Guardiola vill fjóra nýja leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 23:00 „Ég vill svona mikið af nýjum leikmönnum,“ gæti Pep verið að segja hér. Matt McNulty/Getty Images Svo virðist sem Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City – sé ekki parsáttur með leikmannahóp sinn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á þeim Ferran Torres og Nathan Aké en Guardiola er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Vill hann vill fjóra nýja leikmenn til viðbótar samkvæmt Sky Sports. Eftir að Evrópubanni City var aflétt er ljóst að Pep vill að félagið opni fjárhirslur sínar svo hægt sé að spreða í nýja – og betri – leikmenn. Sá spænski hefur aldrei verið hræddur við að fjárfesta í nýjum mönnum og hann ætlar sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná Englandsmeistaratitlinum úr hrömmum Liverpool-manna. Kaup City á hollenska varnarmanninum Nathan Aké frá Bournemouth voru staðfest fyrr í kvöld. Hann var einn fárra leikmanna Bournemouth sem komst frá nýafstöðnu tímabili með orðspor sitt enn í lagi. Þá er City einnig á eftir Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, en sá er eftirsóttur af flestum stærstu liðum Evrópu. Dagar John Stones og Nicolas Otamendi eru svo gott sem taldir hjá City svo mögulega fjárfestir félagið í enn fleiri varnarmönnum. Þessir tveir eru þó á toppi listans. Þó svo að félagið hafi skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur þá vill Pep samt sem áður bæta sóknarleik liðsins. Torres er nú þegar kominn frá Valencia en Lautaro Martinez er á toppi listans yfir þá framherja sem Pep vill til félagsins. Martinez, sem spilar fyrir Inter Milan, hefur verið ítrekað orðaður við spænska stórliðið Barcelona undanfarna mánuði en Börsungar virðast ekki hafa efni á leikmanninum. City mun því eflaust gera það sem þeir geta til að stela honum undan nefinu á Börsungum. Þá er Joao Felix, ungstirnið í herbúðum Atletico Madrid, einnig á lista Pep. Það er ljóst að þessir leikmenn munu kosta sitt en það er ekki vandamál þegar kemur að leikmannakaupum hjá City. Hvað þá ef liðinu tekst að losa nokkra vel valda leikmenn af launaskrá félagsins. Pep vill að City verði búið að klófesta leikmennina fyrir 12. september en félagaskiptaglugginn lokar þó ekki fyrr en í byrjun október. City mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn kemur, þann 7. ágúst. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira
Svo virðist sem Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City – sé ekki parsáttur með leikmannahóp sinn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á þeim Ferran Torres og Nathan Aké en Guardiola er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Vill hann vill fjóra nýja leikmenn til viðbótar samkvæmt Sky Sports. Eftir að Evrópubanni City var aflétt er ljóst að Pep vill að félagið opni fjárhirslur sínar svo hægt sé að spreða í nýja – og betri – leikmenn. Sá spænski hefur aldrei verið hræddur við að fjárfesta í nýjum mönnum og hann ætlar sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná Englandsmeistaratitlinum úr hrömmum Liverpool-manna. Kaup City á hollenska varnarmanninum Nathan Aké frá Bournemouth voru staðfest fyrr í kvöld. Hann var einn fárra leikmanna Bournemouth sem komst frá nýafstöðnu tímabili með orðspor sitt enn í lagi. Þá er City einnig á eftir Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, en sá er eftirsóttur af flestum stærstu liðum Evrópu. Dagar John Stones og Nicolas Otamendi eru svo gott sem taldir hjá City svo mögulega fjárfestir félagið í enn fleiri varnarmönnum. Þessir tveir eru þó á toppi listans. Þó svo að félagið hafi skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur þá vill Pep samt sem áður bæta sóknarleik liðsins. Torres er nú þegar kominn frá Valencia en Lautaro Martinez er á toppi listans yfir þá framherja sem Pep vill til félagsins. Martinez, sem spilar fyrir Inter Milan, hefur verið ítrekað orðaður við spænska stórliðið Barcelona undanfarna mánuði en Börsungar virðast ekki hafa efni á leikmanninum. City mun því eflaust gera það sem þeir geta til að stela honum undan nefinu á Börsungum. Þá er Joao Felix, ungstirnið í herbúðum Atletico Madrid, einnig á lista Pep. Það er ljóst að þessir leikmenn munu kosta sitt en það er ekki vandamál þegar kemur að leikmannakaupum hjá City. Hvað þá ef liðinu tekst að losa nokkra vel valda leikmenn af launaskrá félagsins. Pep vill að City verði búið að klófesta leikmennina fyrir 12. september en félagaskiptaglugginn lokar þó ekki fyrr en í byrjun október. City mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn kemur, þann 7. ágúst. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira