Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 12:47 Ríkisútvarpið sendi frá sér yfirlýsingu vegna myndbands Samherja. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem undirrituð er af útvarpsstjóra og fréttastjóra Ríkisútvarpsins segja þau miðilinn hafna þessum ásökunum „sem röngu.“ Helgi hafi ekki falsað eða átt við gögn og að umrædd skýrsla sem umfjöllun Ríkissútvarpsins „byggðist meðal annars á“ hafi verið raunveruleg. Ríkisútvarpið svarar að öðru leyti ekki efnislega því sem fram kemur í myndbandi Samherja, aðeins að útspil Samherja sé aðför að mannorð Helga. Aldrei hafi fyrirtæki gengið jafn langt í ófrægingarherferð eins og útgerðarfélagið geri með myndbandi sínu. „Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkissútvarpsins. „Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert,“ skrifa þau og bæta við: „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“ Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem undirrituð er af útvarpsstjóra og fréttastjóra Ríkisútvarpsins segja þau miðilinn hafna þessum ásökunum „sem röngu.“ Helgi hafi ekki falsað eða átt við gögn og að umrædd skýrsla sem umfjöllun Ríkissútvarpsins „byggðist meðal annars á“ hafi verið raunveruleg. Ríkisútvarpið svarar að öðru leyti ekki efnislega því sem fram kemur í myndbandi Samherja, aðeins að útspil Samherja sé aðför að mannorð Helga. Aldrei hafi fyrirtæki gengið jafn langt í ófrægingarherferð eins og útgerðarfélagið geri með myndbandi sínu. „Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkissútvarpsins. „Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert,“ skrifa þau og bæta við: „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00
Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00