þar mestu um útgjaldaheimildir vegna vinnumarkaðsúrræða, hlutabótaleiðar og greiðslu launa í uppsagnarfresti. Umfang fjáraukalaganna þriggja sem þegar eru komin fram nemur samtals um það bil 103 milljörðum. Willum segir að fjáraukarnir verði örugglega fleiri á þessu ári. Fjáraukinn sem nú liggur fyrir þinginu er átjánda mál á dagskrá þingfundar í dag en óvíst er hvenær málið kemst að. Þingfundur hófst í morgun með áframhaldandi umræðu um frumvarp um heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðflokksins eru í miklum meirihluta á mælendaskrá en þeir hafa meðal annars lýst andstöðu við borgarlínu. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Skútustaðahreppur Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Bláskógabyggð Byggðamál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Meirihluti fjárlaganefndar gerir í nefndaráliti sem dreift var á Alþingi í gær grein fyrir þremur tillögum að breytingum við frumvarp um fjáraukalög 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi. Sveitarfélögin sex sem fá samkvæmt tillögunni samtals 150 milljóna framlag úr ríkissjóði eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð. Ástæðan byggir á því að í nýlegri úttekt Byggðastofnunar kemur fram að umrædd sveitarfélög hafi treyst mjög á ferðaþjónustu og því hafi niðursveiflan af völdum kórónuveirufaraldursins komið sérstaklega illa við þau. Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í maí var veitt 250 milljóna framlag til Suðurnesja. „Svo er bara verið að vinna jöfnum höndum að því að meta stöðuna eins og hún er að þróast hjá sveitarfélögum víða um land,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Allt að 4,5 milljarðar vegna endurgreiðslu pakkaferða Þá gerir meirihlutinn breytingartillögu sem kveður á um heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að heimila Ferðaábyrgðasjóði sem er í vörslu Ferðamálastofu, til að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Heimildin miðist við allt að 4,5 milljarða króna, enda stofnist í því sambandi endurgreiðslukrafa á hendur ferðaskipuleggjendum eða smásölum. „Það er nú til að bregðast við þessari stöðu sem upp kemur, að endurgreiða ferðir sem að ekki hefur verið hægt að standa við,“ segir Willum. Ferðaábyrgðarsjóður hafi þannig það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi ferðaskipuleggjenda eða smásala og tryggja um leið hagsmuni neytenda. Með þessu fer fjáraukalagafrumvarpið upp í um það bil 70 milljarða að umfangi, en halda ber til haga að milljarðarnir 4,5 sem gert er ráð fyrir vegna þessa eru ekki bein útgjaldaaukning heldur fjárheimild sem síðan er gert ráð fyrir að ferðaskipuleggjendur greiði ríkinu til baka. Loks leggur meiri hlutinn til að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að auka heimild um framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um allt að 200 milljónir, úr 500 milljónum í 700. Fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu er það þriðja fyrir árið 2020 vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, og það umfangsmesta til þessa. Munar þar mestu um útgjaldaheimildir vegna vinnumarkaðsúrræða, hlutabótaleiðar og greiðslu launa í uppsagnarfresti. Umfang fjáraukalaganna þriggja sem þegar eru komin fram nemur samtals um það bil 103 milljörðum. Willum segir að fjáraukarnir verði örugglega fleiri á þessu ári. Fjáraukinn sem nú liggur fyrir þinginu er átjánda mál á dagskrá þingfundar í dag en óvíst er hvenær málið kemst að. Þingfundur hófst í morgun með áframhaldandi umræðu um frumvarp um heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðflokksins eru í miklum meirihluta á mælendaskrá en þeir hafa meðal annars lýst andstöðu við borgarlínu.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Skútustaðahreppur Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Bláskógabyggð Byggðamál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira