150 ára afmælisfagnaður í Múlakoti í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2020 12:30 Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti í Fljótshlíð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Boðað hefur verið til afmælishátíða í Múlakoti í Fljótshlíð á morgun því þá verða 150 ár eru liðin frá fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur húsfreyju þar.Guðbjörg var ein allra færasta ræktunarkona landsins enda ber garðurinn í Múlakoti þess merkis. 150 ára afmælishátíðin verður haldin á morgun, sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00. Flutt verða stutt ávörp, söngur og einfaldar kaffiveitingar verða úti í garði Múlakots. Garðurinn í Múlakoti hjá Guðbjörgu Þorleifsdóttur varð landsfrægur, þangað streymdi að fólk til að skoða garðinn. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti veit allt um afmælishátíð morgundagsins. „Við erum að fagna Guðbjörgu Þorleifsdóttur, konunnar sem er brauðryðjandi í Múlakoti í garðrækt því það eru 150 ár liðin frá fæðingu hennar. Hún var algjör brauðryðjandi hér á Suðurlandi og mér liggur við að segja um allt land í garðrækt og hún var svo langt á undan sinni samtíð að landbúnaðarfrumuðir Íslandi komu hingað með útlenska gesti til að sýna að það væri hægt að rækta yndisgróður á Íslandi.“ 150 ára afmælishátíðin verður sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00 í garðinum í Múlakoti í Fljótshlíð.Múlakot.is Sigríður segir að Guðbjörg hafi aðallega ræktað stórar plöntur eins og grenitré, furur, lerki og reynitré. „Og fyrsta reynitréð fékk hún sem smáplöntu árið 1897 og hún miðaði aldur garðsins við þegar hún fékk reynitrén í hendurnar“. Sigríður segir að ástand Múlakotsgarðsins sé mjög gott í dag eftir að nemendur garðyrkjudeildar Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi tóku hann í gegn en garðurinn er þúsund fermetrar að stærð. Sigríður segir að allir séu velkomnir í 150 ára afmælið á morgun. „Já, og fólk þarf að klæða sig eftir veðri, við vonum það besta en verðum auðvitað að búa okkur undir íslenskt sumar með smá skúrum“. Dagskrá afmælishátíðarinnar: 1. Setning samkomu, Björn Bjarnason formaður Vinafélags Múlakots 2. Ávarp, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála 3. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna 4. Ómar Valdimarsson, formaður Garðyrkjufélags Íslands 5. Söngur, Maríanna Másdóttir 6. Ávarp, Björgvin Eggertsson, deildarstjóri LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. 7. Séra Sváfnir Sveinbjörnsson Kaffiveitingar og húsið opnað Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Menning Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Boðað hefur verið til afmælishátíða í Múlakoti í Fljótshlíð á morgun því þá verða 150 ár eru liðin frá fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur húsfreyju þar.Guðbjörg var ein allra færasta ræktunarkona landsins enda ber garðurinn í Múlakoti þess merkis. 150 ára afmælishátíðin verður haldin á morgun, sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00. Flutt verða stutt ávörp, söngur og einfaldar kaffiveitingar verða úti í garði Múlakots. Garðurinn í Múlakoti hjá Guðbjörgu Þorleifsdóttur varð landsfrægur, þangað streymdi að fólk til að skoða garðinn. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti veit allt um afmælishátíð morgundagsins. „Við erum að fagna Guðbjörgu Þorleifsdóttur, konunnar sem er brauðryðjandi í Múlakoti í garðrækt því það eru 150 ár liðin frá fæðingu hennar. Hún var algjör brauðryðjandi hér á Suðurlandi og mér liggur við að segja um allt land í garðrækt og hún var svo langt á undan sinni samtíð að landbúnaðarfrumuðir Íslandi komu hingað með útlenska gesti til að sýna að það væri hægt að rækta yndisgróður á Íslandi.“ 150 ára afmælishátíðin verður sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00 í garðinum í Múlakoti í Fljótshlíð.Múlakot.is Sigríður segir að Guðbjörg hafi aðallega ræktað stórar plöntur eins og grenitré, furur, lerki og reynitré. „Og fyrsta reynitréð fékk hún sem smáplöntu árið 1897 og hún miðaði aldur garðsins við þegar hún fékk reynitrén í hendurnar“. Sigríður segir að ástand Múlakotsgarðsins sé mjög gott í dag eftir að nemendur garðyrkjudeildar Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi tóku hann í gegn en garðurinn er þúsund fermetrar að stærð. Sigríður segir að allir séu velkomnir í 150 ára afmælið á morgun. „Já, og fólk þarf að klæða sig eftir veðri, við vonum það besta en verðum auðvitað að búa okkur undir íslenskt sumar með smá skúrum“. Dagskrá afmælishátíðarinnar: 1. Setning samkomu, Björn Bjarnason formaður Vinafélags Múlakots 2. Ávarp, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála 3. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna 4. Ómar Valdimarsson, formaður Garðyrkjufélags Íslands 5. Söngur, Maríanna Másdóttir 6. Ávarp, Björgvin Eggertsson, deildarstjóri LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. 7. Séra Sváfnir Sveinbjörnsson Kaffiveitingar og húsið opnað
Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Menning Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira