Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:56 Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag.Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að til stæði að hefja víðtækari skimun innanlands vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa undanfarna daga, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. „Undirbúningurinn er að mestu leyti búinn hjá okkur, við reiknum með því að fara á fulla ferð í eftirmiðdaginn,“ segir Kári. Hvernig kemur það til að Íslensk erfðagreining kemur aftur inn í þetta verkefni með þessum hætti? „Vegna þess að okkur sýnist eins og að þetta sé að fara úr böndum. Það eru núna fjórir aðilar úti í samfélaginu sem hafa smitast af veiru sem eru með sama stökkbreytingarmynstrið og þessir fjórir aðilar vita ekkert hvernig þeir tengjast. Þannig það hljóta að vera einhverjir aðilar milli þeirra sem að hafa sýkst líka og við vitum ekki hvað það eru margir,“ svarar Kári. „Við vitum að að minnsta kosti tveir af þeim sem að við erum búin að finna og eru sýktir af veiru með þetta munstur eru með mjög mikið af veirunni þannig að þeir eru mjög smitandi. Þannig að við erum áhyggjufull hér um að þessi pest sé að breiðast út aftur með leifturhraða og það er mjög mikilvægt að ná böndum utan um þetta eins fljótt eins og hægt er og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“ Hversu víðtæk verður þessi skimun, mun hún einungis ná til þeirra sem tengjast þessum einstaklingum sem hafa smitast eða til annarra líka? „Í fyrsta lagi ætlum við að skoða slembiúrtak úr Reykjavík og Akranesi og síðan ætlum við að skima í kringum þessa einstaklinga sem eru sýktir. Hversu víðtækt þetta verður markast bara af því hvaða niðurstöður koma út úr þessu til þess að byrja með. Ég vona að við komumst að raun um að þetta hafi ekki farið víða. Ég vona að við komumst að raun um að það hafi þegar allir eða flestir þeirra sem hafa sýkst hafi þegar verið fundnir af kerfinu og þetta verði afskaplega lítið,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining verði þó undir það búin ef annað kemur á daginn. Aðspurður segist Kári ekki setja nein skilyrði um hertari reglur fyrir þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í þessari skimun. Hann muni treysta ákvörðunum sóttvarnalæknis. „Við setjum engin skilyrði. Það er ekki okkar að setja skilyrði. Við erum liðsmenn í þessum hópi sem er að takast á við þetta er sóttvarnalæknir og við komum til með að fylgja leiðbeiningum hans í þessu eins og við höfum alltaf gert áður,“ svarar Kári. „Við deilum með sóttvarnalækni áhyggjum út af þessu og ég reikna fastlega með því að hann komi til með að breyta reglum töluvert út af þessu. Það bara liggur í hlutarins eðli.“ Er eitthvað sem þú sjálfur myndir vilja sjá gert hvað varðar reglur um samkomutakmarkanir eða á landamærum? „Það sem að ég vil sjá gert er það sem að sóttvarnalæknir vill að verði gert og ég ætla ekkert að fara að gagnrýna sóttvarnalækni, hvorki áður en að hann er búinn að taka ákvarðanir né eftir það. Við erum á þeim stað að við verðum að snúa bökum saman og vinna að þessu í einingu og við munum gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag.Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að til stæði að hefja víðtækari skimun innanlands vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa undanfarna daga, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. „Undirbúningurinn er að mestu leyti búinn hjá okkur, við reiknum með því að fara á fulla ferð í eftirmiðdaginn,“ segir Kári. Hvernig kemur það til að Íslensk erfðagreining kemur aftur inn í þetta verkefni með þessum hætti? „Vegna þess að okkur sýnist eins og að þetta sé að fara úr böndum. Það eru núna fjórir aðilar úti í samfélaginu sem hafa smitast af veiru sem eru með sama stökkbreytingarmynstrið og þessir fjórir aðilar vita ekkert hvernig þeir tengjast. Þannig það hljóta að vera einhverjir aðilar milli þeirra sem að hafa sýkst líka og við vitum ekki hvað það eru margir,“ svarar Kári. „Við vitum að að minnsta kosti tveir af þeim sem að við erum búin að finna og eru sýktir af veiru með þetta munstur eru með mjög mikið af veirunni þannig að þeir eru mjög smitandi. Þannig að við erum áhyggjufull hér um að þessi pest sé að breiðast út aftur með leifturhraða og það er mjög mikilvægt að ná böndum utan um þetta eins fljótt eins og hægt er og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“ Hversu víðtæk verður þessi skimun, mun hún einungis ná til þeirra sem tengjast þessum einstaklingum sem hafa smitast eða til annarra líka? „Í fyrsta lagi ætlum við að skoða slembiúrtak úr Reykjavík og Akranesi og síðan ætlum við að skima í kringum þessa einstaklinga sem eru sýktir. Hversu víðtækt þetta verður markast bara af því hvaða niðurstöður koma út úr þessu til þess að byrja með. Ég vona að við komumst að raun um að þetta hafi ekki farið víða. Ég vona að við komumst að raun um að það hafi þegar allir eða flestir þeirra sem hafa sýkst hafi þegar verið fundnir af kerfinu og þetta verði afskaplega lítið,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining verði þó undir það búin ef annað kemur á daginn. Aðspurður segist Kári ekki setja nein skilyrði um hertari reglur fyrir þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í þessari skimun. Hann muni treysta ákvörðunum sóttvarnalæknis. „Við setjum engin skilyrði. Það er ekki okkar að setja skilyrði. Við erum liðsmenn í þessum hópi sem er að takast á við þetta er sóttvarnalæknir og við komum til með að fylgja leiðbeiningum hans í þessu eins og við höfum alltaf gert áður,“ svarar Kári. „Við deilum með sóttvarnalækni áhyggjum út af þessu og ég reikna fastlega með því að hann komi til með að breyta reglum töluvert út af þessu. Það bara liggur í hlutarins eðli.“ Er eitthvað sem þú sjálfur myndir vilja sjá gert hvað varðar reglur um samkomutakmarkanir eða á landamærum? „Það sem að ég vil sjá gert er það sem að sóttvarnalæknir vill að verði gert og ég ætla ekkert að fara að gagnrýna sóttvarnalækni, hvorki áður en að hann er búinn að taka ákvarðanir né eftir það. Við erum á þeim stað að við verðum að snúa bökum saman og vinna að þessu í einingu og við munum gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira