Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 14:49 Ríksistjórnarfundur og blaðamannafundur vegna samkomubanns Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir segir að taka þurfi upp aðra nálgun á kórónuveiruskimanir hér á landi, í ljósi þess að Íslensk erfðagreining (ÍE) hyggist hætta aðkomu sinni að þeim. Hann leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækið hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. Kári Stefánsson forstjóri ÍE tilkynnti í aðsendri grein á Vísi í dag að fyrirtækið hygðist hætta skimunum fyrir veirunni og hætta einnig öllum veirutengdum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni. Kári sakaði einnig Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við tilkynningu Kára, að hann eigi eftir að funda með sínu fólki um málið. Þessar nýju vendingar muni þó fela í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi skimunar. „Það er ljóst að við þurfum að taka upp aðra nálgun í ljósi þessa,“ segir Þórólfur. Var þetta kannski viðbúið miðað við það sem áður hefur komið fram? „Ég veit það nú ekki, ég get kannski ekki alveg sagt það. En auðvitað er fyrirtækið Íslensk erfðagreining í öðrum störfum og eru búin að hliðra öllu til hliðar á meðan á þessu stendur, og auðvitað vissi maður það að það kæmi að einhverjum endapunkti þar, þau eru í öðrum verkefnum,“ segir Þórólfur. „Þau eru búin að vinna frábært starf fyrir okkur öll.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36 Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00 Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að taka þurfi upp aðra nálgun á kórónuveiruskimanir hér á landi, í ljósi þess að Íslensk erfðagreining (ÍE) hyggist hætta aðkomu sinni að þeim. Hann leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækið hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. Kári Stefánsson forstjóri ÍE tilkynnti í aðsendri grein á Vísi í dag að fyrirtækið hygðist hætta skimunum fyrir veirunni og hætta einnig öllum veirutengdum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni. Kári sakaði einnig Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við tilkynningu Kára, að hann eigi eftir að funda með sínu fólki um málið. Þessar nýju vendingar muni þó fela í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi skimunar. „Það er ljóst að við þurfum að taka upp aðra nálgun í ljósi þessa,“ segir Þórólfur. Var þetta kannski viðbúið miðað við það sem áður hefur komið fram? „Ég veit það nú ekki, ég get kannski ekki alveg sagt það. En auðvitað er fyrirtækið Íslensk erfðagreining í öðrum störfum og eru búin að hliðra öllu til hliðar á meðan á þessu stendur, og auðvitað vissi maður það að það kæmi að einhverjum endapunkti þar, þau eru í öðrum verkefnum,“ segir Þórólfur. „Þau eru búin að vinna frábært starf fyrir okkur öll.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36 Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00 Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36
Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00
Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43