Einkafjármagn óskast Ellen María S. Bergsveinsdóttir skrifar 30. júní 2020 14:30 Á meðan lántakar fagna lækkandi vöxtum hérlendis þá bíður fjárfestum ærið verkefnið að ná viðunandi ávöxtun á sínu fé. Fjármagn hlýtur því að vilja sækja í áhættumeiri eignir og verkefni, hluti þess hið minnsta. Að fjárfesta í nýsköpun kemur þar inn sem vænlegur kostur fyrir marga. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu kynnt aðgerðir sem auka stuðning við nýsköpun. Einna helst er það þó endurgreiðsla á rannsóknar- og þróunarkostnaði eða skattaívilnanir, en einhvern veginn þarf að fjármagna reksturinn þangað til að endurgreiðslu kemur. Eðli málsins samkvæmt eru tekjur oft af skornum skammti í upphafi hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Þá kemur til sögu einkafjármagnið. Mörg spennandi sprotafyrirtæki sárvantar fjármagn í dag og að líkindum munu enn fleiri hefja leitina á næstu misserum. Eftir bankahrunið jókst hlutfall fyrirtækja í nýsköpunartengdum atvinnugreinum og má leiða líkum að því að slík aukning muni eiga sér stað aftur nú. Margar góðar hugmyndir fara á flug þegar kreppir að í efnahagslífinu. Fjármagn er til staðar á Íslandi en innlán í íslenska hagkerfinu námu alls 2.151 ma.kr. í lok apríl á þessu ári. Það er því til talsvert af lausu fé sem gæti viljað leita meiri ávöxtunar í því lágvaxtaumhverfi sem ríkja mun um fyrirsjáanlega framtíð. Hérlendis hefur skort vettvang sem leiðir þessa aðila, nýsköpunarfyrirtæki og einkafjármagnið, saman á skilvirkan hátt. Það getur reynst stofnendum sprotafyrirtækja þrautinni þyngra að finna fagfjárfesta og aðra smærri fjárfesta, eftir að reynt hefur á fjölskyldu og nánasta tengslanet. Lausn á slíku gæti meðal annars verið markaðstorg í líkingu við Nasdaq First North. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir hagkerfið ef unnt væri að koma hluta af þessu einkafjármagni í vinnu og gefa því tækifæri til að styðja við verðmætasköpun og störf framtíðarinnar. Leitum leiða til að auðvelda fjárfestum, stórum sem smáum, að styðja við nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Því betur má ef duga skal. Höfundur er fjármálastjóri Mink Campers ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Á meðan lántakar fagna lækkandi vöxtum hérlendis þá bíður fjárfestum ærið verkefnið að ná viðunandi ávöxtun á sínu fé. Fjármagn hlýtur því að vilja sækja í áhættumeiri eignir og verkefni, hluti þess hið minnsta. Að fjárfesta í nýsköpun kemur þar inn sem vænlegur kostur fyrir marga. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu kynnt aðgerðir sem auka stuðning við nýsköpun. Einna helst er það þó endurgreiðsla á rannsóknar- og þróunarkostnaði eða skattaívilnanir, en einhvern veginn þarf að fjármagna reksturinn þangað til að endurgreiðslu kemur. Eðli málsins samkvæmt eru tekjur oft af skornum skammti í upphafi hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Þá kemur til sögu einkafjármagnið. Mörg spennandi sprotafyrirtæki sárvantar fjármagn í dag og að líkindum munu enn fleiri hefja leitina á næstu misserum. Eftir bankahrunið jókst hlutfall fyrirtækja í nýsköpunartengdum atvinnugreinum og má leiða líkum að því að slík aukning muni eiga sér stað aftur nú. Margar góðar hugmyndir fara á flug þegar kreppir að í efnahagslífinu. Fjármagn er til staðar á Íslandi en innlán í íslenska hagkerfinu námu alls 2.151 ma.kr. í lok apríl á þessu ári. Það er því til talsvert af lausu fé sem gæti viljað leita meiri ávöxtunar í því lágvaxtaumhverfi sem ríkja mun um fyrirsjáanlega framtíð. Hérlendis hefur skort vettvang sem leiðir þessa aðila, nýsköpunarfyrirtæki og einkafjármagnið, saman á skilvirkan hátt. Það getur reynst stofnendum sprotafyrirtækja þrautinni þyngra að finna fagfjárfesta og aðra smærri fjárfesta, eftir að reynt hefur á fjölskyldu og nánasta tengslanet. Lausn á slíku gæti meðal annars verið markaðstorg í líkingu við Nasdaq First North. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir hagkerfið ef unnt væri að koma hluta af þessu einkafjármagni í vinnu og gefa því tækifæri til að styðja við verðmætasköpun og störf framtíðarinnar. Leitum leiða til að auðvelda fjárfestum, stórum sem smáum, að styðja við nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Því betur má ef duga skal. Höfundur er fjármálastjóri Mink Campers ehf.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun