Framleiðslu Olympus-myndavéla hætt Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2020 07:29 Fyrsta Olympus-myndavélin var framleidd árið 1936. Vélin á myndinni er umtalsvert nýrri. Getty Japanska fyrirtækið Olympus hefur hætt framleiðslu myndavéla eftir 84 ár á markaðnum. Greint var frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta framleiðslunni þrátt fyrir tilraunir til að halda lífi í framleiðslunni. Hún væri hins vegar ekki lengur arðbær á tímum stafrænna myndavéla. Fyritækið segir að tilkoma snjallsíma með góðum myndavélum hafi dregið úr eftirspurn eftir sérstökum myndavélum. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðastliðin þrjú ár. Olympus framleiddi sína fyrstu myndavél árið 1936 eftir að hafa þá staðið að framleiðslu smásjáa um nokkurra ára skeið. Í frétt BBC segir að Semi-Olympus I vélin frá 1936 hafi verið með mikinn belg, sem teygðist út líkt og harmonikkubelgur, og hafi vélin á sínum tíma kostað meira en sem svaraði meðalmánaðarlaunum í Japan. Fyrirtækið hélt áfram að þróa og selja myndavélar og varð svo eitt af stærstu merkjunum á myndavélamarkaðnum, en Olympus-vélarnar nutu sérstakra vinsælda á áttunda áratugnum þar sem ljósmyndarar á borð við David Bailey og Lord Lichfield notuðust við Olympus-vélar. Talið er að sala á myndavélum hafi dregist saman um 84 prósent milli áranna 2010 og 2018. Olympus vonast nú til að geta selt framleiðsluna á ákveðnum hlutum vélanna, svo sem Zuiko-linsum sem hæglega gætu nýst í framleiðslu á öðrum vörum. Olympus mun áfram standa að framleiðslu smásjáa og vörum sem nýtast innan heilbrigðisgeirans. Tímamót Japan Ljósmyndun Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Japanska fyrirtækið Olympus hefur hætt framleiðslu myndavéla eftir 84 ár á markaðnum. Greint var frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta framleiðslunni þrátt fyrir tilraunir til að halda lífi í framleiðslunni. Hún væri hins vegar ekki lengur arðbær á tímum stafrænna myndavéla. Fyritækið segir að tilkoma snjallsíma með góðum myndavélum hafi dregið úr eftirspurn eftir sérstökum myndavélum. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðastliðin þrjú ár. Olympus framleiddi sína fyrstu myndavél árið 1936 eftir að hafa þá staðið að framleiðslu smásjáa um nokkurra ára skeið. Í frétt BBC segir að Semi-Olympus I vélin frá 1936 hafi verið með mikinn belg, sem teygðist út líkt og harmonikkubelgur, og hafi vélin á sínum tíma kostað meira en sem svaraði meðalmánaðarlaunum í Japan. Fyrirtækið hélt áfram að þróa og selja myndavélar og varð svo eitt af stærstu merkjunum á myndavélamarkaðnum, en Olympus-vélarnar nutu sérstakra vinsælda á áttunda áratugnum þar sem ljósmyndarar á borð við David Bailey og Lord Lichfield notuðust við Olympus-vélar. Talið er að sala á myndavélum hafi dregist saman um 84 prósent milli áranna 2010 og 2018. Olympus vonast nú til að geta selt framleiðsluna á ákveðnum hlutum vélanna, svo sem Zuiko-linsum sem hæglega gætu nýst í framleiðslu á öðrum vörum. Olympus mun áfram standa að framleiðslu smásjáa og vörum sem nýtast innan heilbrigðisgeirans.
Tímamót Japan Ljósmyndun Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira