Guðbjörgu garðyrkjukonu í Múlakoti í Fljótshlíð fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2020 19:40 Þess er nú minnst að ein merkasta garðyrkjukona landsins, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí. Orðstír Guðbjargar sem ræktunarkonu náði langt út fyrir landsteinana. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Guðbjargar var boðað til afmælishátíðar í garðinum í Múlakoti í gær þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast verka henna og hlusta á ræður, tónlist og þiggja veitingar. Maður Guðbjargar var Túbal Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð. „Guðbjörg Þorleifsdóttir var konan, sem gerði Múlakotsgarðinn, sem var landsfrægur og frægur á öllum Norðurlöndunum á fyrri hluta síðari aldar“, segir Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti. Brjóstmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í garðinum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Guðbjörg var náttúrulega afskaplega sérstök manneskja, hún var algjör brauðryðjandi, hún var ekki langskólagengin, fædd og uppalinn í Múlakot og hér var hún í rauninni allan sinn aldur en ræktunin var hennar líf og yndi frá því að hún var lítil stelpuskott, sem var hér að hlaupa um,“ bætir Sigríður við. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti, ásamt gestum í Múlakotsgarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trjásafnið í Múlakoti er mjög fjölbreytt og fallegt en þar er mikið af reynitrjá, grenitrjám, sitkagreni, fjallþingur og askur, svo eitthvað sé nefna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem býr á bænum Kvoslæk í Fljótshlíð hefur komið mikið af starfinu í Múlakoti og ekki síst í kringum uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti. „Þetta er mjög merkilegt hús því að þetta er bæði merkilegt hús því að hér var gististaður, vinsæll staður fyrir fólk, sem var að ferðast og einnig voru hér margir listamenn, sem dvöldust hér á árum áður,“ segir Björn. En hvað með hann sjálfan er hann mikill garðyrkju og skógræktarmaður? „Nei, ég er hvorki garðyrkju né skógræktarmaður en ég hef hins vegar vit á því sem er gamalt og gott og ber að varðveita til að halda sögunni okkar lifandi,“ segir Björn og hlær. Um 200 gestir tóku þátt í 160 ára afmælishátíðinni í Múlakoti sunnudaginn 26. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Þess er nú minnst að ein merkasta garðyrkjukona landsins, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí. Orðstír Guðbjargar sem ræktunarkonu náði langt út fyrir landsteinana. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Guðbjargar var boðað til afmælishátíðar í garðinum í Múlakoti í gær þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast verka henna og hlusta á ræður, tónlist og þiggja veitingar. Maður Guðbjargar var Túbal Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð. „Guðbjörg Þorleifsdóttir var konan, sem gerði Múlakotsgarðinn, sem var landsfrægur og frægur á öllum Norðurlöndunum á fyrri hluta síðari aldar“, segir Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti. Brjóstmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í garðinum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Guðbjörg var náttúrulega afskaplega sérstök manneskja, hún var algjör brauðryðjandi, hún var ekki langskólagengin, fædd og uppalinn í Múlakot og hér var hún í rauninni allan sinn aldur en ræktunin var hennar líf og yndi frá því að hún var lítil stelpuskott, sem var hér að hlaupa um,“ bætir Sigríður við. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti, ásamt gestum í Múlakotsgarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trjásafnið í Múlakoti er mjög fjölbreytt og fallegt en þar er mikið af reynitrjá, grenitrjám, sitkagreni, fjallþingur og askur, svo eitthvað sé nefna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem býr á bænum Kvoslæk í Fljótshlíð hefur komið mikið af starfinu í Múlakoti og ekki síst í kringum uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti. „Þetta er mjög merkilegt hús því að þetta er bæði merkilegt hús því að hér var gististaður, vinsæll staður fyrir fólk, sem var að ferðast og einnig voru hér margir listamenn, sem dvöldust hér á árum áður,“ segir Björn. En hvað með hann sjálfan er hann mikill garðyrkju og skógræktarmaður? „Nei, ég er hvorki garðyrkju né skógræktarmaður en ég hef hins vegar vit á því sem er gamalt og gott og ber að varðveita til að halda sögunni okkar lifandi,“ segir Björn og hlær. Um 200 gestir tóku þátt í 160 ára afmælishátíðinni í Múlakoti sunnudaginn 26. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira