Mikilvægi Grétars Rafns hjá Everton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 22:00 Grétar Rafn er mikils metinn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Vísir/The Athletic Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar nú hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þar er hann í miklum metum en hann spilar stóra rullu í leikmannastefnu félagsins. Patrick Boyland hjá vefmiðlinum The Athletic fór yfir leikmannamál Everton og hvernig þau ganga fyrir sig. Í grein sem nálgast BA-ritgerð á lengd [greinin er vel yfir þrjú þúsund orð] er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson nefndur á nafn en hann vinnur náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton. Grétar Rafn er í raun hægri hönd Brands og þar með að vissu leyti yfir leikmannamálum félagsins. Brands – verandi yfirmaður knattspyrnumála – hefur þó alltaf lokatkvæðið. Grétar fær upplýsingar frá njósnurum félagsins. Vinnur úr þeim upplýsingum ásamt þeirri tölfræði sem félagið hefur um hvern og einn leikmann. Þegar hann hefur svo sett þessi gögn saman þá fer hann með þau til Brands, ef leikmaðurinn er nægilega góður þar að segja. Grétar Rafn lék á sínum tíma sem atvinnumaður með Young Boys [Sviss], AZ Alkmaar [Holland], Bolton Wanderers [England] og Kayserispor [Tyrkland]. Þá á hann að baki 46 A-landsleiki.Laurence Griffiths/Getty Images Hinn 38 ára gamli Grétar hefur ekki verið lengi í starfi en hann var ráðinn til Everton í desember árið 2018. Það var aðeins fimm árum eftir að hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun skráði Grétar sig í nám. Hann sérhæfði sig í stjórnun knattspyrnuliða ásamt því að vera menntaður í þróttasálfræði. Árið 2015 fékk hann svo starf hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town. Þar var hann yfirmaður knattspyrnumála. Sá hann alfarið um leikmannakaup liðsins þangað til Joey Barton - sá mikli vandræðagemsi - var gerður að þjálfara liðsins. Barton vildi sjálfur fá að sjá um leikmannamál og því minnkaði vægi Grétars hjá félaginu. Hann var síðan ráðinn til Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Skömmu síðar fékk hann stöðuhækkun og er í dag yfir leikmannamálum liðsins. Brands – sem fékk Grétar á sínum til AZ Alkmaar – ber honum vel söguna. „Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá fer hann á eftir því, sem er smá eins og það sem ég geri,“ segir Brands í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo skömmu eftir komu Grétars til Everton. „Ég vill hafa fólk í kringum sem telur að ekkert sé ómögulegt. Ég vill hafa samstarfsmenn sem trúa að allt sé hægt. Við munum ekki alltaf ná árangri en ef þú reynir ekki þá er öruggt að þú nærð aldrei árangri. Grétar er þannig starfsmaður, hann er liðsmaður og vill vinna fyrir annað fólk, hann er ekki með stórt egó,“ sagði Brands við The Athletic. Brands er enn að reyna finna lausnir á öllum þeim slæmu ákvörðunum sem félagið tók áður en hann tók við starfi sínu. Everton hefur losað sig við leikmenn á borð við Oumar Niasse og Morcan Schneiderlin fyrir aðeins brot af því sem þeir voru keyptir fyrir. Erfiðara verður fyrir Brands – og Everton – að losa leikmenn á borð við Sandro Ramirez, Cenk Tosun og Yannick Bolasie. Everton hefur verið mjög virkt á leikmannamarkaðnum síðan Brands tók við stöðu sinni hjá félaginu.Athletic/Vísir Það er því ljóst að Grétar þarf að sýna hvað í sér býr fari svo að Everton nái að selja áðurnefnda leikmenn en leikmannavelta félagsins hefur verið gríðarleg undanfarin misseri. Brands og Grétar vilja koma meira jafnvægi á hana og gera liðið stöðugra á leikmannamarkaðnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar nú hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þar er hann í miklum metum en hann spilar stóra rullu í leikmannastefnu félagsins. Patrick Boyland hjá vefmiðlinum The Athletic fór yfir leikmannamál Everton og hvernig þau ganga fyrir sig. Í grein sem nálgast BA-ritgerð á lengd [greinin er vel yfir þrjú þúsund orð] er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson nefndur á nafn en hann vinnur náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton. Grétar Rafn er í raun hægri hönd Brands og þar með að vissu leyti yfir leikmannamálum félagsins. Brands – verandi yfirmaður knattspyrnumála – hefur þó alltaf lokatkvæðið. Grétar fær upplýsingar frá njósnurum félagsins. Vinnur úr þeim upplýsingum ásamt þeirri tölfræði sem félagið hefur um hvern og einn leikmann. Þegar hann hefur svo sett þessi gögn saman þá fer hann með þau til Brands, ef leikmaðurinn er nægilega góður þar að segja. Grétar Rafn lék á sínum tíma sem atvinnumaður með Young Boys [Sviss], AZ Alkmaar [Holland], Bolton Wanderers [England] og Kayserispor [Tyrkland]. Þá á hann að baki 46 A-landsleiki.Laurence Griffiths/Getty Images Hinn 38 ára gamli Grétar hefur ekki verið lengi í starfi en hann var ráðinn til Everton í desember árið 2018. Það var aðeins fimm árum eftir að hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun skráði Grétar sig í nám. Hann sérhæfði sig í stjórnun knattspyrnuliða ásamt því að vera menntaður í þróttasálfræði. Árið 2015 fékk hann svo starf hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town. Þar var hann yfirmaður knattspyrnumála. Sá hann alfarið um leikmannakaup liðsins þangað til Joey Barton - sá mikli vandræðagemsi - var gerður að þjálfara liðsins. Barton vildi sjálfur fá að sjá um leikmannamál og því minnkaði vægi Grétars hjá félaginu. Hann var síðan ráðinn til Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Skömmu síðar fékk hann stöðuhækkun og er í dag yfir leikmannamálum liðsins. Brands – sem fékk Grétar á sínum til AZ Alkmaar – ber honum vel söguna. „Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá fer hann á eftir því, sem er smá eins og það sem ég geri,“ segir Brands í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo skömmu eftir komu Grétars til Everton. „Ég vill hafa fólk í kringum sem telur að ekkert sé ómögulegt. Ég vill hafa samstarfsmenn sem trúa að allt sé hægt. Við munum ekki alltaf ná árangri en ef þú reynir ekki þá er öruggt að þú nærð aldrei árangri. Grétar er þannig starfsmaður, hann er liðsmaður og vill vinna fyrir annað fólk, hann er ekki með stórt egó,“ sagði Brands við The Athletic. Brands er enn að reyna finna lausnir á öllum þeim slæmu ákvörðunum sem félagið tók áður en hann tók við starfi sínu. Everton hefur losað sig við leikmenn á borð við Oumar Niasse og Morcan Schneiderlin fyrir aðeins brot af því sem þeir voru keyptir fyrir. Erfiðara verður fyrir Brands – og Everton – að losa leikmenn á borð við Sandro Ramirez, Cenk Tosun og Yannick Bolasie. Everton hefur verið mjög virkt á leikmannamarkaðnum síðan Brands tók við stöðu sinni hjá félaginu.Athletic/Vísir Það er því ljóst að Grétar þarf að sýna hvað í sér býr fari svo að Everton nái að selja áðurnefnda leikmenn en leikmannavelta félagsins hefur verið gríðarleg undanfarin misseri. Brands og Grétar vilja koma meira jafnvægi á hana og gera liðið stöðugra á leikmannamarkaðnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira