Zuckerberg í fámennan hóp auðkýfinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 07:44 Zuckerberg ávarpar hér þingnefnd Bandaríkjaþings í gegn um fjarfundabúnað. AP/(Mandel Ngan Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi samskiptamiðilsins Facebook, er nú metinn á meira en 100 milljarða Bandaríkjadollara, eftir að Facebook kynnti til leiks nýjan myndbandamöguleika til höfuðs kínverska samskiptamiðlinum TikTok. Zuckerberg bætist í fámennan hóp manna sem metnir eru á svo háa fjárhæð. Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna á sérstakri efnisveitu sem haldið verður aðgreindri frá meginefnisveitu Instagram. Hlutabréf í Facebook hækkuðu um meira en sex prósent við útgáfu Reels en Instagram er í eigu Facebook, sem hinn bandaríski Zuckerberg á 13 prósenta hlut í. Zuckerberg er þannig kominn í þriggja manna hóp manna sem metnir eru á 100 milljarða Bandaríkjadollara eða meira. Fyrir voru það þeir Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem voru metnir á svo mikið. Tæknifyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið í fréttum síðustu vikur og mánuði þar sem umsvif slíkra fyrirtækja verða sífellt meiri og persónulegur hagur eigenda vænkar um leið. Amazon, Facebook, Google og Apple eru þannig á meðal þeirra fyrirtækja sem hagnast hafa hvað mest á kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans, þar sem fólk eyðir meiri tíma heima en oft áður og á því meiri samskipti, sækir meiri afþreyingu og verslar meira á netinu. Á þessu ári hefur sú fjárhæð sem Zuckerberg er metinn á hækkað um 22 milljarða Bandaríkjadollara. Á meðan hefur metið virði Jeff Bezos hækkað um meira en 75 milljarða dollara, samkvæmt Bloomberg. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi samskiptamiðilsins Facebook, er nú metinn á meira en 100 milljarða Bandaríkjadollara, eftir að Facebook kynnti til leiks nýjan myndbandamöguleika til höfuðs kínverska samskiptamiðlinum TikTok. Zuckerberg bætist í fámennan hóp manna sem metnir eru á svo háa fjárhæð. Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna á sérstakri efnisveitu sem haldið verður aðgreindri frá meginefnisveitu Instagram. Hlutabréf í Facebook hækkuðu um meira en sex prósent við útgáfu Reels en Instagram er í eigu Facebook, sem hinn bandaríski Zuckerberg á 13 prósenta hlut í. Zuckerberg er þannig kominn í þriggja manna hóp manna sem metnir eru á 100 milljarða Bandaríkjadollara eða meira. Fyrir voru það þeir Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem voru metnir á svo mikið. Tæknifyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið í fréttum síðustu vikur og mánuði þar sem umsvif slíkra fyrirtækja verða sífellt meiri og persónulegur hagur eigenda vænkar um leið. Amazon, Facebook, Google og Apple eru þannig á meðal þeirra fyrirtækja sem hagnast hafa hvað mest á kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans, þar sem fólk eyðir meiri tíma heima en oft áður og á því meiri samskipti, sækir meiri afþreyingu og verslar meira á netinu. Á þessu ári hefur sú fjárhæð sem Zuckerberg er metinn á hækkað um 22 milljarða Bandaríkjadollara. Á meðan hefur metið virði Jeff Bezos hækkað um meira en 75 milljarða dollara, samkvæmt Bloomberg.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira