Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 14:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega undanfarna mánuði. Í gær lýsti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því yfir að þátttöku þeirra í skimun á landamærum myndi ljúka þann 13. júlí næstkomandi. Var hann ósáttur við seinagang stjórnvalda varðandi tillögur hans um Faraldsfræðistofnun og framkomu í garð fyrirtækisins. Á fundinum sagði Þórólfur marga möguleika vera í stöðunni en ljóst er að þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar hefur skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur skimað 72.500 manns fyrir veirunni og sinnt mótefnamælingum hjá um 40 þúsund einstaklingum og segir Kári þau hafa borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur um þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið er að því að finna lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en stefnt er að því að skimun verði óbreytt út júlímánuð. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur greint um 500 sýni á dag og ekki er von á nýrri og afkastameiri tækjum fyrr en í október. Það sé þó möguleiki að keyra tíu sýni saman, slíkt hafi gefið góða raun í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú aðferð sem hefur verið notuð til þessa. Þórólfur segir Íslenska erfðagreiningu hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og ný þekking hafi komið til vegna þess. Það sé þó enn þörf á skimun við landamærin til þess að öðlast frekari þekkingu og sjá hversu margir ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Sú vitneskja hjálpi til við stefnumörkun í aðgerðum stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega undanfarna mánuði. Í gær lýsti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því yfir að þátttöku þeirra í skimun á landamærum myndi ljúka þann 13. júlí næstkomandi. Var hann ósáttur við seinagang stjórnvalda varðandi tillögur hans um Faraldsfræðistofnun og framkomu í garð fyrirtækisins. Á fundinum sagði Þórólfur marga möguleika vera í stöðunni en ljóst er að þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar hefur skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur skimað 72.500 manns fyrir veirunni og sinnt mótefnamælingum hjá um 40 þúsund einstaklingum og segir Kári þau hafa borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur um þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið er að því að finna lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en stefnt er að því að skimun verði óbreytt út júlímánuð. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur greint um 500 sýni á dag og ekki er von á nýrri og afkastameiri tækjum fyrr en í október. Það sé þó möguleiki að keyra tíu sýni saman, slíkt hafi gefið góða raun í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú aðferð sem hefur verið notuð til þessa. Þórólfur segir Íslenska erfðagreiningu hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og ný þekking hafi komið til vegna þess. Það sé þó enn þörf á skimun við landamærin til þess að öðlast frekari þekkingu og sjá hversu margir ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Sú vitneskja hjálpi til við stefnumörkun í aðgerðum stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14
Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53
„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30
Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55