Glatist gögn verður upplýsingaréttur almennings ekki virkur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 20:00 Njörður Sigurðsson er sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON Þjóðskjalasafn Íslands hefur einungis fengið gögn úr þremur prósentum rafrænna gagnakerfa og er víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins. Ef ekki verður gripið inn í er hætta á að gögn glatist og upplýsingaréttur almennings verði ekki virkur. Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur skjalavarsla og skjalastjórnin ríkisins í heild farið stöðugt batnandi á síðustu árum en rafræn skjalavarsla situr á hakanum. „Við höfum aðeins fengið til varðveislu um 3% af öllum rafrænum gagnakerfum ríkisins hingað til Þjóðskjalasafns,“ sagði Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Þrjú prósent, það er svakalega lág tala. Eru þetta ekki ákveðin vonbrigði? „Jú vissulega. Við hófum að taka við rafrænum gögnum fyrir tíu árum. Árið 2010 þannig það hefur ekki mikið áunnist á þessum tíu árum. Við höfum tekið við 40 rafrænum gagnakerfum á þessum tíu árum sem eru um það bil þrjú prósent,“ sagði Njörður. Þjóðskjalasafn Íslands. Verði ekki gripið inn í er hætta á að gögn og upplýsingar glatist. „Almenningur hefur rétt á að fylgjast með athöfnum hins opinbera og ef að gögn eru ekki til staðar, ef þau varðveitast ekki og eru ekki til staðar þegar á þarf að halda þá er upplýsingarétturinn ekki virkur,“ sagði Njörður. „Hér á Þjóðskjalasafninu finnur maður ilminn af gömlum pappír. Hér sjáum við einn hillumeter af skjölum en á þjóðskjalsafninu öllu eru um 44 þúsund hillumetrar af skjölum en það samsvarar vegalengdinni héðan og til Hveragerðis,“ Það eru einkum heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti sem standa illa þegar kemur að því að uppfylla lög og reglur um skjalavörslu og skjalastjórn. Njörður segir nauðsynlegt að bregðast við fljótt og ráðast í átak í vörslu rafrænna skjala en ríkið þurfi að móta stefnu í þeim málum. Menning Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur einungis fengið gögn úr þremur prósentum rafrænna gagnakerfa og er víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins. Ef ekki verður gripið inn í er hætta á að gögn glatist og upplýsingaréttur almennings verði ekki virkur. Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur skjalavarsla og skjalastjórnin ríkisins í heild farið stöðugt batnandi á síðustu árum en rafræn skjalavarsla situr á hakanum. „Við höfum aðeins fengið til varðveislu um 3% af öllum rafrænum gagnakerfum ríkisins hingað til Þjóðskjalasafns,“ sagði Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Þrjú prósent, það er svakalega lág tala. Eru þetta ekki ákveðin vonbrigði? „Jú vissulega. Við hófum að taka við rafrænum gögnum fyrir tíu árum. Árið 2010 þannig það hefur ekki mikið áunnist á þessum tíu árum. Við höfum tekið við 40 rafrænum gagnakerfum á þessum tíu árum sem eru um það bil þrjú prósent,“ sagði Njörður. Þjóðskjalasafn Íslands. Verði ekki gripið inn í er hætta á að gögn og upplýsingar glatist. „Almenningur hefur rétt á að fylgjast með athöfnum hins opinbera og ef að gögn eru ekki til staðar, ef þau varðveitast ekki og eru ekki til staðar þegar á þarf að halda þá er upplýsingarétturinn ekki virkur,“ sagði Njörður. „Hér á Þjóðskjalasafninu finnur maður ilminn af gömlum pappír. Hér sjáum við einn hillumeter af skjölum en á þjóðskjalsafninu öllu eru um 44 þúsund hillumetrar af skjölum en það samsvarar vegalengdinni héðan og til Hveragerðis,“ Það eru einkum heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti sem standa illa þegar kemur að því að uppfylla lög og reglur um skjalavörslu og skjalastjórn. Njörður segir nauðsynlegt að bregðast við fljótt og ráðast í átak í vörslu rafrænna skjala en ríkið þurfi að móta stefnu í þeim málum.
Menning Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira