Til hvers í pólitík? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. júní 2020 14:30 Við í Garðabæjarlistanum tölum fyrir gangsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Hana þarf að einfalda eins og kostur er og styrkja um leið vinnu nefnda og ráða. Því lagði ég fram tillögu um að taka til endurskoðunar fjölda fastanefnda, annarra nefnda, stjórna og ráða sem skipuð eru af bæjarstjórn. Skipaður yrði starfshópur með sviðstjórum og fulltrúum minni- og meirihluta, sem yrði falið að skila af sér endurmati og niðurstöðu í desember 2020. Tillagan var því miður felld af sjálfstæðismönnum í Garðabæ, enda standa þeir sem fyrr dyggan vörð um kerfið sitt. Eftir tveggja ára setu í bæjarstjórn finnst mér full ástæða til að staldra við og meta feril mála. Allt frá pólitískri ákvarðanatöku yfir í framkvæmd á sviðum stjórnsýslunnar. Fjölmörg stór og umfangsmikil verkefni sveitarfélagsins tilheyra fleiri en einu sviði og eru rædd í fleiri en einn nefnd eða ráði. Það gefur okkur sannarlega tilefni til þess að rýna skilvirknina og tímann sem hvert og eitt mál tekur, áður en það kemst til framkvæmda. Skipurit sveitarfélags þarfnast reglulegrar endurskoðunar í takt við breytta tíma, hraðari og faglegri þjónustu, kröfu um aukið gagnsæi og ekki síst sjálfsagða kröfu íbúa um heildstæða nálgun á mál þeirra hverju sinni. Þess vegna taldi ég til hagsbóta að rýna stjórnsýslu Garðabæjar. Ég hef hvatt til þess að farið verði í að rýna styrkleika og veikleika þess að hafa margar litlar nefndir sem allar taka á þjónustu barna og ungmenna. Hvers vegna höfum við ekki eina öfluga fjölskyldunefnd, þar sem fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla sameina krafta sína í einni öflugri nefnd? Ég hef þá trú að þar mætti efla sýn með nálgun ólíkra aðila að því sem máli skiptir þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni og tengja enn betur við annað mikilvægt svið, félagsþjónustuna sem veitir fjölskyldum mikilvæga þjónustu. Styrkjum stoðir samfélagsins og horfum til framtíðar og framfara. Til þess erum við í pólitík. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Garðabæjarlistanum tölum fyrir gangsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Hana þarf að einfalda eins og kostur er og styrkja um leið vinnu nefnda og ráða. Því lagði ég fram tillögu um að taka til endurskoðunar fjölda fastanefnda, annarra nefnda, stjórna og ráða sem skipuð eru af bæjarstjórn. Skipaður yrði starfshópur með sviðstjórum og fulltrúum minni- og meirihluta, sem yrði falið að skila af sér endurmati og niðurstöðu í desember 2020. Tillagan var því miður felld af sjálfstæðismönnum í Garðabæ, enda standa þeir sem fyrr dyggan vörð um kerfið sitt. Eftir tveggja ára setu í bæjarstjórn finnst mér full ástæða til að staldra við og meta feril mála. Allt frá pólitískri ákvarðanatöku yfir í framkvæmd á sviðum stjórnsýslunnar. Fjölmörg stór og umfangsmikil verkefni sveitarfélagsins tilheyra fleiri en einu sviði og eru rædd í fleiri en einn nefnd eða ráði. Það gefur okkur sannarlega tilefni til þess að rýna skilvirknina og tímann sem hvert og eitt mál tekur, áður en það kemst til framkvæmda. Skipurit sveitarfélags þarfnast reglulegrar endurskoðunar í takt við breytta tíma, hraðari og faglegri þjónustu, kröfu um aukið gagnsæi og ekki síst sjálfsagða kröfu íbúa um heildstæða nálgun á mál þeirra hverju sinni. Þess vegna taldi ég til hagsbóta að rýna stjórnsýslu Garðabæjar. Ég hef hvatt til þess að farið verði í að rýna styrkleika og veikleika þess að hafa margar litlar nefndir sem allar taka á þjónustu barna og ungmenna. Hvers vegna höfum við ekki eina öfluga fjölskyldunefnd, þar sem fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla sameina krafta sína í einni öflugri nefnd? Ég hef þá trú að þar mætti efla sýn með nálgun ólíkra aðila að því sem máli skiptir þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni og tengja enn betur við annað mikilvægt svið, félagsþjónustuna sem veitir fjölskyldum mikilvæga þjónustu. Styrkjum stoðir samfélagsins og horfum til framtíðar og framfara. Til þess erum við í pólitík. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun