Tillaga Rússa um að minnka mannúðaraðstoð í Sýrlandi var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Aðeins fjögur lönd kusu með tillögunni og sjö gegn henni en fimmtán ríki eiga sæti í ráðinu.
Á þriðjudag beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi á tillögu sem lögð var fyrir ráðið um að mannúðarsveitir Sameinuðu þjóðanna myndu fara í tvær ferðir yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands í aðstoðarleiðöngrum næsta árið. Rússland lagði þá fram tillögu þess efnis að leiðangurinn yrði aðeins einn og aðstoðin myndi aðeins gilda næsta hálfa árið.
Rússar héldu því fram að það væri ekki nauðsynlegt að fara yfir landamærin til að ferma ýmsar nauðsynjar þar sem hægt væri að ferma þær á svæðin frá Sýrlandi sjálfu.
Síðustu rúmu sex árin hefur sáttmáli verið í gildi hjá Sameinuðu þjóðunum sem hafa sent slíka aðstoð til Sýrlands en hann rennur út á föstudag. Því stendur til að endurnýja sáttmálann sem gilda á í minnst hálft ár. Þá stendur til að leiðin sem verði farin verði yfir landamæri Tyrklands inn í Sýrland.
Til þess að sáttmálinn taki gildi verða minnst níu öryggisráðsríki að samþykkja sáttmálann og ekkert fastalandanna fimm, það eru Rússland, Kína, Bandaríkin, Frakkland og Bretland, mega beita neitunarvaldi.