Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:56 Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag.Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að til stæði að hefja víðtækari skimun innanlands vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa undanfarna daga, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. „Undirbúningurinn er að mestu leyti búinn hjá okkur, við reiknum með því að fara á fulla ferð í eftirmiðdaginn,“ segir Kári. Hvernig kemur það til að Íslensk erfðagreining kemur aftur inn í þetta verkefni með þessum hætti? „Vegna þess að okkur sýnist eins og að þetta sé að fara úr böndum. Það eru núna fjórir aðilar úti í samfélaginu sem hafa smitast af veiru sem eru með sama stökkbreytingarmynstrið og þessir fjórir aðilar vita ekkert hvernig þeir tengjast. Þannig það hljóta að vera einhverjir aðilar milli þeirra sem að hafa sýkst líka og við vitum ekki hvað það eru margir,“ svarar Kári. „Við vitum að að minnsta kosti tveir af þeim sem að við erum búin að finna og eru sýktir af veiru með þetta munstur eru með mjög mikið af veirunni þannig að þeir eru mjög smitandi. Þannig að við erum áhyggjufull hér um að þessi pest sé að breiðast út aftur með leifturhraða og það er mjög mikilvægt að ná böndum utan um þetta eins fljótt eins og hægt er og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“ Hversu víðtæk verður þessi skimun, mun hún einungis ná til þeirra sem tengjast þessum einstaklingum sem hafa smitast eða til annarra líka? „Í fyrsta lagi ætlum við að skoða slembiúrtak úr Reykjavík og Akranesi og síðan ætlum við að skima í kringum þessa einstaklinga sem eru sýktir. Hversu víðtækt þetta verður markast bara af því hvaða niðurstöður koma út úr þessu til þess að byrja með. Ég vona að við komumst að raun um að þetta hafi ekki farið víða. Ég vona að við komumst að raun um að það hafi þegar allir eða flestir þeirra sem hafa sýkst hafi þegar verið fundnir af kerfinu og þetta verði afskaplega lítið,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining verði þó undir það búin ef annað kemur á daginn. Aðspurður segist Kári ekki setja nein skilyrði um hertari reglur fyrir þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í þessari skimun. Hann muni treysta ákvörðunum sóttvarnalæknis. „Við setjum engin skilyrði. Það er ekki okkar að setja skilyrði. Við erum liðsmenn í þessum hópi sem er að takast á við þetta er sóttvarnalæknir og við komum til með að fylgja leiðbeiningum hans í þessu eins og við höfum alltaf gert áður,“ svarar Kári. „Við deilum með sóttvarnalækni áhyggjum út af þessu og ég reikna fastlega með því að hann komi til með að breyta reglum töluvert út af þessu. Það bara liggur í hlutarins eðli.“ Er eitthvað sem þú sjálfur myndir vilja sjá gert hvað varðar reglur um samkomutakmarkanir eða á landamærum? „Það sem að ég vil sjá gert er það sem að sóttvarnalæknir vill að verði gert og ég ætla ekkert að fara að gagnrýna sóttvarnalækni, hvorki áður en að hann er búinn að taka ákvarðanir né eftir það. Við erum á þeim stað að við verðum að snúa bökum saman og vinna að þessu í einingu og við munum gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag.Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að til stæði að hefja víðtækari skimun innanlands vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa undanfarna daga, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. „Undirbúningurinn er að mestu leyti búinn hjá okkur, við reiknum með því að fara á fulla ferð í eftirmiðdaginn,“ segir Kári. Hvernig kemur það til að Íslensk erfðagreining kemur aftur inn í þetta verkefni með þessum hætti? „Vegna þess að okkur sýnist eins og að þetta sé að fara úr böndum. Það eru núna fjórir aðilar úti í samfélaginu sem hafa smitast af veiru sem eru með sama stökkbreytingarmynstrið og þessir fjórir aðilar vita ekkert hvernig þeir tengjast. Þannig það hljóta að vera einhverjir aðilar milli þeirra sem að hafa sýkst líka og við vitum ekki hvað það eru margir,“ svarar Kári. „Við vitum að að minnsta kosti tveir af þeim sem að við erum búin að finna og eru sýktir af veiru með þetta munstur eru með mjög mikið af veirunni þannig að þeir eru mjög smitandi. Þannig að við erum áhyggjufull hér um að þessi pest sé að breiðast út aftur með leifturhraða og það er mjög mikilvægt að ná böndum utan um þetta eins fljótt eins og hægt er og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“ Hversu víðtæk verður þessi skimun, mun hún einungis ná til þeirra sem tengjast þessum einstaklingum sem hafa smitast eða til annarra líka? „Í fyrsta lagi ætlum við að skoða slembiúrtak úr Reykjavík og Akranesi og síðan ætlum við að skima í kringum þessa einstaklinga sem eru sýktir. Hversu víðtækt þetta verður markast bara af því hvaða niðurstöður koma út úr þessu til þess að byrja með. Ég vona að við komumst að raun um að þetta hafi ekki farið víða. Ég vona að við komumst að raun um að það hafi þegar allir eða flestir þeirra sem hafa sýkst hafi þegar verið fundnir af kerfinu og þetta verði afskaplega lítið,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining verði þó undir það búin ef annað kemur á daginn. Aðspurður segist Kári ekki setja nein skilyrði um hertari reglur fyrir þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í þessari skimun. Hann muni treysta ákvörðunum sóttvarnalæknis. „Við setjum engin skilyrði. Það er ekki okkar að setja skilyrði. Við erum liðsmenn í þessum hópi sem er að takast á við þetta er sóttvarnalæknir og við komum til með að fylgja leiðbeiningum hans í þessu eins og við höfum alltaf gert áður,“ svarar Kári. „Við deilum með sóttvarnalækni áhyggjum út af þessu og ég reikna fastlega með því að hann komi til með að breyta reglum töluvert út af þessu. Það bara liggur í hlutarins eðli.“ Er eitthvað sem þú sjálfur myndir vilja sjá gert hvað varðar reglur um samkomutakmarkanir eða á landamærum? „Það sem að ég vil sjá gert er það sem að sóttvarnalæknir vill að verði gert og ég ætla ekkert að fara að gagnrýna sóttvarnalækni, hvorki áður en að hann er búinn að taka ákvarðanir né eftir það. Við erum á þeim stað að við verðum að snúa bökum saman og vinna að þessu í einingu og við munum gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira