Innlent

Í gæsluvarðhald grunaður um hnífstunguárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan rannsakar márlið.
Lögreglan rannsakar márlið. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á miðjum aldri, sem var handtekinn í íbúð fjölbýlishúss í Garðabæ á laugardagskvöld eftir að tilkynning barst um alvarlega líkamsárás, var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. janúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð að heimahúsi á laugardagskvölds vegna manns sem hafði stungið annan mann með hníf í heimahúsi í Garðabæ.

Sá sem fyrir árásinni varð, karlmaður, náði að komast út úr íbúðinni áður en lögreglan kom á vettvang um helgina og var hann í framhaldinu fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Sérsveit lögreglunnar var kölluð út vegna málsins en árásarmaðurinn var inni í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hann tengist fólkinu fjölskylduböndum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×