„Ég sá rosalega eftir að hafa spurt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. júní 2020 08:00 Vilborg Arna Gissurardóttir og Sirrý Ágústsdóttir Vísir/Vilhelm „Ég er ekki ennþá komin með þá tilfinningu að ég sé búin að ná hámarki í mínu hreysti, ég held að ég eigi ennþá alveg helling inni,“ segir Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. „Ég er alveg sannfærð um það. Ég kom sjálfri mér á óvart og nú er ég bara full af áhuga á að sjá hversu langt ég kemst þegar ég verð ennþá sterkari.“ Sirrý var gestur í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem kom inn á Vísi og allar helstu efnisveitur í dag. Með henni var Vilborg Arna Gissurardóttir Everest- og pólfari en hún var annar leiðangursstjóra ferðarinnar. Sirrý greindist fyrst með krabbamein árið 2010 og svo aftur árið 2015. Síðan þá hefur hún verið að kynnast líkama sínum upp á nýtt eftir veikindin. „Að læra að lifa með þeim vanköntum sem maður kannski losnar ekki við því það er svo margt sem breytist í likamanum. Maður þarf að lifa með alls konar verkjum og það eru alls konar hlutir sem þú getur aldrei gert aftur.“ Sjálf hefði hún viljað sleppa því að spyrja lækninn hvað hún ætti mikið eftir ólifað eftir seinni greininguna. „Eitt til þrjú ár, var sagt í mínu tilfelli. Ég heyrði rosalega lítið eftir það. Ég hef reyndar oft sagt að maður á ekki að spyrja svona og enginn læknir á heldur endilega að svara því, því það er enginn sem veit allt. En ég held að það sé eðlilegt að maður spurði og ég held að það sé líka eðlilegt fyrir lækni að vilja gefa einhver svör. En hann horfir auðvitað bara á einhverjar tölur og líkindareikninga og eitthvað svoleiðis. En ég sá rosalega eftir að hafa spurt.“ Sirrý er búin að vera heilbrigð í nokkur ár og segir að það sé mikil valdefling í því að finna að maður getur barist á móti. Nú veitir hún öðrum innblástur með sinni sögu og áskorununum sem hún tekst á við. Þessi hópur 11 kvenna sem þveraði jökulinn saman hefur safnað yfir fimm milljónum fyrir félögin Kraft og Líf, sem hjálpuðu Sirrý mikið í veikindunum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræða þær Sirrý og Vilborg um krabbamein, fjallgöngur, leiðangurinn, jökulinn og margt fleira. Hlaðvarpið er unnið af Krafti en með þáttastjórn fer Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Sirrý og Vilborg Arna Fokk ég er með krabbamein Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15 Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég er ekki ennþá komin með þá tilfinningu að ég sé búin að ná hámarki í mínu hreysti, ég held að ég eigi ennþá alveg helling inni,“ segir Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. „Ég er alveg sannfærð um það. Ég kom sjálfri mér á óvart og nú er ég bara full af áhuga á að sjá hversu langt ég kemst þegar ég verð ennþá sterkari.“ Sirrý var gestur í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem kom inn á Vísi og allar helstu efnisveitur í dag. Með henni var Vilborg Arna Gissurardóttir Everest- og pólfari en hún var annar leiðangursstjóra ferðarinnar. Sirrý greindist fyrst með krabbamein árið 2010 og svo aftur árið 2015. Síðan þá hefur hún verið að kynnast líkama sínum upp á nýtt eftir veikindin. „Að læra að lifa með þeim vanköntum sem maður kannski losnar ekki við því það er svo margt sem breytist í likamanum. Maður þarf að lifa með alls konar verkjum og það eru alls konar hlutir sem þú getur aldrei gert aftur.“ Sjálf hefði hún viljað sleppa því að spyrja lækninn hvað hún ætti mikið eftir ólifað eftir seinni greininguna. „Eitt til þrjú ár, var sagt í mínu tilfelli. Ég heyrði rosalega lítið eftir það. Ég hef reyndar oft sagt að maður á ekki að spyrja svona og enginn læknir á heldur endilega að svara því, því það er enginn sem veit allt. En ég held að það sé eðlilegt að maður spurði og ég held að það sé líka eðlilegt fyrir lækni að vilja gefa einhver svör. En hann horfir auðvitað bara á einhverjar tölur og líkindareikninga og eitthvað svoleiðis. En ég sá rosalega eftir að hafa spurt.“ Sirrý er búin að vera heilbrigð í nokkur ár og segir að það sé mikil valdefling í því að finna að maður getur barist á móti. Nú veitir hún öðrum innblástur með sinni sögu og áskorununum sem hún tekst á við. Þessi hópur 11 kvenna sem þveraði jökulinn saman hefur safnað yfir fimm milljónum fyrir félögin Kraft og Líf, sem hjálpuðu Sirrý mikið í veikindunum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræða þær Sirrý og Vilborg um krabbamein, fjallgöngur, leiðangurinn, jökulinn og margt fleira. Hlaðvarpið er unnið af Krafti en með þáttastjórn fer Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Sirrý og Vilborg Arna
Fokk ég er með krabbamein Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15 Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15
Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02
Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20
Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01