Stórstjörnur Man. City fá risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 09:00 Sergio Aguero fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester City. Hann á von á vænum bónus vinni Manchester City Meistaradeildina efrtir sautján daga. Getty/ Shaun Botterill Stórstjörnur Manchester City hafa unnið marga titla á síðustu árum en þeir hafa aldrei fengið eins stóran bónus og bíður þeirra ef liðið vinnur Meistaradeildina 23. ágúst næstkomandi. Bestu leikmenn Man. City fá nefnilega sannkallaðan risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina. Manchester City hefur þannig háttinn á að leikmenn munu fá mismunandi háa bónusa vinni liðið Meistaradeildina. Það fer allt eftir samningnum hvers og eins. Manchester City er eina enska liðið sem á raunhæfa möguleika á því að gera eitthvað í Meistaradeildinni sem hefst aftur annað kvöld. Tottenham og Liverpool eru úr leik og Chelsea tapaði fyrri leiknum á móti Bayern München 3-0 á heimavelli sínum. Manchester City squad chase bonus of around £15million... with club stars set to earn £1m EACH if they win the Champions League https://t.co/Z3QqWtzHAg— MailOnline Sport (@MailSport) August 6, 2020 Manchester City liðið vann aftur á móti 2-1 útisigur á Real Madrid og er því í mjög góðri stöðu þegar seinni leikurinn fer fram í Manchester annað kvöld. Daily Mail segir þessum risabónusgreiðslum leikmanna Manchester City liðsins. Það er ljóst að það fá ekki allir slíka tröllabónusa en hann er hluti af bestu samningunum. Það þýðir að toppleikmenn eins og þeir Kevin De Bruyne, Sergio Aguero og David Silva fá eina milljón punda hver í bónus takist liðinu að vinna Meistaradeildina. Það þýðir 177 milljóna króna eingreiðslu sem er ágætis búbót. Alls munu eigendur Manchester City þurfa að borga fimmtán milljónir punda, 2,6 milljarða króna, í bónusgreiðslur verði Manchester City sjötta enska félagið til að vinna Meistaradeildina. Liverpool (6 sinnum), Manchester United (3), Nottingham Forest (2), Chelsea (1), Aston Villa (1) eru einu ensku félögin sem hafa unnið Evrópukeppni Meistaraliða og aðeins Liverpool, Manchester United og Chelsea hafa unnið keppnina síðan hún breyttist í Meistaradeildina. Manchester City hefur reyndar unnið Evrópukeppni en það var fyrir fimmtíu árum. City liðið vann þá UEFA-bikarinn eftir 2-1 sigur á pólska félaginu Górnik Zabrze í úrslitaleik í Vín. Seinni leikur Manchester City og Real Madrid fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Upphitunin fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst á sömu stöð klukkan 18.15. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
Stórstjörnur Manchester City hafa unnið marga titla á síðustu árum en þeir hafa aldrei fengið eins stóran bónus og bíður þeirra ef liðið vinnur Meistaradeildina 23. ágúst næstkomandi. Bestu leikmenn Man. City fá nefnilega sannkallaðan risabónus ef liðið vinnur Meistaradeildina. Manchester City hefur þannig háttinn á að leikmenn munu fá mismunandi háa bónusa vinni liðið Meistaradeildina. Það fer allt eftir samningnum hvers og eins. Manchester City er eina enska liðið sem á raunhæfa möguleika á því að gera eitthvað í Meistaradeildinni sem hefst aftur annað kvöld. Tottenham og Liverpool eru úr leik og Chelsea tapaði fyrri leiknum á móti Bayern München 3-0 á heimavelli sínum. Manchester City squad chase bonus of around £15million... with club stars set to earn £1m EACH if they win the Champions League https://t.co/Z3QqWtzHAg— MailOnline Sport (@MailSport) August 6, 2020 Manchester City liðið vann aftur á móti 2-1 útisigur á Real Madrid og er því í mjög góðri stöðu þegar seinni leikurinn fer fram í Manchester annað kvöld. Daily Mail segir þessum risabónusgreiðslum leikmanna Manchester City liðsins. Það er ljóst að það fá ekki allir slíka tröllabónusa en hann er hluti af bestu samningunum. Það þýðir að toppleikmenn eins og þeir Kevin De Bruyne, Sergio Aguero og David Silva fá eina milljón punda hver í bónus takist liðinu að vinna Meistaradeildina. Það þýðir 177 milljóna króna eingreiðslu sem er ágætis búbót. Alls munu eigendur Manchester City þurfa að borga fimmtán milljónir punda, 2,6 milljarða króna, í bónusgreiðslur verði Manchester City sjötta enska félagið til að vinna Meistaradeildina. Liverpool (6 sinnum), Manchester United (3), Nottingham Forest (2), Chelsea (1), Aston Villa (1) eru einu ensku félögin sem hafa unnið Evrópukeppni Meistaraliða og aðeins Liverpool, Manchester United og Chelsea hafa unnið keppnina síðan hún breyttist í Meistaradeildina. Manchester City hefur reyndar unnið Evrópukeppni en það var fyrir fimmtíu árum. City liðið vann þá UEFA-bikarinn eftir 2-1 sigur á pólska félaginu Górnik Zabrze í úrslitaleik í Vín. Seinni leikur Manchester City og Real Madrid fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Upphitunin fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst á sömu stöð klukkan 18.15.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira