Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 15:12 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að skimunum eftir mánudaginn 13. júlí. Nú er því komin upp nokkur óvissa um framhaldið, enda annar veirufræðideild Landspítala aðeins um 500 sýnum á dag. Þó stendur til að halda óbreyttri skimun út júlí með ýmsum leiðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að það hefði verið óvænt að ÍE hætti aðkomu að skimunum svo snemma. Yfirvöld hafi búist við því að ÍE myndi halda áfram að skima út júlí. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Inntur eftir því hvort skriflegur samningur hafi verið gerður milli ÍE og stjórnvalda um skimun sagði Þórólfur að svo hefði ekki verið. Þetta hafi allt verið „handsalað“. Þá var Páll Þórhallsson verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem verið hefur í forsvari fyrir landamæraskimun síðustu vikna, inntur eftir því af hverju ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um aðkomu ÍE að skimununum. Hann sagði að ákveðið hefði verið í maí að stefna að opnun landamæra og það hafi meðal annars hugmynd frá Kára Stefánssyni forstjóra ÍE að halda úti skimun á landamærum. Sóttvarnalæknir tók undir það. Kári hefði auk þess lagt áherslu á að stjórnvöld ættu að standa undir verkefninu en ljóst hefði verið að stjórnvöld væru ekki tilbúin til þess alveg strax. Til hafi staðið að bæta úr því. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu.Vísir/vilhelm Þá hefði það auðvitað verið óvenjulegt að ekki hefði verið gerður skriflegur samningur. Það megi hins vegar velta fyrir sér um hvað sá samningur hefði átt að vera. Í raun og veru gekk samkomulagið út á að allir hjálpuðust að. Páll var einnig inntur eftir því hvort það væri ásættanleg nálgun fyrir svo stórt verkefni að skrifa ekki undir samning. Hann sagði að það mætti spyrja sig að því en ekki hefði verið í boði að gera skriflegan samning. Á þessum tímapunkti hafi verið mikill þrýstingur á stjórnvöld að stíga skref í átt að opnun landamæra og ÍE hafi boðið fram aðstoð sína. Þá bætti Þórólfur við að í upphafi, þegar ÍE kom að skimunum allra fyrst, hafi fyrirtækið gert svokallaðan „skriflegan vinnslusamning“ við veirufræðideild Landspítala. Þannig hafi ÍE verið að vinna með sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Það hefði staðist og gengið vel. Engin ástæða hefði þótt til að útbúa annan samning að þessu samstarfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að skimunum eftir mánudaginn 13. júlí. Nú er því komin upp nokkur óvissa um framhaldið, enda annar veirufræðideild Landspítala aðeins um 500 sýnum á dag. Þó stendur til að halda óbreyttri skimun út júlí með ýmsum leiðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að það hefði verið óvænt að ÍE hætti aðkomu að skimunum svo snemma. Yfirvöld hafi búist við því að ÍE myndi halda áfram að skima út júlí. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Inntur eftir því hvort skriflegur samningur hafi verið gerður milli ÍE og stjórnvalda um skimun sagði Þórólfur að svo hefði ekki verið. Þetta hafi allt verið „handsalað“. Þá var Páll Þórhallsson verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem verið hefur í forsvari fyrir landamæraskimun síðustu vikna, inntur eftir því af hverju ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um aðkomu ÍE að skimununum. Hann sagði að ákveðið hefði verið í maí að stefna að opnun landamæra og það hafi meðal annars hugmynd frá Kára Stefánssyni forstjóra ÍE að halda úti skimun á landamærum. Sóttvarnalæknir tók undir það. Kári hefði auk þess lagt áherslu á að stjórnvöld ættu að standa undir verkefninu en ljóst hefði verið að stjórnvöld væru ekki tilbúin til þess alveg strax. Til hafi staðið að bæta úr því. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu.Vísir/vilhelm Þá hefði það auðvitað verið óvenjulegt að ekki hefði verið gerður skriflegur samningur. Það megi hins vegar velta fyrir sér um hvað sá samningur hefði átt að vera. Í raun og veru gekk samkomulagið út á að allir hjálpuðust að. Páll var einnig inntur eftir því hvort það væri ásættanleg nálgun fyrir svo stórt verkefni að skrifa ekki undir samning. Hann sagði að það mætti spyrja sig að því en ekki hefði verið í boði að gera skriflegan samning. Á þessum tímapunkti hafi verið mikill þrýstingur á stjórnvöld að stíga skref í átt að opnun landamæra og ÍE hafi boðið fram aðstoð sína. Þá bætti Þórólfur við að í upphafi, þegar ÍE kom að skimunum allra fyrst, hafi fyrirtækið gert svokallaðan „skriflegan vinnslusamning“ við veirufræðideild Landspítala. Þannig hafi ÍE verið að vinna með sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Það hefði staðist og gengið vel. Engin ástæða hefði þótt til að útbúa annan samning að þessu samstarfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02
Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19