Clippers með stórsigur á meðan Lakers máttu þola tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 09:25 Lakers gekk hörmulega að stöðva Kyle Lowry í nótt. Ashley Landis/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers komu sterkir til baka eftir tapið gegn Lakers og völtuðu yfir New Orleans Pelicans. Á sama tíma áttu nágrannar þeirra í Lakers aldrei möguleika gegn ríkjandi meisturum í Toronto Raptors. Leikur Toronto og Lakers var jafn framan af og raunar leiddu Lakers með þremur stigum í hálfleik, staðan þá 44-41. Toronto náðu vopnum sínum í síðari hálfleik og keyrðu einfaldlega yfir LeBron James og félaga í síðasta fjórðung. Unnur þeir hann með 13 stiga mun og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 107-92. Kyle Lowry fór hamförum hjá Raptors en hann setti 33 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þar á eftir kom OG Anunoby með 23 stig. LeBron setti niður 20 stig hjá Lakers og tók 10 fráköst, mest allra í liðinu. Kyle Kuzma var næstur í stigaskorun en hann gerði 16 stig. @Klow7 does it all in the @Raptors W over LAL! #WholeNewGame 33 PTS | 14 REB (career high) | 6 AST | 5 3PM pic.twitter.com/qyvf6sPfKs— NBA (@NBA) August 2, 2020 Clippers áttu aldrei í vandræðum með New Orleans Pelicans og var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik. Clippers þá þegar komnir með 32 stiga forystu, staðan 77-45. Slökuðu þeir á aðeins á í síðari hálfleik og þökk sé því að Clippers voru einfaldlega ekki með í síðasta leikhluta leiksins þá sluppu Pelicans við niðurlægingu. Staðan fyrir síðasta fjórðung leiksins var 103-66 en Pelicans gerðu 37 stig í síðasta fjórðung leiksins gegn aðeins 23 hjá Clippers. Lauk leiknum því með 126-103 sigri Clippers. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig og þar á eftir kom þá að sjálfsögðu Kawhi Leonard, með 24 stig. Hjá Pelicans var Nickeil Alexander-Walker með 15 stig á aðeins tólf mínútum. The @LAClippers go 9-13 from in the 1st Q on ESPN! #WholeNewGame pic.twitter.com/39q06vzasJ— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Denver Nuggets 105 – 125 Miami Heat Oklahoma City Thunder 110 – 94 Utah Jazz Indiana Pacers 127 – 121 Philadelphia 76ers @JoelEmbiid (41 PTS, 21 REB, 3 BLK) becomes the first @sixers player with multiple 40+ PT/20+ REB games since Charles Barkley!#WholeNewGame pic.twitter.com/gfx2X7aiYY— NBA (@NBA) August 2, 2020 Körfubolti NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers komu sterkir til baka eftir tapið gegn Lakers og völtuðu yfir New Orleans Pelicans. Á sama tíma áttu nágrannar þeirra í Lakers aldrei möguleika gegn ríkjandi meisturum í Toronto Raptors. Leikur Toronto og Lakers var jafn framan af og raunar leiddu Lakers með þremur stigum í hálfleik, staðan þá 44-41. Toronto náðu vopnum sínum í síðari hálfleik og keyrðu einfaldlega yfir LeBron James og félaga í síðasta fjórðung. Unnur þeir hann með 13 stiga mun og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 107-92. Kyle Lowry fór hamförum hjá Raptors en hann setti 33 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þar á eftir kom OG Anunoby með 23 stig. LeBron setti niður 20 stig hjá Lakers og tók 10 fráköst, mest allra í liðinu. Kyle Kuzma var næstur í stigaskorun en hann gerði 16 stig. @Klow7 does it all in the @Raptors W over LAL! #WholeNewGame 33 PTS | 14 REB (career high) | 6 AST | 5 3PM pic.twitter.com/qyvf6sPfKs— NBA (@NBA) August 2, 2020 Clippers áttu aldrei í vandræðum með New Orleans Pelicans og var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik. Clippers þá þegar komnir með 32 stiga forystu, staðan 77-45. Slökuðu þeir á aðeins á í síðari hálfleik og þökk sé því að Clippers voru einfaldlega ekki með í síðasta leikhluta leiksins þá sluppu Pelicans við niðurlægingu. Staðan fyrir síðasta fjórðung leiksins var 103-66 en Pelicans gerðu 37 stig í síðasta fjórðung leiksins gegn aðeins 23 hjá Clippers. Lauk leiknum því með 126-103 sigri Clippers. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig og þar á eftir kom þá að sjálfsögðu Kawhi Leonard, með 24 stig. Hjá Pelicans var Nickeil Alexander-Walker með 15 stig á aðeins tólf mínútum. The @LAClippers go 9-13 from in the 1st Q on ESPN! #WholeNewGame pic.twitter.com/39q06vzasJ— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Denver Nuggets 105 – 125 Miami Heat Oklahoma City Thunder 110 – 94 Utah Jazz Indiana Pacers 127 – 121 Philadelphia 76ers @JoelEmbiid (41 PTS, 21 REB, 3 BLK) becomes the first @sixers player with multiple 40+ PT/20+ REB games since Charles Barkley!#WholeNewGame pic.twitter.com/gfx2X7aiYY— NBA (@NBA) August 2, 2020
Körfubolti NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira