Veröld ný Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 10. ágúst 2020 11:20 Fátt ef eitthvað er meira rætt í þjóðfélaginu þessa dagana, en málefni tengd kórónuveirunni. Þjóðin er eðlilega vonsvikin yfir því að faraldurinn hafi tekið sig upp aftur. Málsmetandi fólk setur nú hvert af öðru mark sitt á umræðuna og skoðanir eru skiptar. Kenningar um mögulegar aðgerðir eða aðgerðaleysi og afleiðingar þeirra mjög misjafnar. Fæstir sem tjá sig eru sérfræðingar í sótt- og smitvörnum eða í þjóðhagfræði. Enginn er sérfræðingur á báðum þessum sviðum. Það vert að hafa það alltaf í huga. Það er hreinlega enginn, sem getur lagt kalt mat á stöðuna og ákveðið með vissu hvað réttast sé að aðhafast og hvaða stefnu skuli taka. Ferðaþjónusta á Íslandi er skotspónn í þessari umræðu og í augum margra jafnvel augljós blóraböggull. Það sé vegna þrýstings frá ferðaþjónustu um að gera ferðir erlendra ferðamanna til landsins mögulegar aftur, að veiran hefur nú breiðst út í samfélaginu á ný. Aðrir taka upp hanskann fyrir ferðaþjónustuna og benda á að það séu líklega ekki erlendir ferðamenn sem hafa valdið útbreiðslu veirunnar á ný, heldur miklu frekar fólk, bæði af íslensku og erlendu bergi brotið, sem býr, lifir og starfar í íslensku samfélagi. Það er af og frá að ferðaþjónustan á Íslandi hafi beitt þrýstingi á stjórnvöld um það hvernig hátta bæri “opnun” landamæranna og fyrirkomulagi sóttvarna við komur ferðamanna til landins. Það er hins vegar hlutverk okkar og skylda að benda á afleiðingar hinna ýmsu aðgerða á atvinnugreinina - á fyrirtækin sjálf, atvinnustig og á tekjur bæði ríkis og sveitarfélaga. Líklega eru flestir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki og þeir sem starfa innan ferðaþjónustunnar ánægðir með það fyrirkomulag, sem hefur verið viðhaft á landamærunum síðan þann 15.júní síðastliðinn. Yfirlýst markmið með því fyrirkomulagi var að gera ferðalög til og frá Íslandi möguleg, en á þann hátt að draga sem mest úr líkunum á því að smit bærist til landsins og næði að breiðast út og ræsa á sama tíma hjól okkar stærstu útflutningsatvinnugreinar. Það er engin tilviljun að flestir sem starfa við ferðaþjónustu styðji þetta fyrirkomulag. Þetta er fólkið, sem fékk umsvifalaust að finna fyrir efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Þar blasti blákaldur veruleikinn við, strax á fyrstu dögum hans. Þetta er fólkið sem finnur það á eigin skinni hvað það þýðir þegar hjól efnahagslífsins stöðvast og störfunum og þar með afkomunni er stefnt í hættu. Það er heldur engin tilviljun að flest ríki heims starfi nú á svipuðum nótum og Íslendingar. Ef það væri raunhæft að loka lönd og ríki af um alls óákveðinn tíma (en líklega mjög langan), læsa borgarana inni eða úti og setja allt í frost til að bæla veiruna niður - án þess að það hefði teljandi áhrif á efnahag og rekstur lífsnauðsynlegra kerfa, þá myndu sennilega flest ríki fara þá leið. Sú er hins vegar ekki raunin - heldur myndi sú stefna líklega hafa alvarlegri afleiðingar þegar upp er staðið, en hitt. Þeir sem tala fyrir þeirri leið, verða að að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem það hefði á lífskjör þjóðarinnar og fjármögnun opinberra kerfa til framtíðar. Þeir verða að gera sér grein fyrir þeim áhrifum, sem það á endanum hefði á þá persónulega - líkt og fólk í ferðaþjónustu er nú að upplifa, svo um munar. Mér finnst sorglegt að stilla ferðaþjónustunni í landinu upp sem einangruðu fyrirbæri, sem lifir eða deyr án nokkurra afleiðinga fyrir heildina. Það er, að ef við ákveðum að stöðva straum ferðamanna til landsins, þá verði sjálfkrafa allt í blóma á öllum öðrum vígstöðvum í samfélaginu. Staðreyndin er hins vegar sú, að ef ferðaþjónustan til landsins stöðvast af einhverjum ástæðum um langt skeið, þá myndi það á endanum hafa áhrif allt og alla í íslensku samfélagi. Ekki bara fólkið í ferðaþjónustunni og fjölskyldur þeirra. Einnig þá sem nú tala fyrir lokun landamæra, á öll önnur fyrirtæki, ríkissjóð og sveitarfélög. Það myndu líklega ekki líða margir mánuðir, þangað til innlend eftirspurn færi að gefa verulega eftir og viðskipti okkar við hvert annað hér innanlands yrðu ekki nægjanleg til halda hagkerfinu á floti og óbreyttum lífskjörum til lengri tíma. Án þess að hér sé tekin afstaða til þess hvað sé skynsamlegast að að gera í stöðunni, þá er þetta staðreynd, sem fólk þarf að vera sér meðvitað um og átta sig á umfangi þess vanda, sem af myndi skapast. Stjórnvalda í landinu bíður nú það erfiða verkefni að taka ákvarðanir um það hvernig við ætlum að haga málum næstu misseri. Það er ekki öfundsvert verkefni, þar sem í raun eru bara nokkrir misslæmir kostir í boði. Allt saman kostir með óþekktum stærðum og jafnvel illmælanlegum stærðum í jöfnunni. En eftir stendur að sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hafa sagt það frá upphafi, að á meðan ekki er til bóluefni eða lækning við veirunni, þá sé algjörlega vonlaust að við getum lifað hér áhyggjulaus í veirulausu landi. Á meðan veiran er á kreiki í heiminum, myndi hún alltaf, fyrr eða síðar, berast aftur til landsins - þrátt fyrir allar mögulegar sóttvarnaraðgerðir. Fyrri kynslóðir fengu allar sinn skerf af hörmungum. Náttúruhamfarir, heimsstyrjaldir, alheimskreppur og drepsóttir. Við fengum kórónuveiruna og með því verðum við einfaldlega að lifa um óákveðinn tíma. Ástandið nú gæti orðið hið nýja norm. Eins og ítrekað hefur komið fram hjá sóttvarnaryfirvöldum, þá er það í okkar höndum bókstaflega, að draga úr líkum á því að veiran breiðist frekar út. Því fyrr sem við sættum okkur við það að þurfa að fylgja breytilegum sóttvarnaraðgerðum og umfram allt, huga að og virða alltaf persónulegar smitvarnir, því betra. Lífið þarf að halda áfram, þó með breyttum formerkjum sé. Það mun, óháð ákvörðunum stjórnvalda um framhaldið gilda um óákveðinn tíma. Þar höfum við ekkert val. Ný veröld blasir við Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fátt ef eitthvað er meira rætt í þjóðfélaginu þessa dagana, en málefni tengd kórónuveirunni. Þjóðin er eðlilega vonsvikin yfir því að faraldurinn hafi tekið sig upp aftur. Málsmetandi fólk setur nú hvert af öðru mark sitt á umræðuna og skoðanir eru skiptar. Kenningar um mögulegar aðgerðir eða aðgerðaleysi og afleiðingar þeirra mjög misjafnar. Fæstir sem tjá sig eru sérfræðingar í sótt- og smitvörnum eða í þjóðhagfræði. Enginn er sérfræðingur á báðum þessum sviðum. Það vert að hafa það alltaf í huga. Það er hreinlega enginn, sem getur lagt kalt mat á stöðuna og ákveðið með vissu hvað réttast sé að aðhafast og hvaða stefnu skuli taka. Ferðaþjónusta á Íslandi er skotspónn í þessari umræðu og í augum margra jafnvel augljós blóraböggull. Það sé vegna þrýstings frá ferðaþjónustu um að gera ferðir erlendra ferðamanna til landsins mögulegar aftur, að veiran hefur nú breiðst út í samfélaginu á ný. Aðrir taka upp hanskann fyrir ferðaþjónustuna og benda á að það séu líklega ekki erlendir ferðamenn sem hafa valdið útbreiðslu veirunnar á ný, heldur miklu frekar fólk, bæði af íslensku og erlendu bergi brotið, sem býr, lifir og starfar í íslensku samfélagi. Það er af og frá að ferðaþjónustan á Íslandi hafi beitt þrýstingi á stjórnvöld um það hvernig hátta bæri “opnun” landamæranna og fyrirkomulagi sóttvarna við komur ferðamanna til landins. Það er hins vegar hlutverk okkar og skylda að benda á afleiðingar hinna ýmsu aðgerða á atvinnugreinina - á fyrirtækin sjálf, atvinnustig og á tekjur bæði ríkis og sveitarfélaga. Líklega eru flestir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki og þeir sem starfa innan ferðaþjónustunnar ánægðir með það fyrirkomulag, sem hefur verið viðhaft á landamærunum síðan þann 15.júní síðastliðinn. Yfirlýst markmið með því fyrirkomulagi var að gera ferðalög til og frá Íslandi möguleg, en á þann hátt að draga sem mest úr líkunum á því að smit bærist til landsins og næði að breiðast út og ræsa á sama tíma hjól okkar stærstu útflutningsatvinnugreinar. Það er engin tilviljun að flestir sem starfa við ferðaþjónustu styðji þetta fyrirkomulag. Þetta er fólkið, sem fékk umsvifalaust að finna fyrir efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Þar blasti blákaldur veruleikinn við, strax á fyrstu dögum hans. Þetta er fólkið sem finnur það á eigin skinni hvað það þýðir þegar hjól efnahagslífsins stöðvast og störfunum og þar með afkomunni er stefnt í hættu. Það er heldur engin tilviljun að flest ríki heims starfi nú á svipuðum nótum og Íslendingar. Ef það væri raunhæft að loka lönd og ríki af um alls óákveðinn tíma (en líklega mjög langan), læsa borgarana inni eða úti og setja allt í frost til að bæla veiruna niður - án þess að það hefði teljandi áhrif á efnahag og rekstur lífsnauðsynlegra kerfa, þá myndu sennilega flest ríki fara þá leið. Sú er hins vegar ekki raunin - heldur myndi sú stefna líklega hafa alvarlegri afleiðingar þegar upp er staðið, en hitt. Þeir sem tala fyrir þeirri leið, verða að að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem það hefði á lífskjör þjóðarinnar og fjármögnun opinberra kerfa til framtíðar. Þeir verða að gera sér grein fyrir þeim áhrifum, sem það á endanum hefði á þá persónulega - líkt og fólk í ferðaþjónustu er nú að upplifa, svo um munar. Mér finnst sorglegt að stilla ferðaþjónustunni í landinu upp sem einangruðu fyrirbæri, sem lifir eða deyr án nokkurra afleiðinga fyrir heildina. Það er, að ef við ákveðum að stöðva straum ferðamanna til landsins, þá verði sjálfkrafa allt í blóma á öllum öðrum vígstöðvum í samfélaginu. Staðreyndin er hins vegar sú, að ef ferðaþjónustan til landsins stöðvast af einhverjum ástæðum um langt skeið, þá myndi það á endanum hafa áhrif allt og alla í íslensku samfélagi. Ekki bara fólkið í ferðaþjónustunni og fjölskyldur þeirra. Einnig þá sem nú tala fyrir lokun landamæra, á öll önnur fyrirtæki, ríkissjóð og sveitarfélög. Það myndu líklega ekki líða margir mánuðir, þangað til innlend eftirspurn færi að gefa verulega eftir og viðskipti okkar við hvert annað hér innanlands yrðu ekki nægjanleg til halda hagkerfinu á floti og óbreyttum lífskjörum til lengri tíma. Án þess að hér sé tekin afstaða til þess hvað sé skynsamlegast að að gera í stöðunni, þá er þetta staðreynd, sem fólk þarf að vera sér meðvitað um og átta sig á umfangi þess vanda, sem af myndi skapast. Stjórnvalda í landinu bíður nú það erfiða verkefni að taka ákvarðanir um það hvernig við ætlum að haga málum næstu misseri. Það er ekki öfundsvert verkefni, þar sem í raun eru bara nokkrir misslæmir kostir í boði. Allt saman kostir með óþekktum stærðum og jafnvel illmælanlegum stærðum í jöfnunni. En eftir stendur að sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hafa sagt það frá upphafi, að á meðan ekki er til bóluefni eða lækning við veirunni, þá sé algjörlega vonlaust að við getum lifað hér áhyggjulaus í veirulausu landi. Á meðan veiran er á kreiki í heiminum, myndi hún alltaf, fyrr eða síðar, berast aftur til landsins - þrátt fyrir allar mögulegar sóttvarnaraðgerðir. Fyrri kynslóðir fengu allar sinn skerf af hörmungum. Náttúruhamfarir, heimsstyrjaldir, alheimskreppur og drepsóttir. Við fengum kórónuveiruna og með því verðum við einfaldlega að lifa um óákveðinn tíma. Ástandið nú gæti orðið hið nýja norm. Eins og ítrekað hefur komið fram hjá sóttvarnaryfirvöldum, þá er það í okkar höndum bókstaflega, að draga úr líkum á því að veiran breiðist frekar út. Því fyrr sem við sættum okkur við það að þurfa að fylgja breytilegum sóttvarnaraðgerðum og umfram allt, huga að og virða alltaf persónulegar smitvarnir, því betra. Lífið þarf að halda áfram, þó með breyttum formerkjum sé. Það mun, óháð ákvörðunum stjórnvalda um framhaldið gilda um óákveðinn tíma. Þar höfum við ekkert val. Ný veröld blasir við
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar