Hjólreiðakona fékk heilahristing eftir að bílhurð var opnuð fyrir framan hana Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 06:25 Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti. Vísir/Vilhelm Flytja þurfti konu á sjúkrahús í gær sem féll af hjóli þegar bílhurð var opnuð fyrir akstursstefnu hennar. Sjúkraflutningamenn töldu hana hafa fengið heilahristing og var ekki hægt að ræða við hana á vettvangi sökum þess hve illa áttuð hún var. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir einnig að tilkynning hafi borist umferðarslys við Fífuna á tíunda tímanum í gær. Þar höfðu tvær ungar stúlkur verið á vespu og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Þær fóru yfir hól og féllu tvo metra niður og lentu á ljósastaur. Hvorug stúlkan var með hjálm samkvæmt dagbók lögreglu og voru þær fluttar á bráðadeild með áverka á höfði, höndum og hnjám. Þá var málið tilkynnt til Barnaverndar. Skömmu eftir klukkan átta í gærkvöldi stöðvuð lögregluþjónar bíl á Bústaðavegi en ökumaður hans reyndist sviptur ökuréttindum og þar að auki var hann með þriggja ára son sinn lausan í aftursæti bílsins. Maðurinn sagðist ekki hafa vitað að hann væri ekki með bílpróf en viðurkenndi að barn hans ætti að vera í bílstól. Barnsmóðir hans var einnig í aftursæti bílsins. Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti. Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjavíkurvegi rétt fyrir átta í gærkvöldi en sá reyndist ölvaður og hafði áður verið sviptur bílprófi. Ökumaður og farþegi annars bíls sem stöðvaður var í gærkvöldi eru grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna og lyfja. Lögðu lögregluþjónar hald á ætluð fíkniefni og söluhagnað fyrir rannsókn málsins. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Flytja þurfti konu á sjúkrahús í gær sem féll af hjóli þegar bílhurð var opnuð fyrir akstursstefnu hennar. Sjúkraflutningamenn töldu hana hafa fengið heilahristing og var ekki hægt að ræða við hana á vettvangi sökum þess hve illa áttuð hún var. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir einnig að tilkynning hafi borist umferðarslys við Fífuna á tíunda tímanum í gær. Þar höfðu tvær ungar stúlkur verið á vespu og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Þær fóru yfir hól og féllu tvo metra niður og lentu á ljósastaur. Hvorug stúlkan var með hjálm samkvæmt dagbók lögreglu og voru þær fluttar á bráðadeild með áverka á höfði, höndum og hnjám. Þá var málið tilkynnt til Barnaverndar. Skömmu eftir klukkan átta í gærkvöldi stöðvuð lögregluþjónar bíl á Bústaðavegi en ökumaður hans reyndist sviptur ökuréttindum og þar að auki var hann með þriggja ára son sinn lausan í aftursæti bílsins. Maðurinn sagðist ekki hafa vitað að hann væri ekki með bílpróf en viðurkenndi að barn hans ætti að vera í bílstól. Barnsmóðir hans var einnig í aftursæti bílsins. Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti. Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjavíkurvegi rétt fyrir átta í gærkvöldi en sá reyndist ölvaður og hafði áður verið sviptur bílprófi. Ökumaður og farþegi annars bíls sem stöðvaður var í gærkvöldi eru grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna og lyfja. Lögðu lögregluþjónar hald á ætluð fíkniefni og söluhagnað fyrir rannsókn málsins.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira