Volvo innkallar fleiri en tvær milljónir bíla vegna bílbeltagalla Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 11:13 Volvo hefur verið í eigu kínverska félagins Zhejiang Geely Holding Group frá árinu 2010. Innköllunin nú er sú stærsta í sögu framleiðandans. Vísir/EPA Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Innköllunin á að hefjast í nóvember. Ástæða innköllunarinnar er stálvír sem heldur beltunum föstum við bílgrindina. Í ljós hefur komið að hann getur veikst með notkun og dregið úr öryggi beltanna. Stefan Elfström, talsmaður Volvo, segir vandamálið þó fátítt. Engin slys eða meiðsl hafa verið tengd við gallann. Tegundirnar sem eru innkallaðar eru Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019. Nýjasta árgerð tegundarinnar er ekki kölluð inn, að sögn AP-fréttastofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi, nær innköllunin til 957 bíla hér á landi. Verið sé að þýða og setja upp bréf frá Volvo þar sem tilkynnt er um gallanna og innköllunina sem sent verður eigendum bílanna á næstu dögum. Því fylgir einnig leiðbeiningar sem tengjast bílbeltunum. Síðar verður eigendum sent bréf um innköllunina sjálfa sem áætlað er að hefjist í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Brimborg. Bílar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Innköllunin á að hefjast í nóvember. Ástæða innköllunarinnar er stálvír sem heldur beltunum föstum við bílgrindina. Í ljós hefur komið að hann getur veikst með notkun og dregið úr öryggi beltanna. Stefan Elfström, talsmaður Volvo, segir vandamálið þó fátítt. Engin slys eða meiðsl hafa verið tengd við gallann. Tegundirnar sem eru innkallaðar eru Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019. Nýjasta árgerð tegundarinnar er ekki kölluð inn, að sögn AP-fréttastofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi, nær innköllunin til 957 bíla hér á landi. Verið sé að þýða og setja upp bréf frá Volvo þar sem tilkynnt er um gallanna og innköllunina sem sent verður eigendum bílanna á næstu dögum. Því fylgir einnig leiðbeiningar sem tengjast bílbeltunum. Síðar verður eigendum sent bréf um innköllunina sjálfa sem áætlað er að hefjist í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Brimborg.
Bílar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira