Grænn gróði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 4. ágúst 2020 09:01 Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera í fremstu röð í grænmetisframleiðslu. Ef til vill kemur það fólki á óvart sem skoðar landakort. En það er einmitt staða Íslands á landakortinu sem gerir þennan möguleika mögulegan. Heimili okkar er nefnilega full af vatni, köldu og heitu. Og orkan er næg, þótt hún sé alltof dýr fyrir grænmetisbændur. Eftirspurn eftir heilnæmu grænmeti, ávöxtum og korni hefur aukist mikið um allan heim og mun aukast verulega á næstu árum. Hér er því á ferðinni dauðafæri fyrir Ísland. Þetta tækifæri er einstakt, nýtir kosti Íslands á sjálfbæran hátt, er atvinnuskapandi, mætir breyttri neysluhegðun og er umhverfisvænt á tímum loftslagsbreytinga. Til að hægt sé að nýta sér þetta tækifæri þurfa stjórnvöld að koma að uppbyggingunni með auknum opinberum stuðningi. Lækka ætti verð á rafmagni, flutningskostnaði og á öðrum kostnaði. Slíkur stuðningur þarf að vera gagnsær og almennur en umfram allt myndarlegur. Í hagfræðinni höfum við mikla trú á hinum svokölluðum hagrænum hvötum en þá vantar hér í mun meiri mæli þegar kemur að hinu græna. Gerum þetta að atvinnustefnu Nákvæmlega núna er verið að búa til í reykfylltum bakherbergjum ráðherra núverandi ríkisstjórnar nýja fimm ára fjármálaáætlun fyrir hið opinbera. Um er að ræða yfir 5.000 milljarða kr. áætlun. Takið eftir, að ég er að tala um milljarða hér en ekki milljónir. Eitthvað fara þessir peningar í. Þess vegna er þetta rétti tíminn til að koma með framsæknar hugmyndir sem taka mið af framtíðinni en ekki fortíðinni. Umfangsmikil grænmetisframleiðsla hér á landi ætti að vera hluti af atvinnustefnu hins opinbera. Þetta ætti einnig að vera hluti af vel hugsuðu fjárfestingarátaki stjórnvalda en ekki sem smátt hliðarverkefni sem fær að fljóta með, ef ráðherrar muna eftir því. Það sem hefur verið gert hingað til er því miður svo lítið að það skiptir of litlu máli. Fjórföldum grænmetisframleiðslu Nýverið var kynnt áætlun stjórnvalda að auka framleiðslu af grænmeti um 25% á næstu þremur árum og voru settar litlar 200 milljónir kr. til viðbótar við þær 600 m kr. sem fara í framleiðslu garðyrkjuafurða. Þetta er einfaldlega allt of lítið og metnaðarlaust. Við eigum frekar að setja okkur það markmið að fjórfalda grænmetisframleiðslu hér á landi á næstu árum í stað þess að auka hana aðeins um fjórðung eins og vilji núverandi stjórnvalda er. Til samanburðar eru 200 milljónir kr. viðbót núverandi stjórnvalda svipuð upphæð og ríkið setur í styrki til fiskvinnslustöðva á ári og er einnig aðeins einn tíundi af því sem stjórnvöld kjósa að eyða í varnarmál á hverju ári. Um 12.000 milljónir renna hins vegar frá almenningi í nautgripa- og sauðfjárrækt á hverju ári og er því stuðningurinn fyrir garðyrkjuafurðir einungis 5% af þeirri upphæð. Hvað er grænt við það? Hið græna í stað hið ferfætta Búvörusamningar framtíðarinnar eiga að snúast um hið græna en ekki hið ferfætta. Við þurfum að hjálpa bændum að breyta framleiðslu sinni í þessa átt. Við eigum að styðja fleiri nýja bændur sem starfa í grænum framleiðsluheimi. Það má vel hugsa sér að Ísland verði útflytjandi af garðyrkjuafurðum en ekki innflytjandi. Vegna sjávarins umhverfis landið er Ísland matvælaland á heimsmælikvarða á sviði sjávarútvegs. Víkkum þessa hugmynd út og látum hana ná yfir grænmetið sem þarf orku, jarðvarma, ylrækt og vatn en af því eigum við nóg. Það getur kostað peninga að búa til peninga. Það kostar að hugsa stórt en það borgar sig, ef það er skynsamlegt. Fjórföldun grænmetisframleiðslu er skynsamleg hugmynd. Eina sem hindrar okkur er metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar. Við þurfum að vaxa upp úr þessari kreppu sem við erum í. Sá vöxtur á að vera grænn og vænn. Og ekki er verra, ef við getum borðað hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Loftslagsmál Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera í fremstu röð í grænmetisframleiðslu. Ef til vill kemur það fólki á óvart sem skoðar landakort. En það er einmitt staða Íslands á landakortinu sem gerir þennan möguleika mögulegan. Heimili okkar er nefnilega full af vatni, köldu og heitu. Og orkan er næg, þótt hún sé alltof dýr fyrir grænmetisbændur. Eftirspurn eftir heilnæmu grænmeti, ávöxtum og korni hefur aukist mikið um allan heim og mun aukast verulega á næstu árum. Hér er því á ferðinni dauðafæri fyrir Ísland. Þetta tækifæri er einstakt, nýtir kosti Íslands á sjálfbæran hátt, er atvinnuskapandi, mætir breyttri neysluhegðun og er umhverfisvænt á tímum loftslagsbreytinga. Til að hægt sé að nýta sér þetta tækifæri þurfa stjórnvöld að koma að uppbyggingunni með auknum opinberum stuðningi. Lækka ætti verð á rafmagni, flutningskostnaði og á öðrum kostnaði. Slíkur stuðningur þarf að vera gagnsær og almennur en umfram allt myndarlegur. Í hagfræðinni höfum við mikla trú á hinum svokölluðum hagrænum hvötum en þá vantar hér í mun meiri mæli þegar kemur að hinu græna. Gerum þetta að atvinnustefnu Nákvæmlega núna er verið að búa til í reykfylltum bakherbergjum ráðherra núverandi ríkisstjórnar nýja fimm ára fjármálaáætlun fyrir hið opinbera. Um er að ræða yfir 5.000 milljarða kr. áætlun. Takið eftir, að ég er að tala um milljarða hér en ekki milljónir. Eitthvað fara þessir peningar í. Þess vegna er þetta rétti tíminn til að koma með framsæknar hugmyndir sem taka mið af framtíðinni en ekki fortíðinni. Umfangsmikil grænmetisframleiðsla hér á landi ætti að vera hluti af atvinnustefnu hins opinbera. Þetta ætti einnig að vera hluti af vel hugsuðu fjárfestingarátaki stjórnvalda en ekki sem smátt hliðarverkefni sem fær að fljóta með, ef ráðherrar muna eftir því. Það sem hefur verið gert hingað til er því miður svo lítið að það skiptir of litlu máli. Fjórföldum grænmetisframleiðslu Nýverið var kynnt áætlun stjórnvalda að auka framleiðslu af grænmeti um 25% á næstu þremur árum og voru settar litlar 200 milljónir kr. til viðbótar við þær 600 m kr. sem fara í framleiðslu garðyrkjuafurða. Þetta er einfaldlega allt of lítið og metnaðarlaust. Við eigum frekar að setja okkur það markmið að fjórfalda grænmetisframleiðslu hér á landi á næstu árum í stað þess að auka hana aðeins um fjórðung eins og vilji núverandi stjórnvalda er. Til samanburðar eru 200 milljónir kr. viðbót núverandi stjórnvalda svipuð upphæð og ríkið setur í styrki til fiskvinnslustöðva á ári og er einnig aðeins einn tíundi af því sem stjórnvöld kjósa að eyða í varnarmál á hverju ári. Um 12.000 milljónir renna hins vegar frá almenningi í nautgripa- og sauðfjárrækt á hverju ári og er því stuðningurinn fyrir garðyrkjuafurðir einungis 5% af þeirri upphæð. Hvað er grænt við það? Hið græna í stað hið ferfætta Búvörusamningar framtíðarinnar eiga að snúast um hið græna en ekki hið ferfætta. Við þurfum að hjálpa bændum að breyta framleiðslu sinni í þessa átt. Við eigum að styðja fleiri nýja bændur sem starfa í grænum framleiðsluheimi. Það má vel hugsa sér að Ísland verði útflytjandi af garðyrkjuafurðum en ekki innflytjandi. Vegna sjávarins umhverfis landið er Ísland matvælaland á heimsmælikvarða á sviði sjávarútvegs. Víkkum þessa hugmynd út og látum hana ná yfir grænmetið sem þarf orku, jarðvarma, ylrækt og vatn en af því eigum við nóg. Það getur kostað peninga að búa til peninga. Það kostar að hugsa stórt en það borgar sig, ef það er skynsamlegt. Fjórföldun grænmetisframleiðslu er skynsamleg hugmynd. Eina sem hindrar okkur er metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar. Við þurfum að vaxa upp úr þessari kreppu sem við erum í. Sá vöxtur á að vera grænn og vænn. Og ekki er verra, ef við getum borðað hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun