Þriggja daga brúðkaup í Grímsey Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 14:30 Verðandi brúðhjónin Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir. Ljótu hálfvitarnir ætla að spila í fyrsta skipti í Grímsey þann 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur aldrei áður spilað í Grímsey en meðlimi sveitarinnar hefur lengi langað til að bæta þeim stað á lista hinna fjölmörgu staða sem hljómsveitin hefur spilað. Það eru Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir sem standa fyrir því að hljómsveitin mun skemmta eyjarskeggjum og gestum eyjarinnar. „Þetta kom þannig til að við ákváðum að gifta okkur í Grímsey föstudaginn 14. ágúst. Það er svo engin ferja til baka fyrr en á sunnudeginum fyrir gestina. Við vildum endilega að Oddur Bjarni [Þorkelsson, liðsmaður í Ljótu hálfvitunum] myndi gifta okkur og hann var þá fastur í Grímsey á laugardeginum. Ég fékk þá þá hugmynd að tékka á Hálfvitunum hvort þeir hefðu áhuga á að spila á laugardagskvöldinu þar sem eyjan væri hvort sem er full af gestum út af brúðkaupinu. Þeir slógu til og þetta verður þriggja daga vakt, brúðkaup eins og á víkingatímanum. Flestir munu mæta á fimmtudeginum og fara heim á sunnudegi,” segir Þorleifur Hjalti Alfreðsson verðandi brúðgumi um uppákomuna. Tónleikar Ljótu Hálfvitanna verða opnir öllum laugardaginn 15. ágúst og er mikill spenningur í eyjunni fyrir komu þeirra. „Við eigum von á 130 gestum í brúðkaupið svo þetta verður mikið fjör. Við erum búin að fá lánuð hús út um allt svo þetta gangi upp með gistingu. Fjölskyldan mín er með tvö stór hús sem gistiheimili sem við tókum frá öll herbergin í með löngum fyrirvara. Helgin var tekin frá snemma fyrir alla,” segir Þorleifur. Grímsey hefur alltaf kallað „Ég var alinn upp í Grímsey og var alltaf mikið þar þegar ég var á sjó. En eftir að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki þá hef ég ekki komist eins mikið. Undanfarið ekki nema einusinni á ári. Það er svo einstakt og allt öðruvísi að koma þangað. Maður er bara í sínum eigin heimi. Heyrir bara í fuglunum og lífið gengur hægar. Ég fer þarna til að núlla mig. Ég ólst upp við bjargfuglsegg og beina tengingu við náttúruna. Ég sækist eftir því. Flestir sem koma í Grímsey eru að sækjast eftir slökun og að fara norður fyrir heimskautsbauginn. Það er alltaf eitthvað sem fólk þarf að krossa út af listanum sínum. Við eigum 4 börn sem eru 5, 6, 10 og 14 ára. Þau elska Grímsey. Eyrún sem er 10 ára var núna í viku hjá ömmu sinni í Grímsey að týna kríuegg og sinna rollum og geitum. Hún elskar þetta,” bætir Þorleifur við sem er rafverktaki í Grindavík og búa þau hjónaleysin þar í dag en hann og Kristín Heiða Ingvarsdóttir ganga í það heilaga í Grímsey í ágúst. Ástin og lífið Grímsey Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fengu konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Ljótu hálfvitarnir ætla að spila í fyrsta skipti í Grímsey þann 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur aldrei áður spilað í Grímsey en meðlimi sveitarinnar hefur lengi langað til að bæta þeim stað á lista hinna fjölmörgu staða sem hljómsveitin hefur spilað. Það eru Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir sem standa fyrir því að hljómsveitin mun skemmta eyjarskeggjum og gestum eyjarinnar. „Þetta kom þannig til að við ákváðum að gifta okkur í Grímsey föstudaginn 14. ágúst. Það er svo engin ferja til baka fyrr en á sunnudeginum fyrir gestina. Við vildum endilega að Oddur Bjarni [Þorkelsson, liðsmaður í Ljótu hálfvitunum] myndi gifta okkur og hann var þá fastur í Grímsey á laugardeginum. Ég fékk þá þá hugmynd að tékka á Hálfvitunum hvort þeir hefðu áhuga á að spila á laugardagskvöldinu þar sem eyjan væri hvort sem er full af gestum út af brúðkaupinu. Þeir slógu til og þetta verður þriggja daga vakt, brúðkaup eins og á víkingatímanum. Flestir munu mæta á fimmtudeginum og fara heim á sunnudegi,” segir Þorleifur Hjalti Alfreðsson verðandi brúðgumi um uppákomuna. Tónleikar Ljótu Hálfvitanna verða opnir öllum laugardaginn 15. ágúst og er mikill spenningur í eyjunni fyrir komu þeirra. „Við eigum von á 130 gestum í brúðkaupið svo þetta verður mikið fjör. Við erum búin að fá lánuð hús út um allt svo þetta gangi upp með gistingu. Fjölskyldan mín er með tvö stór hús sem gistiheimili sem við tókum frá öll herbergin í með löngum fyrirvara. Helgin var tekin frá snemma fyrir alla,” segir Þorleifur. Grímsey hefur alltaf kallað „Ég var alinn upp í Grímsey og var alltaf mikið þar þegar ég var á sjó. En eftir að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki þá hef ég ekki komist eins mikið. Undanfarið ekki nema einusinni á ári. Það er svo einstakt og allt öðruvísi að koma þangað. Maður er bara í sínum eigin heimi. Heyrir bara í fuglunum og lífið gengur hægar. Ég fer þarna til að núlla mig. Ég ólst upp við bjargfuglsegg og beina tengingu við náttúruna. Ég sækist eftir því. Flestir sem koma í Grímsey eru að sækjast eftir slökun og að fara norður fyrir heimskautsbauginn. Það er alltaf eitthvað sem fólk þarf að krossa út af listanum sínum. Við eigum 4 börn sem eru 5, 6, 10 og 14 ára. Þau elska Grímsey. Eyrún sem er 10 ára var núna í viku hjá ömmu sinni í Grímsey að týna kríuegg og sinna rollum og geitum. Hún elskar þetta,” bætir Þorleifur við sem er rafverktaki í Grindavík og búa þau hjónaleysin þar í dag en hann og Kristín Heiða Ingvarsdóttir ganga í það heilaga í Grímsey í ágúst.
Ástin og lífið Grímsey Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fengu konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira