Elvar í Litháen næstu tvö árin Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 09:30 Elvar Már Friðriksson hefur samið við félag í Lithaén. vísir/s2s Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Elvar, sem er 25 ára landsliðsmaður, skrifaði undir samning til tveggja ára við sitt nýja félag. Í þættinum Sportið í dag, í lok maí, sagðist Elvar reikna með að fara í stærri deild en þá sænsku og hafði þá heyrt af áhuga frá Þýskalandi og Belgíu. Nú hefur hann ákveðið að fara til Litháens þar sem gríðarlegur áhugi er á körfubolta. Eftir að hafa leikið með Barry-háskólanum í Bandaríkjunum hefur Elvar leikið í frönsku B-deildinni og fyrir uppeldisfélag sitt Njarðvík, og nú síðast Borås þar sem honum gekk allt í haginn. Siauliai varð í 8. sæti af tíu liðum í litháensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hún var styttri en ella líkt og sú sænska vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum ánægð með að hafa fundið okkar leikstjórnanda. Hann hefur góða yfirsýn á vellinum og það er engin tilviljun að hann átti flestar sendingar í sænsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni með landsliði. Hæfileikar hans falla mjög vel að okkar leikstíl svo við væntum þess að honum gangi vel í Litháen, og leikmaðurinn er sjálfur ánægður að fá að spila í liði undir stjórn [Antanas] Sireika,“ sagði Mindaugas Zukauskas, íþróttastjóri Siauliai. Sireika var landsliðsþjálfari Litháens þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2003 og náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ári síðar, auk þess að ná langt með liðið á fleiri stórmótum. Turnyras Palangoje jau yra istorija, tuo tarpu kurti savosios m s miest atvyksta Islandijos rinktin s gyn jas,...Posted by BC " iauliai" on Laugardagur, 25. júlí 2020 Körfubolti Tengdar fréttir Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05 Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Elvar, sem er 25 ára landsliðsmaður, skrifaði undir samning til tveggja ára við sitt nýja félag. Í þættinum Sportið í dag, í lok maí, sagðist Elvar reikna með að fara í stærri deild en þá sænsku og hafði þá heyrt af áhuga frá Þýskalandi og Belgíu. Nú hefur hann ákveðið að fara til Litháens þar sem gríðarlegur áhugi er á körfubolta. Eftir að hafa leikið með Barry-háskólanum í Bandaríkjunum hefur Elvar leikið í frönsku B-deildinni og fyrir uppeldisfélag sitt Njarðvík, og nú síðast Borås þar sem honum gekk allt í haginn. Siauliai varð í 8. sæti af tíu liðum í litháensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hún var styttri en ella líkt og sú sænska vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum ánægð með að hafa fundið okkar leikstjórnanda. Hann hefur góða yfirsýn á vellinum og það er engin tilviljun að hann átti flestar sendingar í sænsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni með landsliði. Hæfileikar hans falla mjög vel að okkar leikstíl svo við væntum þess að honum gangi vel í Litháen, og leikmaðurinn er sjálfur ánægður að fá að spila í liði undir stjórn [Antanas] Sireika,“ sagði Mindaugas Zukauskas, íþróttastjóri Siauliai. Sireika var landsliðsþjálfari Litháens þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2003 og náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ári síðar, auk þess að ná langt með liðið á fleiri stórmótum. Turnyras Palangoje jau yra istorija, tuo tarpu kurti savosios m s miest atvyksta Islandijos rinktin s gyn jas,...Posted by BC " iauliai" on Laugardagur, 25. júlí 2020
Körfubolti Tengdar fréttir Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05 Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05
Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30
Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00