Til hvers í pólitík? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. júní 2020 14:30 Við í Garðabæjarlistanum tölum fyrir gangsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Hana þarf að einfalda eins og kostur er og styrkja um leið vinnu nefnda og ráða. Því lagði ég fram tillögu um að taka til endurskoðunar fjölda fastanefnda, annarra nefnda, stjórna og ráða sem skipuð eru af bæjarstjórn. Skipaður yrði starfshópur með sviðstjórum og fulltrúum minni- og meirihluta, sem yrði falið að skila af sér endurmati og niðurstöðu í desember 2020. Tillagan var því miður felld af sjálfstæðismönnum í Garðabæ, enda standa þeir sem fyrr dyggan vörð um kerfið sitt. Eftir tveggja ára setu í bæjarstjórn finnst mér full ástæða til að staldra við og meta feril mála. Allt frá pólitískri ákvarðanatöku yfir í framkvæmd á sviðum stjórnsýslunnar. Fjölmörg stór og umfangsmikil verkefni sveitarfélagsins tilheyra fleiri en einu sviði og eru rædd í fleiri en einn nefnd eða ráði. Það gefur okkur sannarlega tilefni til þess að rýna skilvirknina og tímann sem hvert og eitt mál tekur, áður en það kemst til framkvæmda. Skipurit sveitarfélags þarfnast reglulegrar endurskoðunar í takt við breytta tíma, hraðari og faglegri þjónustu, kröfu um aukið gagnsæi og ekki síst sjálfsagða kröfu íbúa um heildstæða nálgun á mál þeirra hverju sinni. Þess vegna taldi ég til hagsbóta að rýna stjórnsýslu Garðabæjar. Ég hef hvatt til þess að farið verði í að rýna styrkleika og veikleika þess að hafa margar litlar nefndir sem allar taka á þjónustu barna og ungmenna. Hvers vegna höfum við ekki eina öfluga fjölskyldunefnd, þar sem fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla sameina krafta sína í einni öflugri nefnd? Ég hef þá trú að þar mætti efla sýn með nálgun ólíkra aðila að því sem máli skiptir þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni og tengja enn betur við annað mikilvægt svið, félagsþjónustuna sem veitir fjölskyldum mikilvæga þjónustu. Styrkjum stoðir samfélagsins og horfum til framtíðar og framfara. Til þess erum við í pólitík. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við í Garðabæjarlistanum tölum fyrir gangsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Hana þarf að einfalda eins og kostur er og styrkja um leið vinnu nefnda og ráða. Því lagði ég fram tillögu um að taka til endurskoðunar fjölda fastanefnda, annarra nefnda, stjórna og ráða sem skipuð eru af bæjarstjórn. Skipaður yrði starfshópur með sviðstjórum og fulltrúum minni- og meirihluta, sem yrði falið að skila af sér endurmati og niðurstöðu í desember 2020. Tillagan var því miður felld af sjálfstæðismönnum í Garðabæ, enda standa þeir sem fyrr dyggan vörð um kerfið sitt. Eftir tveggja ára setu í bæjarstjórn finnst mér full ástæða til að staldra við og meta feril mála. Allt frá pólitískri ákvarðanatöku yfir í framkvæmd á sviðum stjórnsýslunnar. Fjölmörg stór og umfangsmikil verkefni sveitarfélagsins tilheyra fleiri en einu sviði og eru rædd í fleiri en einn nefnd eða ráði. Það gefur okkur sannarlega tilefni til þess að rýna skilvirknina og tímann sem hvert og eitt mál tekur, áður en það kemst til framkvæmda. Skipurit sveitarfélags þarfnast reglulegrar endurskoðunar í takt við breytta tíma, hraðari og faglegri þjónustu, kröfu um aukið gagnsæi og ekki síst sjálfsagða kröfu íbúa um heildstæða nálgun á mál þeirra hverju sinni. Þess vegna taldi ég til hagsbóta að rýna stjórnsýslu Garðabæjar. Ég hef hvatt til þess að farið verði í að rýna styrkleika og veikleika þess að hafa margar litlar nefndir sem allar taka á þjónustu barna og ungmenna. Hvers vegna höfum við ekki eina öfluga fjölskyldunefnd, þar sem fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla sameina krafta sína í einni öflugri nefnd? Ég hef þá trú að þar mætti efla sýn með nálgun ólíkra aðila að því sem máli skiptir þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni og tengja enn betur við annað mikilvægt svið, félagsþjónustuna sem veitir fjölskyldum mikilvæga þjónustu. Styrkjum stoðir samfélagsins og horfum til framtíðar og framfara. Til þess erum við í pólitík. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun