Ráðherrar ekki lengur smákonungar með stjórnarskrárbreytingum Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. júlí 2020 13:31 Skúli Magnússon héraðsdómari vann að gerð frumvarpsins. Vísir/Þorbjörn Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá og birti forsætisáðuneytið frumvarpsdrög þess efnis í lok síðasta mánaðar. Skúli Magnússon héraðsdómari vann frumvarpið fyrir flokksformennina og segir að tillögurnar sem þar birtast séu ekki óskalisti eins eða neins. „Það er verið að reyna að setja fram hófstilltar tillögur sem hvað flestir geta sætt sig við, þá með þann bakgrunn að leiðarljósi að stjórnarskráin er bæði grundvöllur og umgjörð stjórnmálanna og það er mjög óheppilegt ef hún verður að andlagi stjórnmálanna frekar en að ramma þau inn og fela í sér þær leikreglur sem stjórnmálin verða að lúta á hverjum degi,“ segir Skúli. Ráðherrar verði ekki smákonungar einstakra málaflokka Breytingunum er til að mynda ætlað að festa þingræðisregluna í sessi og tryggja að ríkisstjórn vinni meira sem ein held. „Það er verið að vinna út frá því vandamáli að stundum kemur ríkisstjórnin ekki fram sem ein heild og ráðherrarnir virðast vera að vinna jafnvel á móti hver öðrum frekar en með hver öðrum og þarna er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar, en það er verið að styrkja umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra. Þannig að í þessu felst hvatning og ráðagerð til þess að það séu þá hugsanlega settar ítarlegri reglur, og menn upplifi sig frekar sem ráðherrar að þeir séu hluti af ríkisstjórn en ekki svona eins konar smákonungar yfir einhverjum tilteknum málefnasviðum,“ segir Skúli. Nokkrar breytingar eru gerðar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, en Skúli segir að þeim sé ekki ætlað að hrófla við stöðu forseta í stjórnsýslunni. „Markmið frumvarpsins hvað varðar stöðu og hlutverk forsetans er alveg skýrt. Það á ekki að breytast. Ástæðan fyrir því er sú að við verðum, held ég, að horfast í augu við það sem þjóð að hér hafa verið uppi, um áratugaskeið, deilur um stöðu og stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Við höfum ekki enn þá komist að niðurstöðu um hvert þetta hlutverk á að vera nákvæmlega,“ segir Skúli. Hann segir að í raun kjósi þjóðin um hlutverk forsetans í hverjum forsetakosningum. „Þá er auðvitað gaman að horfa á það bæði hvernig forsetaframbjóðendur tala og líka hvaða hugmyndir fólkið í landinu hefur um forsetann þegar það kýs.“ Frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar má nú nálgast í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningur getur viðrað skoðun sín á hugmyndirnar til tuttugasta og annars þessa mánaðar. Stjórnarskrá Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá og birti forsætisáðuneytið frumvarpsdrög þess efnis í lok síðasta mánaðar. Skúli Magnússon héraðsdómari vann frumvarpið fyrir flokksformennina og segir að tillögurnar sem þar birtast séu ekki óskalisti eins eða neins. „Það er verið að reyna að setja fram hófstilltar tillögur sem hvað flestir geta sætt sig við, þá með þann bakgrunn að leiðarljósi að stjórnarskráin er bæði grundvöllur og umgjörð stjórnmálanna og það er mjög óheppilegt ef hún verður að andlagi stjórnmálanna frekar en að ramma þau inn og fela í sér þær leikreglur sem stjórnmálin verða að lúta á hverjum degi,“ segir Skúli. Ráðherrar verði ekki smákonungar einstakra málaflokka Breytingunum er til að mynda ætlað að festa þingræðisregluna í sessi og tryggja að ríkisstjórn vinni meira sem ein held. „Það er verið að vinna út frá því vandamáli að stundum kemur ríkisstjórnin ekki fram sem ein heild og ráðherrarnir virðast vera að vinna jafnvel á móti hver öðrum frekar en með hver öðrum og þarna er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar, en það er verið að styrkja umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra. Þannig að í þessu felst hvatning og ráðagerð til þess að það séu þá hugsanlega settar ítarlegri reglur, og menn upplifi sig frekar sem ráðherrar að þeir séu hluti af ríkisstjórn en ekki svona eins konar smákonungar yfir einhverjum tilteknum málefnasviðum,“ segir Skúli. Nokkrar breytingar eru gerðar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, en Skúli segir að þeim sé ekki ætlað að hrófla við stöðu forseta í stjórnsýslunni. „Markmið frumvarpsins hvað varðar stöðu og hlutverk forsetans er alveg skýrt. Það á ekki að breytast. Ástæðan fyrir því er sú að við verðum, held ég, að horfast í augu við það sem þjóð að hér hafa verið uppi, um áratugaskeið, deilur um stöðu og stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Við höfum ekki enn þá komist að niðurstöðu um hvert þetta hlutverk á að vera nákvæmlega,“ segir Skúli. Hann segir að í raun kjósi þjóðin um hlutverk forsetans í hverjum forsetakosningum. „Þá er auðvitað gaman að horfa á það bæði hvernig forsetaframbjóðendur tala og líka hvaða hugmyndir fólkið í landinu hefur um forsetann þegar það kýs.“ Frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar má nú nálgast í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningur getur viðrað skoðun sín á hugmyndirnar til tuttugasta og annars þessa mánaðar.
Stjórnarskrá Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira