Stórstjörnur Man. City fá risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 09:00 Sergio Aguero fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester City. Hann á von á vænum bónus vinni Manchester City Meistaradeildina efrtir sautján daga. Getty/ Shaun Botterill Stórstjörnur Manchester City hafa unnið marga titla á síðustu árum en þeir hafa aldrei fengið eins stóran bónus og bíður þeirra ef liðið vinnur Meistaradeildina 23. ágúst næstkomandi. Bestu leikmenn Man. City fá nefnilega sannkallaðan risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina. Manchester City hefur þannig háttinn á að leikmenn munu fá mismunandi háa bónusa vinni liðið Meistaradeildina. Það fer allt eftir samningnum hvers og eins. Manchester City er eina enska liðið sem á raunhæfa möguleika á því að gera eitthvað í Meistaradeildinni sem hefst aftur annað kvöld. Tottenham og Liverpool eru úr leik og Chelsea tapaði fyrri leiknum á móti Bayern München 3-0 á heimavelli sínum. Manchester City squad chase bonus of around £15million... with club stars set to earn £1m EACH if they win the Champions League https://t.co/Z3QqWtzHAg— MailOnline Sport (@MailSport) August 6, 2020 Manchester City liðið vann aftur á móti 2-1 útisigur á Real Madrid og er því í mjög góðri stöðu þegar seinni leikurinn fer fram í Manchester annað kvöld. Daily Mail segir þessum risabónusgreiðslum leikmanna Manchester City liðsins. Það er ljóst að það fá ekki allir slíka tröllabónusa en hann er hluti af bestu samningunum. Það þýðir að toppleikmenn eins og þeir Kevin De Bruyne, Sergio Aguero og David Silva fá eina milljón punda hver í bónus takist liðinu að vinna Meistaradeildina. Það þýðir 177 milljóna króna eingreiðslu sem er ágætis búbót. Alls munu eigendur Manchester City þurfa að borga fimmtán milljónir punda, 2,6 milljarða króna, í bónusgreiðslur verði Manchester City sjötta enska félagið til að vinna Meistaradeildina. Liverpool (6 sinnum), Manchester United (3), Nottingham Forest (2), Chelsea (1), Aston Villa (1) eru einu ensku félögin sem hafa unnið Evrópukeppni Meistaraliða og aðeins Liverpool, Manchester United og Chelsea hafa unnið keppnina síðan hún breyttist í Meistaradeildina. Manchester City hefur reyndar unnið Evrópukeppni en það var fyrir fimmtíu árum. City liðið vann þá UEFA-bikarinn eftir 2-1 sigur á pólska félaginu Górnik Zabrze í úrslitaleik í Vín. Seinni leikur Manchester City og Real Madrid fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Upphitunin fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst á sömu stöð klukkan 18.15. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
Stórstjörnur Manchester City hafa unnið marga titla á síðustu árum en þeir hafa aldrei fengið eins stóran bónus og bíður þeirra ef liðið vinnur Meistaradeildina 23. ágúst næstkomandi. Bestu leikmenn Man. City fá nefnilega sannkallaðan risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina. Manchester City hefur þannig háttinn á að leikmenn munu fá mismunandi háa bónusa vinni liðið Meistaradeildina. Það fer allt eftir samningnum hvers og eins. Manchester City er eina enska liðið sem á raunhæfa möguleika á því að gera eitthvað í Meistaradeildinni sem hefst aftur annað kvöld. Tottenham og Liverpool eru úr leik og Chelsea tapaði fyrri leiknum á móti Bayern München 3-0 á heimavelli sínum. Manchester City squad chase bonus of around £15million... with club stars set to earn £1m EACH if they win the Champions League https://t.co/Z3QqWtzHAg— MailOnline Sport (@MailSport) August 6, 2020 Manchester City liðið vann aftur á móti 2-1 útisigur á Real Madrid og er því í mjög góðri stöðu þegar seinni leikurinn fer fram í Manchester annað kvöld. Daily Mail segir þessum risabónusgreiðslum leikmanna Manchester City liðsins. Það er ljóst að það fá ekki allir slíka tröllabónusa en hann er hluti af bestu samningunum. Það þýðir að toppleikmenn eins og þeir Kevin De Bruyne, Sergio Aguero og David Silva fá eina milljón punda hver í bónus takist liðinu að vinna Meistaradeildina. Það þýðir 177 milljóna króna eingreiðslu sem er ágætis búbót. Alls munu eigendur Manchester City þurfa að borga fimmtán milljónir punda, 2,6 milljarða króna, í bónusgreiðslur verði Manchester City sjötta enska félagið til að vinna Meistaradeildina. Liverpool (6 sinnum), Manchester United (3), Nottingham Forest (2), Chelsea (1), Aston Villa (1) eru einu ensku félögin sem hafa unnið Evrópukeppni Meistaraliða og aðeins Liverpool, Manchester United og Chelsea hafa unnið keppnina síðan hún breyttist í Meistaradeildina. Manchester City hefur reyndar unnið Evrópukeppni en það var fyrir fimmtíu árum. City liðið vann þá UEFA-bikarinn eftir 2-1 sigur á pólska félaginu Górnik Zabrze í úrslitaleik í Vín. Seinni leikur Manchester City og Real Madrid fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Upphitunin fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst á sömu stöð klukkan 18.15.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira