Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórir Guðmundsson skrifa 13. júlí 2020 19:34 Nærri einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna. Getty/ Lev Radin Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Tvö lönd skera sig úr þegar kemur að fjölda tilfella Covid-19, Bandaríkin og Brasilía. Í báðum löndum hafa forsetar þeirra talað með ýmsu móti gegn sóttvarnaráðstöfunum. Um helgina setti Trump Bandaríkjaforseti upp grímu í fyrsta sinn opinberlega, þegar hann heimsótti sjúkrahús. „Ég hef aldrei verið á móti grímum en ég held að þær hafi sína stund og sinn stað,“ sagði Donald Trump um helgina. Á meðan geysar faraldurinn. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Læknar í Texas eru dauðhræddir við þróunina þar. „Við höfum séð veldisvöxt Covid-tilfella. Spítalinn hefur þurft að fjölga rúmum. Við byrjuðum með 46 rúm, svo fórum við upp í 58 og nú höfum við 88 rúm. Þótt það virðist ekki mikið af rúmum þá er það ekki nóg,“ sagði Dr. Joseph Varon, læknir. Hér gera læknar örvæntingarfulla tilraun til að bjarga lífi konu, sem er talin hafa smitast af kórónuvírusnum við jarðarför eiginmanns hennar nokkrum vikum áður. Af þeim sem mættu í jarðarförina veiktust tíu. Læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hennar. „Sumir hafa væg einkenni, sumir hafa engin einkenni en fyrir þá sem fá einkennin er þetta eins og dauði,“ sagði Latanya Robinson, sjúklingur. Ekki fer fram hjá neinum að mörg þeirra fylkja þar sem faraldurinn er í hvað mestri sókn eru mikilvæg forsetanum í komandi kosningum í nóvember. Alls hafa 132 þúsund manns látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. 11. júlí 2020 23:42 Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Tvö lönd skera sig úr þegar kemur að fjölda tilfella Covid-19, Bandaríkin og Brasilía. Í báðum löndum hafa forsetar þeirra talað með ýmsu móti gegn sóttvarnaráðstöfunum. Um helgina setti Trump Bandaríkjaforseti upp grímu í fyrsta sinn opinberlega, þegar hann heimsótti sjúkrahús. „Ég hef aldrei verið á móti grímum en ég held að þær hafi sína stund og sinn stað,“ sagði Donald Trump um helgina. Á meðan geysar faraldurinn. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Læknar í Texas eru dauðhræddir við þróunina þar. „Við höfum séð veldisvöxt Covid-tilfella. Spítalinn hefur þurft að fjölga rúmum. Við byrjuðum með 46 rúm, svo fórum við upp í 58 og nú höfum við 88 rúm. Þótt það virðist ekki mikið af rúmum þá er það ekki nóg,“ sagði Dr. Joseph Varon, læknir. Hér gera læknar örvæntingarfulla tilraun til að bjarga lífi konu, sem er talin hafa smitast af kórónuvírusnum við jarðarför eiginmanns hennar nokkrum vikum áður. Af þeim sem mættu í jarðarförina veiktust tíu. Læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hennar. „Sumir hafa væg einkenni, sumir hafa engin einkenni en fyrir þá sem fá einkennin er þetta eins og dauði,“ sagði Latanya Robinson, sjúklingur. Ekki fer fram hjá neinum að mörg þeirra fylkja þar sem faraldurinn er í hvað mestri sókn eru mikilvæg forsetanum í komandi kosningum í nóvember. Alls hafa 132 þúsund manns látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. 11. júlí 2020 23:42 Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46
Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. 11. júlí 2020 23:42
Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44