Hollenski varnarmaðurinn Nathan Aké er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City. Þetta staðfesti félagið á vef sínum nú rétt í þessu. Skrifar leikmaðurinn undir fimm ára samning við félagið.
We re excited to announce the signing of @NathanAke from Bournemouth on a five-year deal
— Manchester City (@ManCity) August 5, 2020
#ManCity | https://t.co/axa0klD5re pic.twitter.com/6tyYQ2OVwv
Það er nóg um að vera á skrifstofu City þessa dagana en spænski vængmaðurinn Ferran Torres gekk til liðs við félagið í gær. Hann kom frá Valencia en Aké kemur frá Bournemouth sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum.
Hinn 25 ára gamli Aké lék yfir 100 leiki með Bournemouth en hann lék með liðinu frá árinu 2017. Þar áður var hann á mála hjá Chelsea en lék aðeins sjö leiki með aðalliði liðsins.
Talið er að City borgi um 41 milljón punda fyrir þennan hollenska landsliðsmann. Alls á hann 13 A-landsleiki að baki ásamt fjölda leikja fyrir yngri landslið Hollands.